Samherji kærir ellefu til siðanefndar RÚV

Samherji hefur ákveðið að kæra ellefu starfsmenn RÚV fyrir brot …
Samherji hefur ákveðið að kæra ellefu starfsmenn RÚV fyrir brot á siðareglum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Lögmaður Samherja hefur lagt fram kæru fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins á hendur ellefu nafngreindum frétta- og dagskrárgerðarmönnum vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu á vef Samherja sem birt var í dag.

Þar segir að öll þau tilvik sem koma fram í kærunni varði starfsmenn sem sinna umfjöllun um fréttir, fréttatengd efni og dagskrárgerð og er því haldið fram að allir hafi tekið afstöðu til mála er tengjast Samherja og eru sérstaklega nefnd Seðlabankamálið og starfsemi Samherja í Namibíu, auk annarra mála svo sem eignarhalds fyrirtækja í sjávarútvegi og eignarhalds á hlutabréfum í Eimskip.

Er kæran sögð byggjast á ákvæði siðareglna Ríkisútvarpsins en þar segir: „Starfsfólk sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á m. á samfélagsmiðlum.“

Brot sögð ítrekuð

Þá segir í tilkynningu Samherja að ljóst sé að umræddir starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi gerst brotlegir við siðareglurnar. „Þá virðist sem um sé að ræða samantekin ráð þar sem margar þeirra færslna, sem fjallað er um í kærunni, voru birtar á samfélagsmiðlum því sem næst samtímis. Gerir það brotin enn alvarlegri,“ segir í tilkynningu Samherja og er tekið sérstaklega fram að áhersla sé á meint brot þeirra starfsmanna sem sagðir eru hafa ítrekað gerst brotlegir.

„Þarna er um margítrekuð brot að ræða hjá sumum þeirra einstaklinga sem eiga í hlut. Þá virðist hópur manna, sem starfa við fréttir og dagskrárgerð, hafa haft samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja. Af þessu er augljóst á Samherji á engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, í tilkynningunni.

Nöfn þeirra sem kærð eru til siðanefndar RÚV:

  1. Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður.
  2. Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður.
  3. Helgi Seljan, fréttamaður.
  4. Lára Ómarsdóttir, fréttamaður.
  5. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
  6. Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður.
  7. Snærós Sindradóttir, fréttamaður.
  8. Stígur Helgason, fréttamaður.
  9. Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður.
  10. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.
  11. Tryggvi Aðalbjörnsson, fréttamaður.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 544,99 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 373,92 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 544,99 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 373,92 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »