Hagnaður Brims á öðrum ársfjórðungi nam fimm milljónum evra, eða 813,7 milljónum króna. Hagnaður útgerðarfélagsins á fyrri helmingi ársins nam 5,4 milljónum evra, eða um 878,8 milljónum króna.
Þetta kemur fram í uppgjöri Brims á öðrum ársfjórðungi 2020.
Rekstrartekjur samstæðunnar á öðrum ársfjórðungi voru 60,3 milljónir evra og 133,1 milljón evra á fyrri árshelmingi.
Aukningu rekstrartekna má fyrst og fremst rekja til þess að sölufélög í Asíu eru hluti af samstæðunni í ár, en félögin eru hluti af samstæðureikningsskilum Brims frá 1. október í fyrra.
Í lok júní gerði samstæðan út 10 fiskiskip, en línubátarnir Kristján HF-100 og Steinunn HF-108 bættust við þegar Grunnur ehf. og Grábrók ehf. urðu hluti af samstæðunni 1. maí.
Á fyrri helmingi ársins 2020 var afli skipa samstæðunnar 23,0 þúsund tonn af botnfiski og 34,0 þúsund tonn af uppsjávarfiski. Á sama tíma 2019 var afli skipa samstæðunnar 26,5 þúsund tonn af botnfiski og 43,6 þúsund tonn af uppsjávarfiski.
Áhrif veirufaraldursins COVID-19 á rekstur samstæðunnar hafa verið umtalsverð á tímabilinu. og hafa stjórnendur og starfsmenn félagsins markvisst unnið að því að hlúa að öryggi starfsmanna. Með samstilltu átaki hefur tekist að koma í veg fyrir röskun á starfseminni, segir í tilkynningunni. Gripið hefur verið til margháttaðra varnaraðgerða gegn smiti og mikil áhersla lögð á aukið hreinlæti, aðskilnað starfsmanna, takmörkun á aðgengi að starfsstöðvum og annað sem tengist sóttvarnaaðgerðum.
„Erfiðar gæftir og minni veiði uppsjávarfisks, áhrif covid-heimsfaraldursins á markaði og gagnger endurnýjun og tæknivæðing botnfiskvinnslu félagsins í Norðurgarði einkenndu rekstur á fyrri árshelmingi. Í ljósi framangreindra aðstæðna er niðurstaða uppgjörs Brims á fyrri árshelmingi ársins 2020 ásættanleg,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í tilkynningunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |