Hugmyndaríkir nemendur

Hópur áhugasamra nemenda fylgist með kennslu Bertu Daníelsdóttur, framkvæmdastjóra Sjávarklasans, …
Hópur áhugasamra nemenda fylgist með kennslu Bertu Daníelsdóttur, framkvæmdastjóra Sjávarklasans, í fyrradag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margfaldur áhugi var á námi við Sjávarakademíuna, sem er samstarfsverkefni Fisktækniskólans og Sjávarklasans. Alls bárust 92 umsóknir í þau 15 pláss sem í boði voru á haustönninni og er verið að leita leiða til að taka fleiri nemendur inn á haustönn. Vonir standa til að aukið fjármagn fáist til þess og til að halda kennslunni áfram þar sem mikil ásókn er. Þegar eru komnar óskir um þátttöku í janúar, að sögn Söru Bjarkar Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra Sjávarakademíunnar.

Kennsla fer fram á virkum dögum í tólf vikur frá klukkan 9-15 í kennslustofu í húsnæði Sjávarklasans á Grandagarði og lýkur með útskrift 18. desember. Kennarar úr Fisktækniskólanum annast kennsluna, auk frumkvöðla og fjárfesta sem tengjast Sjávarklasanum. Þá er einnig lögð áhersla á að nemendur fari í kynnisferðir í haftengd fyrirtæki á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu og tengi verkefni sín sem mest fyrirtækjunum beint.

Sara Björk segir að námið gefi 30 einingar í framhaldsskóla eða sem samsvarar einni önn. Um 80% nemenda eru á aldrinum 18-21 árs og eru einnig við nám í framhaldsskólum. Um 20% hafa lokið háskólagráðu en vilja bæta við sig þekkingu á sviði bláa hagkerfisins. Hún segir ánægjulegt að nemendur komi alls staðar að af landinu, en flestir séu þó frá Suðurnesjum og Vesturlandi.

Fjölbreyttar áherslur í náminu

Spurð um áherslur í náminu segir Sara Björk að þær séu mjög fjölbreyttar. „Það er fjallað um veiði- og vinnsluaðferðir, mikið um fullnýtingu afla, vöruþróun og hvað hægt er að gera meira úr vörum sem eru til nú þegar. Það er ánægjulegt hvað nemendur eru hugmyndaríkir, hafa mikinn áhuga og eru tilbúnir að gera eitthvað nýtt,“ segir Sara Björk. Þá kynnast nemendur því hvernig þeir koma hugmynd í framkvæmd, læra að stofna fyrirtæki, kynnast fjölmörgum tækifærum til að nýta betur sjávarauðlindir, læra um sjálfbærni og umhverfismál.

Í fréttatilkynningu frá Sjávarakademíunni segir að mikinn áhuga fyrir náminu megi rekja til vakningar á meðal ungs fólks um tækifærin í bláa hagkerfinu, umhverfismálum og sjálfbærni.

„Með þessu samstarfi við Sjávarklasann um Sjávarakademíuna erum við greinilega að ná betur til ungs fólks,“ var haft eftir Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skólastjóra Fisktækniskólans, í tilkynningunni. „Við erum líka á réttum tíma þar sem aldrei í sögunni hefur jafn mikið verið rætt um fæðuöryggi hérlendis eins og undanfarna mánuði og tækifærin í þeim efnum í hafinu við Ísland eru mikil. Haustnámið er stutt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »