Brim hagnaðist um 813 milljónir

Höfuðstöðvar Brims.
Höfuðstöðvar Brims. mbl.is/Hari

Hagnaður Brims á öðrum ársfjórðungi nam fimm milljónum evra, eða 813,7 milljónum króna. Hagnaður útgerðarfélagsins á fyrri helmingi ársins nam 5,4 milljónum evra, eða um 878,8 milljónum króna. 

Þetta kemur fram í uppgjöri Brims á öðrum ársfjórðungi 2020.

Rekstrartekjur samstæðunnar á öðrum ársfjórðungi voru 60,3 milljónir evra og 133,1 milljón evra á fyrri árshelmingi.

Aukningu rekstrartekna má fyrst og fremst rekja til þess að sölufélög í Asíu eru hluti af samstæðunni í ár, en félögin eru hluti af samstæðureikningsskilum Brims frá 1. október í fyrra.

Í lok júní gerði samstæðan út 10 fiskiskip, en línubátarnir Kristján HF-100 og Steinunn HF-108 bættust við þegar Grunnur ehf. og Grábrók ehf. urðu hluti af samstæðunni 1. maí.

Á fyrri helmingi ársins 2020 var afli skipa samstæðunnar 23,0 þúsund tonn af botnfiski og 34,0 þúsund tonn af uppsjávarfiski. Á sama tíma 2019 var afli skipa samstæðunnar 26,5 þúsund tonn af botnfiski og 43,6 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Umtalsverð áhrif kórónuveirunnar

Áhrif veirufaraldursins COVID-19 á rekstur samstæðunnar hafa verið umtalsverð á  tímabilinu. og hafa stjórnendur og starfsmenn félagsins markvisst unnið að því að hlúa að öryggi starfsmanna. Með samstilltu átaki hefur tekist að koma í veg fyrir röskun á starfseminni, segir í tilkynningunni. Gripið hefur verið til margháttaðra varnaraðgerða gegn smiti og mikil áhersla lögð á aukið hreinlæti, aðskilnað starfsmanna, takmörkun á aðgengi að starfsstöðvum og annað sem tengist sóttvarnaaðgerðum. 

„Erfiðar gæftir og minni veiði uppsjávarfisks, áhrif covid-heimsfaraldursins á markaði og gagnger endurnýjun og tæknivæðing botnfiskvinnslu félagsins í Norðurgarði einkenndu rekstur á fyrri árshelmingi.  Í ljósi framangreindra aðstæðna er niðurstaða uppgjörs Brims á fyrri árshelmingi ársins 2020 ásættanleg,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »