Ekki vandamál að bæta við verkefnum

Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir fyrirtækið orðið mjög …
Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir fyrirtækið orðið mjög þekkt í Rússlandi og er það meðal sterkustu markaða Naust Marine um þessar mundir. Hann hefði þó viljað vera með fleiri verkefni á Íslandi. Haraldur Jónasson/Hari

Naust Mar­ine hef­ur tekið að sér stærsta verk­efni í sögu fyr­ir­tæk­is­ins vegna eins tog­ara og mun sjá um nán­ast all­an dekk­búnað í rúss­neska verk­smiðju­tog­ar­an­um Len­in fyr­ir rúss­neska út­gerð. Samn­ing­ur vegna verk­efn­is­ins hljóðar upp á 800 millj­ón­ir króna. 

„Þetta er í fyrsta sinn sem við erum að selja stærri pakka, en við erum þekkt fyr­ir að fram­leiða vind­urn­ar og stjórn­kerfið með þeim. Við fram­leiðum allt stál á Spáni og vind­urn­ar, en raf­magnið og stjórn­búnaður er hannaður og smíðaður í Hafnar­f­irði,“ svar­ar Bjarni Þór Gunn­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Naust Mar­ine, er hann er spurður um samn­ing sem fyr­ir­tækið gerði ný­verið við RK Len­ina í Rússlandi.

Verksmiðjutogarinn Lenin.
Verk­smiðju­tog­ar­inn Len­in. Teikn­ing/​Wärtsila

Hann seg­ir mikið fram­fara­skref fyr­ir fyr­ir­tækið að vera komið á þann stað að gera samn­inga um all­an dekk­búnað um borð í tog­ara, ekki síst tog­ara af þess­ari stærðargráðu. „Þetta er lang­stærsta verk­efni á ein­um tog­ara sem við höf­um fengið. Þetta er um 800 millj­óna króna samn­ing­ur bara þetta eina skip, enda stærsti tog­ari sem hef­ur verið smíðaður í lang­an tíma. Hann er 121 metra lang­ur og 21 metra breiður og við erum með all­ar vind­ur um borð í skip­inu ásamt krön­um, ís­gálg­um, skut- rennu­hlið og blokk­um, auk ATW-tog­vind­u­stjórn­kerf­is.

Þá koma tvö önn­ur ís­lensk fyr­ir­tæki einnig að tog­ar­an­um, Frost og Skag­inn 3X, en Len­in er hannaður af finnska fyr­ir­tæk­inu Wärtsila.

Tíu tog­ar­ar fyr­ir Nor­e­bo

Verk­smiðju­tog­ar­inn Len­in er hins veg­ar langt frá því að vera fyrsta stóra verk­efni Naust Mar­ine í Rússlandi. Árið 2017 gerði ís­lenska fyr­ir­tækið Nautic samn­inga við rúss­nesku út­gerðina Nor­e­bo um hönn­un sex verk­smiðju­tog­ara sem eru 81,6 metr­ar að lengd og 16 metra breiðir, en 43 vind­ur frá Naust Mar­ine og tog­vind­u­stjórn­kerfi mun vera í hverj­um tog­ara Nor­e­bo auk búnaðar frá Frost.

Bjarni Þór seg­ir stefna í að Naust Mar­ine taki að sér búnað í fjóra Nor­e­bo-tog­ara til viðbót­ar. „Það er búið að samþykkja til­boðið, búið að upp­færa samn­ing­ana og er núna beðið eft­ir að þeir komi und­ir­ritaðir inn í hús. Þetta eru sem sagt í heild tíu tog­ar­ar.

Við erum mikið í Aust­ur-Rússlandi með mörg verk­efni í göml­um skip­um. Enda hef­ur ekk­ert verið mikið um ný­smíði und­an­far­in tutt­ugu ár. Þetta er al­gjör sprengja hjá okk­ur í ný­smíðum, við erum að koma að ell­efu ný­smíðaverk­efn­um sem eru fleiri ný­smíðar en við höf­um komið að sam­an­lagt frá '93.“

Hægt að bæta við verk­efn­um

Spurður hvort fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins sé að nálg­ast þol­mörk vegna fjölda verk­efna seg­ir Bjarni Þór svo ekki vera. „Þetta verður af­greitt í lok næsta árs, 2021, í Len­in. Við erum með mjög stórt verk­efni fyr­ir Nor­e­bo, en þar erum við með samn­ing upp á sex tog­ara og erum bún­ir að skila tveim­ur, erum að skríða í þriðja tog­ar­ann.“

Hann seg­ir ávallt hægt að bæta verk­efn­um við þar sem und­ir­verk­tak­ar á Spáni og hér á landi eru til taks þegar þarf að mæta helstu álag­stopp­un­um. „Þetta er ekki vanda­mál og er nú skárra ástand í dag að fá mann­skap en var fyr­ir bara einu til tveim­ur árum. Met­um bara hverju sinni hvort við bæt­um við okk­ur hér eða á Spáni.“

Stýribúnaðurinn er framleiddur í Hafnarfirði.
Stýri­búnaður­inn er fram­leidd­ur í Hafnar­f­irði. Ljós­mynd/​Naust Mar­ine

Naust Mar­ine hef­ur sótt á alla markaði en Rúss­land hef­ur ásamt Banda­ríkj­un­um verið helstu markaðir fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir Bjarni Þór. Hann bæt­ir við að hann hefði viljað vera meira í verk­efn­um á Íslandi, en þeim hafi fækkað í kjöl­far mik­ils end­ur­nýj­un­ar­fasa ís­lenska skipa­flot­ans þar sem var fjöldi ný­smíða. „Við höf­um meðal ann­ars komið að tog­ur­un­um hjá Brimi (Ak­ur­ey, Viðey, Eng­ey) auk Breka hjá Vinnslu­stöðinni og Páls Páls­son­ar hjá Hraðfrysti­hús­inu Gunn­vöru.“

Bjarni Þór seg­ir reynsl­una af rúss­neska markaðnum góða, en viður­kenn­ir að ein­hverj­ir hnökr­ar hafi verið í kring­um ný­smíðina. „Þess­ir rúss­nesku tog­ar­ar eru smíðaðir í Rússlandi og skipa­smíðastöðvar þeirra hafa aðallega verið í smíðum á her­skip­um. Þetta er nýtt fyr­ir þeim en þeim fer fram.“

Akurey er eitt þeirra nýju íslenskra skipa með búnað frá …
Ak­ur­ey er eitt þeirra nýju ís­lenskra skipa með búnað frá Naust Mar­ine. Ljós­mynd/​Brim

Far­ald­ur veld­ur töf­um

Spurður hvort það sé erfitt að kom­ast inn á rúss­neska markaðinn svar­ar hann: „Já, það er nátt­úr­lega erfitt að kom­ast á alla markaði, en við erum orðin frek­ar þekkt nafn þar. Við byrjuðum á að selja ein­göngu stjórn­búnaðinn í eldri skip og þannig byrjaði nafnið Naust Mar­ine að verða þekkt í Rússlandi. Síðan hef­ur það bara auk­ist og mun aukast enn meira með þess­um nýju verk­efn­um. Rúss­ar eru mjög trygg­ir, ef þeir eru ánægðir eru þeir lang­flest­ir ekk­ert að leita annað.“

Eins og með all­ar at­vinnu­grein­ar hef­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn haft áhrif á starf­sem­ina og veld­ur far­ald­ur­inn töf­um. „Það er allt að seinka vegna þess að menn kom­ast ekki milli landa til að klára samn­inga og okk­ar þjón­ustu­fólk get­ur ekki mætt á staðinn til að starta kerf­un­um, en von­andi breyt­ist það. Brex­it hef­ur líka áhrif, út af því að það eru ekki komn­ir samn­ing­ar milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Bret­lands um fisk­veiðar. Lent­um í því að vera búin að skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu og það átti allt að fara að byrja, en þá var það stoppað og frestað til ára­móta út af þess­um samn­ing­um.“

Hann seg­ir um­fang taf­anna koma bet­ur í ljós þegar fram líða stund­ir og út­skýr­ir að erfitt geti verið að kom­ast inn á skipa­smíðastöðvar í Rússlandi þar sem þær hafa al­mennt verið nýtt­ar til að smíða her­skip og eru því í gildi strang­ari aðgangs­regl­ur en við hefðbundn­ar stöðvar. „En það á aug­ljós­lega eft­ir að breyt­ast. Þetta er þróun sem er haf­in.“

Viðtalið við Bjarna Þór var fyrst birt í blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­un­blaðinu 29. ág­úst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,12 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,12 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »