Raunir skipverja mega ekki endurtaka sig

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS. Eggert Jóhannesson

Mál frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar, þar sem hópsmit kom upp á meðal áhafnar, hefur skaðað samskipti útgerða og sjómanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdarstjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Í tilkynningunni kemur fram að ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við um borð á skipum ef ástæða sé til að ætla að smit sé á meðal áhafnar hafi verið gefnar út í vor.

Um borð í skipum sé mikil nánd á milli manna og veikindi geti því hæglega borist út, eins og sýndi sig í tilfelli Júlíusar Geirmundssonar.

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270.
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270. Ljósmynd/Guðmundur Kristjánsson

Af þeim sökum er sérstaklega mikilægt að skýrar leiðbeiningar séu fyrir hendi, en leiðbeiningarnar voru samdar sameiginlega af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og stéttarfélögum sjómanna, og í samstarfi við embætti landlæknis, og sendar á útgerðir, er haft eftir Heiðrúnu.

Í tilfelli Júlíusar Geirmundssonar var ekki farið eftir þessum leiðbeiningum, segir í tilkynningunni. Samkvæmt þeim hefði átt að hafa samband við Landhelgisgæsluna þegar veikinda varð vart. Þar með hafði málið verið komið í réttan farveg.

„Á þessum misbresti verða skipstjóri og útgerð skipsins að axla ábyrgð,“ segir í tilkynningunni.

Skaðað samskipti milli sjómanna og útgerðar

Heiðrún segir að mikilvægt sé að samskipti útgerða og sjómanna séu góð, sérstaklega þegar í hlut eiga frystiskip sem eru lengi á sjó, en þetta mál hafi skaðað þau samskipti.

SFS hyggst ræða málið við forystumenn stéttarfélaga sjómanna á næstu dögum. Mikilvægt sé að greina hvað fór úrskeiðis og læra af því.

„Raunir þessara skipverja á Júlíusi Geirmundssyni mega ekki endurtaka sig á íslenskum skipum,“ segir að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 559,16 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 666,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 350,65 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 323,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,76 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 218,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 5.389 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 5.809 kg
27.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.780 kg
Þorskur 127 kg
Hlýri 87 kg
Karfi 83 kg
Keila 21 kg
Samtals 3.098 kg
27.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.313 kg
Þorskur 1.183 kg
Samtals 2.496 kg
27.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 5.382 kg
Ýsa 1.400 kg
Langa 1.254 kg
Samtals 8.036 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 559,16 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 666,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 350,65 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 323,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,76 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 218,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 5.389 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 5.809 kg
27.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.780 kg
Þorskur 127 kg
Hlýri 87 kg
Karfi 83 kg
Keila 21 kg
Samtals 3.098 kg
27.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.313 kg
Þorskur 1.183 kg
Samtals 2.496 kg
27.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 5.382 kg
Ýsa 1.400 kg
Langa 1.254 kg
Samtals 8.036 kg

Skoða allar landanir »