Mál frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar, þar sem hópsmit kom upp á meðal áhafnar, hefur skaðað samskipti útgerða og sjómanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdarstjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Í tilkynningunni kemur fram að ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við um borð á skipum ef ástæða sé til að ætla að smit sé á meðal áhafnar hafi verið gefnar út í vor.
Um borð í skipum sé mikil nánd á milli manna og veikindi geti því hæglega borist út, eins og sýndi sig í tilfelli Júlíusar Geirmundssonar.
Af þeim sökum er sérstaklega mikilægt að skýrar leiðbeiningar séu fyrir hendi, en leiðbeiningarnar voru samdar sameiginlega af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og stéttarfélögum sjómanna, og í samstarfi við embætti landlæknis, og sendar á útgerðir, er haft eftir Heiðrúnu.
Í tilfelli Júlíusar Geirmundssonar var ekki farið eftir þessum leiðbeiningum, segir í tilkynningunni. Samkvæmt þeim hefði átt að hafa samband við Landhelgisgæsluna þegar veikinda varð vart. Þar með hafði málið verið komið í réttan farveg.
„Á þessum misbresti verða skipstjóri og útgerð skipsins að axla ábyrgð,“ segir í tilkynningunni.
Heiðrún segir að mikilvægt sé að samskipti útgerða og sjómanna séu góð, sérstaklega þegar í hlut eiga frystiskip sem eru lengi á sjó, en þetta mál hafi skaðað þau samskipti.
SFS hyggst ræða málið við forystumenn stéttarfélaga sjómanna á næstu dögum. Mikilvægt sé að greina hvað fór úrskeiðis og læra af því.
„Raunir þessara skipverja á Júlíusi Geirmundssyni mega ekki endurtaka sig á íslenskum skipum,“ segir að lokum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,33 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 16.627 kg |
Ufsi | 2.513 kg |
Þorskur | 2.203 kg |
Ýsa | 641 kg |
Samtals | 21.984 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,33 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 16.627 kg |
Ufsi | 2.513 kg |
Þorskur | 2.203 kg |
Ýsa | 641 kg |
Samtals | 21.984 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |