„Það eina sem við getum sagt í þessu er að við höfum fengið erindi frá Umhverfisstofnun vegna málsins,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, í samtali við mbl.is. Vísar hann þar til umfjöllunar fréttaskýringarþáttsins Kveiks um Eimskip, sem sýnd var á Ríkisútvarpinu í gær.
Í þættinum kemur fram að fyrirtækið hefði losað skipin Laxfoss og Goðafoss í gegnum fyrirtækið GMS, sem er stórt alþjóðafyrirtæki sem sérhæfir sig í því að vera milliliður. Þannig kaupir GMS skip og selur áfram til niðurrifs í Asíu. Umrædd skip voru endurunnin á Indlandi. Er þetta talið vera mögulegt brot á Basel samningnum.
Spurður hvar málið sé statt hjá embætti Héraðssaksóknara segir Ólafur að unnið sé samkvæmt hefðbundnu verklagi. „Málið er í hefðbundnum farvegi hjá okkur,“ segir Ólafur sem kveðst ekki vilja tjá sig frekar um málið.
Að því er fram kom í þætti Kveiks í gær geta brot Eimskips varðað háum fjársektum eða allt að fjögurra ára fangelsi. Að því er fram hefur komið í samtölum mbl.is við málsmetandi aðila er líklegt að fjársektum verði beitt finnist forsvarsmenn Eimskips sekir. Erfitt er þó að fullyrða um slíkt á þessu stigi málsins.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 90 kg |
Ýsa | 83 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Langa | 56 kg |
Hlýri | 48 kg |
Keila | 40 kg |
Karfi | 23 kg |
Samtals | 397 kg |