Guðmundur í Nesi slær út Sólbergið

mbl.is/Þorgeir

Aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 hefur verið úthlutað af Fiskistofu. Í heild hefur stofnunin úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum en heildarúthlutunin nam 372 þúsund þorskígildistonnum á fiskveiðiárinu sem lýkur 1. september. Þá nemur úthlutun í þorski 202 þúsund tonnum og í ýsu 35 þúsund tonnum.

Að þessu sinni er það skipið Guðmundur í Nesi sem fær úthlutað mestu aflamarki en Sólbergið hlaut þann heiður við síðustu úthlutun. Sólberg fær úthlutað 10.670 þorskígildistonnum sem er 300 tonnum meira en í fyrra. Guðmundur í Nesi bætti hins vegar við sig 3.000 tonnum og fær nú úthlutað 13.714 þorskígildistonn.

Bæði þessi skip skera sig úr þar sem töluverður munur er á þeirra aflamarki og næstu skipa. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti sem birt var á vef Fiskistofu í gær og er tekið sérstaklega fram að enn eru fáein skip ófrágengin og getur því úthlutun til skipa enn breyst lítillega.

Flotinn skreppur saman

Þá vekur töluverða athygli að stærð fiskiskipaflota Íslendinga virðist dragast verulega saman. Fengu 413 skip úthlutað aflamarki en þau voru 540 árið 2019 og hefur þeim þannig fækkað um 127 milli ára eða um 23,5%. Þar af fækkar krókaaflamarksbátum um 24,7% úr 316 í 238 og smábátum með aflamark um þriðjung úr 67 í 44. Er þetta mesti samdrátturinn, en þetta gerist á sama tíma og strandveiðibátum fjölgar. Jafnframt fækkar skipum með aflamark um 25 eða því sem nemur 21,7%, úr 115 í 90, og togurum fækkar um einn úr 42 í 41.

Alls eru það 326 útgerðarfyrirtæki sem fá úthlutað aflamarki en það eru 10 færri en í fyrra. Brim hf. er með stærstu aflamarkshlutdeildina og nemur hún 9,55%.

Þá hefur 62,41% af aflamarkinu verið úthlutað skipum með heimahöfn á tíu stöðum. Þar af eru þrjár stærstu heimahafnirnar Reykjavík með 11,42%, Grindavík með 10,49% og Vestmannaeyjar með 10,45% en ítarlega er fjallað um úthlutanir í upphafi fiskveiðiársins í fylgiblaði Morgunblaðsins, 200 mílur, í dag. 

Útgerðirnar með mesta aflamarkið

1. Brim hf. 9,55%

2. Samherji Ísland ehf. 6,91%

3. FISK Seafood ehf. 6,32%

4. Þorbjörn hf. 5,57%

5. Vísir hf. 4,20%

6. Rammi hf. 4,19%

7. Vinnslustöðin hf. 4,18%

8. Skinney-Þinganes hf. 4,14%

9. Útgerðarfélag Rvk. hf. 3,88%

10. Síldarvinnslan hf. 3,42%

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.666 kg
Ýsa 4.511 kg
Steinbítur 1.143 kg
Hlýri 34 kg
Langa 30 kg
Karfi 25 kg
Samtals 13.409 kg
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.634 kg
Þorskur 3.071 kg
Steinbítur 1.744 kg
Samtals 11.449 kg
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 712 kg
Langa 123 kg
Ýsa 90 kg
Þorskur 47 kg
Hlýri 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 984 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.666 kg
Ýsa 4.511 kg
Steinbítur 1.143 kg
Hlýri 34 kg
Langa 30 kg
Karfi 25 kg
Samtals 13.409 kg
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.634 kg
Þorskur 3.071 kg
Steinbítur 1.744 kg
Samtals 11.449 kg
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 712 kg
Langa 123 kg
Ýsa 90 kg
Þorskur 47 kg
Hlýri 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 984 kg

Skoða allar landanir »