Tugir með skoðun á aflamarki

Tugir athugasemda og umsagna bárust vegna áforma stjórnvalda um að taka upp aflamark við stjórnun grásleppuveiða, en drög að frumvarpi um breytinguna hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Skiptir mjög í tvö horn í afstöðu umsagnaraðila og er áformunum ýmist fagnað eða harðlega mótmælt. Nú er veiðunum m.a. stjórnað með útgáfu sérstakra leyfa og dagafjölda, en veiðum á flestum öðrum tegundum er stjórnað með aflamarki.

Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að sett verði bráðabirgðaákvæði þar sem lagt er til að veiðireynsla verði metin út frá þremur bestu veiðitímabilum í sex ár, frá og með árinu 2013 til og með árinu 2018. Þá er lagt til að aflahlutdeild skuli úthlutað á grundvelli veiðireynslu leyfisins sem skráð er á skipið en ekki á grundvelli veiðireynslu skips.

Óttast samþjöppun

Svo gluggað sé í umsagnir þá lýsir Halldór Rúnar Stefánsson á Þórshöfn sig andvígan breytingunni, sem hann segir minnka möguleika ungra manna til athafna. Í sumögn sinni segir Halldór meðal annars:

„Um langa hríð hefur núverandi fyrirkomulag verið við lýði og hefur, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, gagnast byggðum landsins og fjölda smábátasjómanna. Einnig má færa gild rök fyrir því að núverandi kerfi hafi viðhaldið grásleppustofninum með þeim sveigjanleika sem er í dagakerfinu. Það er fullvissa undirritaðs að ef breyting sú sem áformuð er gengur eftir þá mun á skömmum tíma verða mikil samþjöppun í þessum veiðum. Rétt eins og hefur orðið í öðrum kvótasettum tegundum.“

Hagkvæmara og ábyrgara

Einar E. Sigurðsson á Raufarhöfn er á öndverðum meiði í umsögn sinni: „Með því að setja grásleppu í aflamark er hægt að stunda veiðarnar á mun hagkvæmari og ábyrgari hátt en nú er. Það fyrirkomulag sem hefur verið gengur ekki lengur upp. Menn hafa haft áhyggjur af samþjöppun með kvótasetningu, ég blæs á þær áhyggjur, alveg eins má kalla það samþjöppun í núverandi kerfi þar sem hægt er að eiga eins mörg leyfi og hægt er, og uppi er krafa um sameiningu leyfa. Þegar menn vita hvaða afla má veiða hjá hverri útgerð þá býrðu til mestu verðmætin.“ aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »