Helgi Bjarnason
Arctic Fish var rekið með liðlega 40 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Kemur það fram í fjárfestakynningu vegna hálfsársuppgjörs Norway Royal Salmon (NRS) sem er stærsti eigandi að vestfirska fiskeldisfyrirtækinu.
Arctic Fish hefur verið í uppbyggingarferli í níu ár og er þetta í fyrsta skipti sem uppgjör sýnir hagnað. Árið er að vísu ekki búið og ljóst að kórónuveiran hefur áhrif á afkomu fyrirtækisins á seinni hluta ársins.
NRS á helming hlutafjár í Arctic Fish og sér samstæðan tækifæri til vaxtar á Íslandi. Áætlað er að eigin framleiðsla NRS í Noregi verði í ár 35 þúsund tonn og heildarframleiðsla Arctic Fish 8.200 tonn. Hefur framleiðslan á Íslandi því veruleg áhrif á samstæðuna enda telst Norway Royal Salmon ekki til fiskeldisrisanna í Noregi. Arctic Fish er í vexti og segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá félaginu, að stefnt sé að því að Arctic nái sömu stærð og NRS á næstu árum, þegar það hefur fengið þau framleiðsluleyfi sem sótt hefur verið um.
Umhverfismati fyrir stækkun í Dýrafirði er lokið sem og mati vegna eldis í Arnarfirði og er beðið starfs- og rekstrarleyfa. Nýja seiðaeldisstöðin í Tálknafirði, sú tæknilega fullkomnasta hér á landi, skapar góðan grunn fyrir vöxt hjá Arctic Fish, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.1.25 | 502,38 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.1.25 | 728,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.1.25 | 365,12 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.1.25 | 236,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.1.25 | 280,21 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.1.25 | 286,29 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.1.25 | 242,11 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.666 kg |
Ýsa | 4.511 kg |
Steinbítur | 1.143 kg |
Hlýri | 34 kg |
Langa | 30 kg |
Karfi | 25 kg |
Samtals | 13.409 kg |
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 6.634 kg |
Þorskur | 3.071 kg |
Steinbítur | 1.744 kg |
Samtals | 11.449 kg |
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 712 kg |
Langa | 123 kg |
Ýsa | 90 kg |
Þorskur | 47 kg |
Hlýri | 11 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 984 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.1.25 | 502,38 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.1.25 | 728,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.1.25 | 365,12 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.1.25 | 236,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.1.25 | 280,21 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.1.25 | 286,29 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.1.25 | 242,11 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.666 kg |
Ýsa | 4.511 kg |
Steinbítur | 1.143 kg |
Hlýri | 34 kg |
Langa | 30 kg |
Karfi | 25 kg |
Samtals | 13.409 kg |
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 6.634 kg |
Þorskur | 3.071 kg |
Steinbítur | 1.744 kg |
Samtals | 11.449 kg |
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 712 kg |
Langa | 123 kg |
Ýsa | 90 kg |
Þorskur | 47 kg |
Hlýri | 11 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 984 kg |