Hálfrar aldar athafnasaga við Tálknafjörð

Haug I tók þátt í hvalveiðunum og kom með dýrin …
Haug I tók þátt í hvalveiðunum og kom með dýrin til hvalveiðistöðvarinnar á Suðureyri og var talsverð starfsemi á staðnum en hvalveiðarnar lögðust af við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Úr myndasafni Péturs A. Ólafssonar

Pét­ur Bjarna­son gef­ur út bók um sögu Suður­eyr­ar við Tálkna­fjörð. Á býl­inu voru starf­rækt­ar hval­veiðistöðvar og sel­veiðistöð.

„Ég var í sagn­fræðinámi við Há­skóla Íslands. Hug­ur­inn leitaði til æsku­stöðvanna á Tálknafirði þegar ég var að leita að efni fyr­ir rit­gerð í ein­hverj­um áfang­an­um,“ seg­ir Pét­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi fræðslu­stjóri Vest­fjarða, um til­drög þess að hann fór að kynna sér at­hafna­sögu Suður­eyr­ar við Tálkna­fjörð. Hann ólst upp á Sveins­eyri, norðan Tálkna­fjarðar, og þaðan blasa rúst­ir hval­veiðistöðvar­inn­ar á Suður­eyri við aug­um.

Pétur Bjarnason.
Pét­ur Bjarna­son.

Við vinnu sína við rit­gerðina komst Pét­ur í sam­band við Bolla A. Ólafs­son, barna­barn og upp­eld­is­son Pét­urs A. Ólafs­son­ar, konsúls á Pat­reks­firði, sem gerði út skip til sel­veiða í Græn­lands­ísn­um og starf­rækti hval­veiðistöðina á Suður­eyri. Hjá Bolla fékk hann aðgang að ýms­um skjöl­um úr dán­ar­búi afa hans.

Pét­ur skilaði rit­gerð sinni og birti síðar í Árs­riti Sögu­fé­lags Ísfirðinga. Nú hef­ur Pét­ur gert efn­inu ít­ar­legri skil og gefið út á bók.

Saga sel­veiða Íslend­inga

Norðmenn byggðu hval­veiðistöð á Suður­eyri og starf­ræktu á ár­un­um 1893 til 1911. Pét­ur A. Ólafs­son hóf aft­ur rekst­ur hval­stöðvar á ár­inu 1935 og rak hana í fimm ár. Áður hafði hann gert þaðan út sel­veiðiskipið Kóp til veiða í Græn­lands­ísn­um. Pét­ur ger­ir sel­veiðisög­unni skil og öðrum sel­veiðitilraun­um Íslend­inga enda seg­ir hann að það hafi ekki verið gert áður með heil­leg­um hætti.

Í bók­inni er ágrip af sögu þétt­býl­is­ins á Tálknafirði og býl­is­ins Suður­eyr­ar sem í nokkra ára­tugi varð vett­vang­ur mik­ill­ar at­hafna­semi.

Þótt tímans tönn hafi unnið á mannvirkjum gömlu hvalstöðvarinnar á …
Þótt tím­ans tönn hafi unnið á mann­virkj­um gömlu hval­stöðvar­inn­ar á Suður­eyri við Tálkna­fjörð má þar enn sjá stór­brotn­ar minj­ar um forna at­vinnu­hætti. mbl.is­Helgi Bjarna­son

Hval­veiðarn­ar lögðust af í upp­hafi seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar því markaðir fyr­ir afurðirn­ar lokuðust og hval­bát­arn­ir komust ekki frá Nor­egi. Þá hef­ur Pét­ur heim­ild­ir fyr­ir því að óein­ing hafi verið kom­in í hlut­hafa­hóp­inn sem endaði með því að Pét­ur sagði sig úr stjórn. Suður­eyri lagðist síðan í eyði upp úr 1960.

Slæm­ur veg­ur er út hlíðina við sunn­an­verðan Tálkna­fjörð. Þangað leggja þó marg­ir ferðamenn leið sína til að skoða rúst­ir stöðvar­inn­ar. Þar er hlaðinn skor­steinn mest áber­andi, byggður af Norðmönn­um við upp­haf hval­veiða. Einnig sjást múr­steins­hleðslur annarra mann­virkja. Þá eru á Suður­eyri sum­ar­bú­staðir af­kom­enda síðustu ábú­enda jarðar­inn­ar.

Þorpið norðan fjarðar

Vegna hval­veiðistöðvar­inn­ar og út­gerðar frá Suður­eyri var meiri at­hafna­semi og at­vinna vest­an Tálkna­fjarðar en norðan yfir sum­ar­tím­ann. Því má velta því fyr­ir sér hvers vegna þétt­býlið byggðist upp norðan fjarðar­ins. „Þetta var talið erfitt svæði, lít­il og hömr­um gyrt eyri. Til þess að kom­ast þangað þurfti að fara um grýtta hlíð og veg­ur var ekki lagður þar um fyrr en eft­ir miðja síðustu öld,“ seg­ir Pét­ur. Þegar frysti­hús var byggt árið 1946 var því val­inn staður í Tunguþorpi og byggðist þorpið í kring­um það. Tel­ur Pét­ur að það hafi haft áhrif að byggðin inn­an til í firðinum var fjöl­menn­ari og því auðveld­ara að manna vinnslu þar. Þar hafi og verið komið kaup­fé­lag, skóli, sam­komu­hús og sund­laug. Síðast en ekki síst sé líf­höfn í öll­um veðrum í Hóp­inu.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »