Hafa fjárfest í tækjum fyrir um milljarð króna

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir að undanfarið hafi eftirspurn …
Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir að undanfarið hafi eftirspurn vaxið og leitað aftur í eðlilegt horf í kjölfar hremminga kórónuveirufaraldursins.

Sú áskor­un sem ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur stend­ur frammi fyr­ir í dag er ann­ars eðlis en í fjár­málakrepp­unni fyr­ir rösk­um ára­tug.

Auk­in tækni­væðing og styrk­ing fé­lags­ins í veiðum og vinnslu á bol­fiski hef­ur hjálpað Loðnu­vinnsl­unni á Fá­skrúðsfirði að tak­ast á við áskor­an­ir und­an­far­inna miss­era. Tækn­in hef­ur gert starf­sem­ina skil­virk­ari og bol­fisk­ur­inn rennt fleiri stoðum und­ir rekst­ur­inn og gert hann sveigj­an­legri.

Þetta seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar. „Með tækni­væðingu síðustu þriggja ára höf­um við náð að auka af­kasta­getu bol­fisk­vinnsl­unn­ar um 100% með óbreytt­um fjölda starfs­manna og sam­hliða því styrkt okk­ur í þorskkvóta. Mak­ríll­inn held­ur þó áfram að vera mik­il­væg­ur fyr­ir okk­ur, sem og kol­munni og loðna,“ út­skýr­ir hann.

Síðasta almanaks­ár var það besta í sögu fé­lags­ins og nam LVF þá um tveim­ur millj­örðum króna. „Það ár gekk hér um bil allt upp. Brest­ur varð í loðnu­veiðum en við átt­um birgðir af loðnu­hrogn­um frá ár­inu á und­an og vor­um þeir einu í heim­in­um sem gátu þjónað markaðinum. Aldrei hef­ur fallið úr dag­ur hjá okk­ur því bol­fisk­ur­inn hef­ur fyllt upp í skarðið þegar upp­sjáv­ar­teg­und­irn­ar skort­ir,“ seg­ir Friðrik og und­ir­strik­ar að það virðist ekki annað ganga í dag en að bæði nýta mögu­leika tækn­inn­ar eins og frek­ast er unnt og hafa starf­sem­ina fjöl­breytta svo að sveifl­ur inn­an teg­unda og breyti­leg­ar aðstæður á er­lend­um mörkuðum séu auðveld­ari viðfangs.

„Þetta viðhorf stang­ast á við það sem markaðssér­fræðing­ar vilja stund­um halda fram; að fyr­ir­tæki eigi að sér­hæfa sig sem mest og ná sem best­um ár­angri á af­mörkuðu sviði, en í sjáv­ar­út­vegi þurfa fyr­ir­tæki þvert á móti að vera í sem flestu til að geta mætt sveifl­un­um,“ seg­ir hann. „Niður­skurður og kjarn­a­starf­semi eru voðal­ega flott orð og eiga kannski við í rekstri banka, en ekki í okk­ar grein.“

Til að lifa af þarf að nota nýj­ustu tækni

Loðnu­vinnsl­an rek­ur í dag fiski­mjöls­verk­smiðju, síld­ar­sölt­un, upp­sjáv­ar­frysti­hús og bol­fisk­frysti­hús og ger­ir út þrjú skip: flottrolls- og nóta­veiðiskipið Hof­fell SU 80, tog­ar­ann Ljósa­fell SU 70 og línu­bát­inn Sand­fell SU 75 en að auki á út­gerðin tæp­an helm­ings­hlut í króka­veiðibátn­um Hafra­felli SU 65. Fé­lagið er það eina á Íslandi sem fram­leiðir saltaða síld. Mælt í magni er kol­munni fyr­ir­ferðarmesta teg­und­in í starf­sem­inni og hef­ur LVF á und­an­förn­um árum að jafnaði tekið á móti 30 til 50.000 tonn­um af kol­munna til bræðslu ár hvert.

Sam­an­lagt hef­ur LVF fjár­fest í nýj­um vinnslu­tækj­um fyr­ir um það bil millj­arð króna á und­an­förn­um þrem­ur árum. Eignaðist fyr­ir­tækið m.a. full­kom­inn sjálf­virk­an pökk­un­ar­búnað og tvær vatns­skurðar­vél­ar frá Völku. Í haust bætt­ust síðan við nýj­ar flæðilín­ur.

Ljósafell SU 70.
Ljósa­fell SU 70.

Friðrik seg­ir að með bættri tækni sé ekki aðeins verið að auka af­köst held­ur einnig auka gæði og nýt­ingu. Full­kom­inn vinnslu­búnaður­inn mynd­grein­ir hvert flak og sker af ná­kvæmni til að búa til bita af þeirri stærð og gerð sem kaup­and­inn ósk­ar eft­ir þannig að sem minnst fari til spill­is. „Markaður­inn er með alls kon­ar ósk­ir um þykkt, lengd, breidd og þyngd fisk­bit­anna og hægt að full­nægja öll­um þess­um þörf­um á ein­fald­an hátt með nýju vél­un­um.“

Seg­ir Friðrik ekki hægt að segja til um hversu fljótt fjár­fest­ing­in borg­ar sig. „En í okk­ar geira er ekki hægt að lifa af öðru­vísi en að nýta sér nýj­ustu tækni á hverj­um tíma.“

Markaður­inn að leita aft­ur í eðli­legt horf

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn setti strik í reikn­ing­inn í dag­legri starf­semi LVF og þurfti strax í mars að skipta starfs­fólki í aðskild­ar vakt­ir. „Þetta voru mjög erfiðir tím­ar fyr­ir okk­ur öll, og gott þegar ástandið varð aft­ur eðli­legt í júní,“ seg­ir Friðrik.

Á sama tíma urðu svipt­ing­ar á mörkuðum og nefn­ir Friðrik að þegar verst lét hafi orðið 90% sam­drátt­ur í sölu á fersk­um hnökk­um og verð lækkað um 15%. Skýrist það af því að víðast hvar þurftu veit­ingastaðir að skella í lás og stór­markaðir lokuðu fisk­borðum sín­um til að lág­marka snert­ingu við hrá­efnið og sam­gang á milli starfs­fólks og viðskipta­vina. Hjá LVF varð úr að skipta tíma­bundið yfir í fram­leiðslu á laus­fryst­um bit­um enda gaf sá markaður mun minna eft­ir. Varði sú breyt­ing í fjór­ar vik­ur og byrjaði þá fersk­fisk­markaður­inn að taka við sér á ný.

Jafnt og þétt eru kaup­end­ur að bragg­ast og seg­ir Friðrik að und­an­farið hafi eft­ir­spurn vaxið og leitað aft­ur í eðli­legt horf. „Á því eru þó ákveðnar und­an­tekn­ing­ar, eins og t.d. á markaði fyr­ir bæði sprautu­saltaðan fisk og salt­fisk. Þar er allt stopp. Sjó­frysti fisk­ur­inn var líka lengi að taka við sér en er nú að mestu kom­inn til baka.“

„Við klár­um okk­ur“

Sú áskor­un sem ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur stend­ur frammi fyr­ir í dag er ann­ars eðlis en í fjár­málakrepp­unni fyr­ir rösk­um ára­tug. Hag­kerfi helstu viðskiptaþjóða hafa orðið fyr­ir skakka­föll­um og þykir ljóst að efna­hags­sam­drátt­ur og mikið at­vinnu­leysi muni ekki ganga að fullu til baka á allra næstu miss­er­um. „Mikið at­vinnu­leysi þýðir að kaup­mátt­ur neyt­enda fer minnk­andi og til lengri tíma verðum við aldrei sterk­ari en viðskipta­vin­ir okk­ar,“ seg­ir Friðrik og minn­ir á að í fjár­málakrepp­unni hafi krón­an gefið meira eft­ir svo að dæmið horfði allt öðru­vísi við ís­lensk­um út­flutn­ings­grein­um þá en í dag.

En Friðrik er ekki á þeirri skoðun að stjórn­völd þurfi að hlaupa und­ir bagga með sjáv­ar­út­veg­in­um eða létta byrðum af grein­inni. „Þjóðarbúið hvíl­ir á þrem­ur meg­in­stoðum: ferðaþjón­ust­unni, ál­ver­un­um og sjáv­ar­út­veg­in­um. Í dag eru álfram­leiðend­ur í mikl­um vanda enda ál­verð lágt, og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in í ómögu­legri stöðu. Aðstæðurn­ar eru krefj­andi fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn en við klár­um okk­ur og ráðum við þessa tíma­bundnu erfiðleika. Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa enda sýnt það margsinn­is í gegn­um árin að þau eru ótrú­lega fljót að laga sig að breytt­um aðstæðum.“

Hins veg­ar væri það ánægju­legt ef tæk­ist að semja við rúss­nesk stjórn­völd um að aflétta inn­flutn­ings­banni á sjáv­ar­af­urðum sem nú hef­ur varað í fimm ár. Eins og les­end­ur muna spruttu upp deil­ur á milli Evr­ópu og Rúss­lands í kjöl­far inn­rás­ar Rússa inn á Krímskaga og leiddi m.a. til þess að ráðamenn í Kreml lokuðu á inn­flutn­ing á evr­ópsku sjáv­ar­fangi. Kom ákvörðun Rússa sér­stak­lega illa við ís­lenska viðskipta­hags­muni en olli öðrum Evr­ópuþjóðum hlut­falls­lega minna tjóni. „Rúss­ar halda áfram að selja Evr­ópu eldsneyti og Þjóðverj­ar halda áfram að selja Rúss­um bif­reiðar, en ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki misstu marga af sín­um mik­il­væg­ustu viðskipta­vin­um.“

Viðtalið við Friðrik Mar var fyrst birt í 2300 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­vegs­mál, 29. ág­úst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »