Loðnubrestur kann að verða þriðja árið í röð

Loðna á færibandi hjá vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Fátt bendir til …
Loðna á færibandi hjá vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Fátt bendir til þess að veiðar hefjist á ný í ár, en það er þriðja árið í röð sem engar veiðar eru. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verða á vertíðinni 2020/2021, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Stofnunin viðurkennir hins vegar að það stofninn kunni að vera vanmetinn þar sem veður truflaði rannsóknaleiðangur hennar.

Ráðleggingin er sögð byggja á gildandi aflareglu, en þetta mun vera þriðja vertíðin sem loðnuveiðar eru ekki ráðlagðar.

Fram kemur að bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram dagana 7. september til 5. október og náði rannsóknarsvæðið náði frá landgrunninu við Austur Grænland frá um 73°20’N og suðvestur með landgrunnskanti Grænlands suður fyrir 64°N, um Grænlandssund, Íslandshaf, hafsvæðis vestan Jan Mayen og Norðurmið.

Vanmat á stofnstærð?

Þá segir í tilkynningunni að „niðurstöður leiðangursins byggja á umfangsmikilli yfirferð en tafir vegna veðurs ollu minni yfirferð á jaðarsvæðum. Hafís á norðanverðu rannsóknarsvæðinu hindraði að hluta áætlaða yfirferð þar, en í sumum tilfellum var loðnu að finna í námunda við hafísinn. Því gæti verið um að ræða vanmat á magni kynþroska stofnhlutans, en ekki er unnt að meta umfang þess.“

Útbreiðsla loðnu í september - október 2020.
Útbreiðsla loðnu í september - október 2020. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Loðna fannst víða á rannsóknarsvæðinu og var ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2021/2022, vestast og sunnantil á svæðinu en eldri loðna var mest áberandi, segir í tilkynningunni.

Þá mældist heildarmagn loðnu rúmlega milljón tonn, þar af var metin stærð veiðistofns vertíðarinnar 2020/2021 um 344 þúsund tonn. „Mikið var hinsvegar af ungloðnu og mældust um 146 milljarðar eða 734 þúsund tonn af ókynþroska loðnu en samkvæmt aflareglu þarf yfir 50 milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fiskveiðiársins 2021/2022,“ segir í tilkynningunni.

Bendir Hafrannsóknastofnun á að gildandi aflaregla geri ráð fyrir að skilin séu eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2021 með 95% líkum og að tekið sé tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. „Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021 þar sem framreikningar á stærð hrygningarstofnsins við hrygningu ná ekki þessum mörkum.“

Leiðangurslínur rs. Árna Friðrikssonar (blátt) og EROS (grænt) í september …
Leiðangurslínur rs. Árna Friðrikssonar (blátt) og EROS (grænt) í september - október 2020. Mynd/Hafrannsóknastofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »