Helgi Bjarnason
Laxar fiskeldi hafa fest kaup á stórum fóðurpramma frá fyrirtækinu Akva Group í Noregi. Pramminn er með þeim stærstu sem hingað hafa verið keyptir, ásamt Arnarborg sem Arnarlax notar á Vestfjörðum, og er tilgangur Laxa að geta sinnt auknu laxeldi fyrirtækisins í Reyðarfirði.
Fóðurpramminn ber allt að 650 tonn af fóðri í tólf geymum og er með tólf fóðrunarlínur út í kvíar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Laxar fiskeldi eru með leyfi til að framleiða allt að 9 þúsund tonn af laxi í Reyðarfirði og segir Gunnar Steinn Gunnarsson framleiðslustjóri að markmiðið sé að komast upp í sextán þúsund tonn á næstu árum. Það er vel innan við burðarþol fjarðarins sem metið er 20 þúsund tonn. Fyrirtækið hefur hug á að nýta það til fulls í framtíðinni. „Stærðarhagkvæmni fæst með aukinni framleiðslu og hún er mikilvæg til þess að lækka framleiðslukostnað og standa undir þjónustu sem við kaupum af öðrum,“ segir Gunnar Steinn.
Spurður um mikilvægi þess að fá stóran og vel tækjum búinn fóðurpramma segir Gunnar að fyrirtækið sé ekki með aðstöðu í landi til að geyma fóður og þess vegna þurfi fóðurprammarnir að geta borið mikið magn. Þá sé nýi pramminn, sem væntanlegur er til landsins næsta vor, með kjölfestutanka sem notaðir eru til að halda honum í jafnvægi í sjónum þegar gengur á fóðrið.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.1.25 | 508,46 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.1.25 | 728,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.1.25 | 366,06 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.1.25 | 236,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.1.25 | 277,70 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.1.25 | 286,29 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.1.25 | 241,71 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.666 kg |
Ýsa | 4.511 kg |
Steinbítur | 1.143 kg |
Hlýri | 34 kg |
Langa | 30 kg |
Karfi | 25 kg |
Samtals | 13.409 kg |
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 6.634 kg |
Þorskur | 3.071 kg |
Steinbítur | 1.744 kg |
Samtals | 11.449 kg |
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 712 kg |
Langa | 123 kg |
Ýsa | 90 kg |
Þorskur | 47 kg |
Hlýri | 11 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 984 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.1.25 | 508,46 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.1.25 | 728,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.1.25 | 366,06 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.1.25 | 236,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.1.25 | 277,70 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.1.25 | 286,29 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.1.25 | 241,71 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.666 kg |
Ýsa | 4.511 kg |
Steinbítur | 1.143 kg |
Hlýri | 34 kg |
Langa | 30 kg |
Karfi | 25 kg |
Samtals | 13.409 kg |
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 6.634 kg |
Þorskur | 3.071 kg |
Steinbítur | 1.744 kg |
Samtals | 11.449 kg |
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 712 kg |
Langa | 123 kg |
Ýsa | 90 kg |
Þorskur | 47 kg |
Hlýri | 11 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 984 kg |