Stefnt að byggingu stærri skipakvíar í Njarðvík

Ný skipakví (t.v.) teiknuð inn á mynd af Njarðvíkuhöfn. Forsenda …
Ný skipakví (t.v.) teiknuð inn á mynd af Njarðvíkuhöfn. Forsenda þess að ný skipakví verði byggð er að reistur verði nýr skjólveggur. Ljósmynd/Aðsend

Viljayfirlýsing um uppbygginu hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík var undirrituð af fulltrúum Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir að markmiðið sé að skapa grunn að skipaþjónustuklasa sem muni fjölga störfum á svæðinu.

Fram kemur að Skipasmíðastöð Njarðvíkur sé nú að undirbúa fjárfestingu í nýrri yfirbyggðri skipakví sem verður 100 metrar að lengd og 20 metrar á breidd. Með nýju húsnæði er áætlað að hægt verði að þjónusta stærri skip allt árið og eru bundnar vonir við að takist „að ná auknum hluta íslenskra skipa sem nú sigla í slipp til annarra landa sem og að ná skipum af norðurslóðum til landsins“.

Frá undirritun villjayfirlýsingarinnar í morgun. F.v. Kjartan Már Ragnarsson bæjarstjóri …
Frá undirritun villjayfirlýsingarinnar í morgun. F.v. Kjartan Már Ragnarsson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna. Ljósmynd/Aðsend

Forsenda þess að bygging nýrrar skipakvíar geti hafist er sögð vera að Reykjaneshöfn geri nýjan skjólgarð í Njarðvíkurhöfn. Áætlaður framkvæmdatími verkefnisins er þrjú ár frá því að fjármögnun þess liggur fyrir.

Vonir um fjölgun starfa

Telja aðstandendur verkefnisins að starfsemi í nýju kvínni geti skapað með beinum hætti 70 til 80 ný heilsársstörf og er áætlað að störfin geta orðið um 120 ef talin eru með óbein störf.

„Hugmynd Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur gengur út á að nýta sérþekkingu á margvíslegum sviðum sem safnast hefur upp hjá vél- og stálsmiðjum víða á landinu. Öflug málmvinnslufyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu fengju stóraukin tækifæri. Þannig yrði þjónustuklasinn byggður á fjölda fyrirtækja, hverju með sína sérhæfingu,“ segir í tilkynningunni.

Til framtíðar er ekki „óraunhæft að ætla að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingarklasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250-350 bein og óbein störf“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Loka