Leggja til stækkun landeldis við Grindavík

Í eldisstöðinni í Landssveit, og í nýju stöðinni í Grindavík …
Í eldisstöðinni í Landssveit, og í nýju stöðinni í Grindavík hefur Matorka ræktað bleikju. Stefnt er að því að stækka eldið til muna. Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að nýju rekstrarleyfi fyrir landeldi Matorku ehf. sem staðsett er í grennd við Grindavík. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 6.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldi á laxi, bleikju og regnbogasilungi, að því er segir á vef Matvælastofnunar.

Tilefni tillögu að nýju leyfi eru stækkunaráform fyrirtækisins, en gildandi rekstrarleyfi nær til 3.000 tonna framleiðslu á laxi, bleikju, regnbogasilungi og borra.

Matorka lagði fram frummatsskýrslu um stækkun fiskeldis fyrirtækisins í Húsatóftum úr 3.000 tonnum í 6.000 tonn til athugunar hjá Skipulagsstofnun þann 23. júlí 2018. Frestur til að skila inn athugasemdum vegna tillögu Matvælastofnunar 18. september.

Verndað hraun

Í áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdanna segir að nokkur óvissa er í kringum áhrif á lífríkið í fjörunni þar sem frárennsli mun vera dælt frá eldisstöðinni, en það sé háð því hvaða lausn verður valin við lagningu frárennslislagna. Sama óvissa er í tilfelli fuglalífs, en áhrif á þann þátt mun meðal annars ráðast af ástandi fjörunnar.

Telur stofnunin vænlegasta kostinn vera „að leggja útrás út fyrir stórstraumsfjöruborð sem sé í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp. Skipulagsstofnun telur að í starfsleyfi sé unnt að setja skilyrði um hreinsun og fyrirkomulag frárennslis sem miði að því að áhrif þess á lífríki fjöru sem og sjávar verði ekki veruleg.“

Jafnframt telur stofnunin að fyrirhugaðar framkvæmdir vegna stækkunarinnar muni hafa í för með sér talsverð rask á eldhrauni sem nýtur verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Staðbundin áhrif eru sögð „talsvert neikvæð […] á jarðmyndanir sem njóta verndar sem séu óafturkræf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.666 kg
Ýsa 4.511 kg
Steinbítur 1.143 kg
Hlýri 34 kg
Langa 30 kg
Karfi 25 kg
Samtals 13.409 kg
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.634 kg
Þorskur 3.071 kg
Steinbítur 1.744 kg
Samtals 11.449 kg
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 712 kg
Langa 123 kg
Ýsa 90 kg
Þorskur 47 kg
Hlýri 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 984 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.666 kg
Ýsa 4.511 kg
Steinbítur 1.143 kg
Hlýri 34 kg
Langa 30 kg
Karfi 25 kg
Samtals 13.409 kg
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.634 kg
Þorskur 3.071 kg
Steinbítur 1.744 kg
Samtals 11.449 kg
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 712 kg
Langa 123 kg
Ýsa 90 kg
Þorskur 47 kg
Hlýri 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 984 kg

Skoða allar landanir »