Segir að útgerðin muni axla ábyrgð

Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS, segir …
Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS, segir fyrirtækið hafa gert mistök. Ljósmynd/Kristján G. Jóhannsson

„Þetta eru bara mistök af okkar hálfu og við erum að biðjast velvirðingar á þeim, innilega. Það er enginn afsláttur af því. Okkur þykir þetta mjög miður; ömurlegt alveg.” Þetta sagði Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar (HG), í samtali við mbl.is.

HG sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna hópsmitsins um borð í Júlíusi Geirmundssyni, en í yfirlýsingunni kemur fram það hafi verið mistök að tilkynna ekki grun um kórónuveirusmit um borð í skipinu til Landhelgisgæslunnar og láta þeim yfirvöldum eftir að meta hvort rétt væri að sigla skipinu til hafnar.

Einar segir að svo hafi ekki verið gert fyrr en að kórónuveirusmit hafi verið staðfest með sýnatöku. Skipstjóri skipsins hafi í staðin haft samband við sjúkrahúsið á Ísafirði, líkt og hafi verið gert í tugi ára þegar upp koma veikindi um borð.

„Þetta voru mistök af hálfu útgerðarinnar að fara ekki eftir þessum verkferlum sem við höfðum sett okkur og gert í samstarfi við sjómannafélögin og SFS,” segir Einar. Hann segir að útgerðin muni draga af þessu lærdóm og endurskoða verkferla.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar.
Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Ekki verið að leita af blórabögglum

Í yfirlýsingu HG segir að fyrirtækið muni axla ábyrgð á þessum mistökum. Spurður um hvernig fyrirtækið muni axla ábyrgð segir Einar að þeir muni byrja á því að viðurkenna mistökin og draga lærdóm af þeim.

Ekki sé verið að leita að blórabögglum eða sökudólgum, heldur sé vinna í gangi innan fyrirtækisins að fara yfir atburðarásina, greina hvað skeði og finna út úr hvernig skal gera betur í framtíðinni. Einnig sé mikilvægt að byggja upp það traust sem glatast hefur vegna þessa máls.

Einar segir að ekki sé byrjað að ræða um hvort eitthvað verði gert til að bæta áhöfninni upp fyrir atvikið. „Fyrst og fremst þurfum við að greina það sem fór úrskeiðis og vinna úr því. Hugur okkar er hjá þeim sem veiktust og eru að glíma við veikindi. Það er það sem við erum að hugsa núna. Annað bíður seinni tíma.”

Í yfirlýsingu HG segir að það hafi ekki verið ætlun útgerðar eða skipstjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skipsins í hættu og að fyrirtækinu þyki það þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi stafsmanna. Nú sé verkefnið að styðja við þá sem veiktust um borð, en Einar segir að sá stuðningur sé að mestu á vegum covid-teymisins á Ísafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,36 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,36 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »