Skammtímahugsun megi ekki ráða för við auðlindanýtingu

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki svartsýnn þrátt fyrir þær aðstæður sem skapast hafa á undanförnum misserum og reynst hafa mörgum krefjandi. Hann segir þó liggja fyrir að fiskveiðiárið sem sé að líða hafi verið sérstakt á margan hátt.

„Við sjáum að í öllum meginatriðum gengur þetta ágætlega miðað við þá miklu óvissu sem er undirliggjandi bæði í greininni sjálfri, á mörkuðum og sömuleiðis í stöðu fiskistofnanna okkar,“ segir Kristján Þór og bætir við að helsta áhyggjuefnið hafi verið að markaðir myndu hreinlega hverfa vegna kórónuveirufaraldur- sins og að verðhrun myndi eiga sér stað. Kveðst ráðherrann feginn að svartsýnustu spár hafi ekki gengið eftir í þeim efnum. „Íslenskur sjávarútvegur sýndi gríðarlega aðlögunarhæfni í þessum krefjandi aðstæðum, meðal annars þegar eftirspurn eftir ferskum afurðum hrundi á nokkrum sólarhringum. Þannig að þetta ástand hefur um leið varpað ljósi á styrkleika íslensks sjávarútvegs.“

Ráðgjöf ávallt umdeilanleg

„Svo fáum við ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár, þar sem við erum að sjá breytingar aðeins í mati Hafrannsóknastofnunar á stofnunum, sem gefur töluverða hækkun á aflamarki í ýsu og síðan lækkun í aflamarki þorsks. Þetta eru engar katastrófur en það eru vonbrigði að sjá þorskinn ekki halda áfram á sömu leið eins og hann hefur verið núna í alllangan tíma. Samt sem áður er ástandið á stofninum betra heldur en það var fyrir alllöngu,“ segir Kristján Þór. „Ég held að það sé hollt fyrir okkur, þrátt fyrir sveiflur í afkomu árganga, að hverfa ekki frá þessu verklagi sem byggist á því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi við stjórnun fiskveiða við Ísland. Við höfum sem betur fer fylgt ráðgjöf okkar færustu vísindamanna ágætlega í mörg ár,“ bætir hann við.

Spurður hvort hann sé sammála sjónarmiðum um að nú, þegar efnahagsþrengingar eru annars vegar, sé tilefni til að auka útgefið aflamark, svarar Kristján Þór: „Í þessum efnum verðum við að hugsa þetta allt saman til langs tíma og ekki undir neinum kringumstæðum megum við láta einhverja skammtímahugsun ráða för þegar kemur að nýtingu á auðlindum sjávarins. Það er bara þannig. Við getum alltaf bætt okkur og það er ekkert skrýtið þó að ýmis atriði séu umdeilanleg varðandi fiskveiðistjórnunina og ráðgjöfina, það hefur alltaf verið þannig og verður alltaf þannig.

En það er óumdeilt að fiskveiðistjórnunarkerfið okkar hefur verið að flestu leyti mjög gott. Það er vel þekkt að íslenskur sjávarútvegur skarar fram úr á mörgum sviðum og við erum með sjálfbæra nýtingu fiskistofna, við erum með (efnahagslega) sjálfbæran útveg sem ekki þarf ríkisstuðning, hann skapar alveg gríðarlega mörg afleidd störf og svo framvegis.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í 200 mílum, sérblaði um sjávarútveg sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »