Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp

Herjólfur ohf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu í dag.
Herjólfur ohf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu í dag. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Tilkynnt var á starfsmannafundi hjá Herjólfi ohf. síðdegis í dag að öllum starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, staðfestir þetta í samtali við 200 mílur.

Hann segir að stéttarfélaginu hafi ekki verið tilkynnt áform félagsins og félagsmenn hafi sjálfir látið vita í kjölfar fundarins í dag. Bergur kveðst fátt vita um tildrögin en gerir ráð fyrir að uppsagnirnar tengist óvissu í rekstri.

Fram kemur í fréttatilkynningu sem Herjólfur ohf. sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að „áætluð áhrif vegna kórónaveirunnar eru veruleg og ekki liggur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn. [...] Vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins er í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verður hraðað eins og kostur er.“

Eyjafréttir sögðu fyrst frá málinu og segir í umfjöllun þess að gert sé ráð fyrir að allir starfsmenn starfi uppsagnarfrest sinn, eða þrjá mánuði. Herjólfur mun því hafa óskerta þjónustu til 1. desember.

Ekki hefur tekist að ná sambandi við Guðbjart Ellert Jónsson, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært 16:10 Herjólfur ohf. sendi frá sér fréttatilkynningu um uppsagnirnar og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.

Tilkynning Herjólfs ohf. í heild:

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hóf þann 20. ágúst s.l. ferli að hópuppsögnum allra starfsmanna félagsins í samræmi við lög um hópuppsagnir nr. 63/2000 án þess að endanleg niðurstaða hafi legið fyrir. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá sársaukafullu ákvörðun að segja upp öllum starfsmönnum. Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu.

Áætluð áhrif vegna kórónaveirunnar eru veruleg og ekki liggur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.

Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja.

Vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins er í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verður hraðað eins og kostur er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.666 kg
Ýsa 4.511 kg
Steinbítur 1.143 kg
Hlýri 34 kg
Langa 30 kg
Karfi 25 kg
Samtals 13.409 kg
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.634 kg
Þorskur 3.071 kg
Steinbítur 1.744 kg
Samtals 11.449 kg
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 712 kg
Langa 123 kg
Ýsa 90 kg
Þorskur 47 kg
Hlýri 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 984 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.666 kg
Ýsa 4.511 kg
Steinbítur 1.143 kg
Hlýri 34 kg
Langa 30 kg
Karfi 25 kg
Samtals 13.409 kg
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.634 kg
Þorskur 3.071 kg
Steinbítur 1.744 kg
Samtals 11.449 kg
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 712 kg
Langa 123 kg
Ýsa 90 kg
Þorskur 47 kg
Hlýri 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 984 kg

Skoða allar landanir »