„Skattaumhverfið ekki hagfelldara en í Noregi“

Einar K. Guðfinnsson, sem starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja …
Einar K. Guðfinnsson, sem starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi SFS, segir rangt að halda því fram að skattaumhverfi fiskeldisins sé hagfelldara fyrir greinina hér á landi en í Noregi. mbl.is/Hari

Það er ekki rétt að skattaumhverfi fiskeldisins sé hagfelldara fyrir greinina hér á landi en í Noregi, segir Einar K. Guðfinnsson, sem starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi SFS, í aðsendri grein sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

Bendir hann á að með nýjum lögum um fiskeldi sem tóku gildi 1. janúar þessa árs eru fiskeldisfyrirtækin rukkuð um 27 krónur fyrir hvert framleitt kíló, en í Noregi sé árlegt gjald á hvert framleitt kíló aðeins 40 norskir aurar sem er jafnvirði 6 íslenskra króna.

Grein Einars:

Gagnstætt því sem haldið hefur verið fram greiða fiskeldisfyrirtækin á Íslandi árlegt afgjald til ríkisins, jafnt hlutfallslega og í krónum talið. Vandfundin er sú atvinnugrein hér á landi sem býr við sértæka skattlagningu af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Þegar fiskeldisfyrirtækin verða búin að ná þeirri framleiðslu sem núverandi áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar heimilar, gæti sértæk skattlagning á sjókvíaeldi (einkanlega laxeldi) hér á landi numið árlega um þremur milljörðum króna. Skattaumhverfið hér er ekki hagfelldara atvinnugreininni en í Noregi, heldur frekar þvert á móti.

Ný lög um gjald af fiskeldi í sjó

Ný lög tóku gildi um síðustu áramót, þar sem kveðið er á um innheimtu á sérstöku gjaldi af fiskeldi í sjó. Þar er gert ráð fyrir að innheimt sé gjald sem endurspegli alþjóðlegt markaðsverð á afurðunum. Gjaldið er hlutfallslega hærra þegar afurðaverðið er hærra, en gjaldtökuprósentan verður lægri þegar afurðaverð lækkar. Með þessu endurspeglast sú skoðun löggjafans að með hærra afurðaverði aukist geta greinarinnar til að greiða hærra gjald til ríkisins.

Noregur – Ísland, ólíku saman að jafna

Í umræðunni hér á landi hefur mjög verið bent á Noreg sem fyrirmynd að gjaldtöku í fiskeldi. Það er athyglisvert. Sértæk gjaldtaka af greininni hófst ekki þar í landi fyrr en eftir að árleg laxeldisframleiðsla var farin að nema 300 til 400 þúsund tonnum. Til samanburðar má ætla að laxeldisframleiðslan hér á landi geti numið ríflega 30 þúsund tonnum í ár, eða tíunda hluta þess sem hún var í Noregi þegar sértæk gjaldtaka af fiskeldi hófst.

Hér á landi er rekstrar- og starfsleyfum úthlutað til afmarkaðs tíma. Leyfi til fiskeldis hér á landi er því í eðli sínu tímabundinn afnotaréttur. Í Noregi er þessu öðruvísi farið. Leyfin eru ótímabundin og framseljanleg. Verðmæti slíkra leyfa eru því í eðli sínu meiri en þar sem þeim er úthlutað í formi afnotaréttar til afmarkaðs tíma.

Allt að fimm sinnum hærra gjald á Íslandi en í Noregi

Í Noregi hefur lengi staðið yfir umræða um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í fiskeldi. Nú er komin niðurstaða og er þar gert ráð fyrir að greitt sé árlegt gjald, 0,4 aurar norskar pr. framleitt kíló. Miðað við gengi norsku krónunnar samsvarar það 6 krónum á hvert framleitt kíló. – Með nýjum lögunum um gjaldtöku í fiskeldi hér á landi mun árleg greiðsla fyrir afnotaréttinn geta farið upp í rúmar 27 krónur á hvert framleitt kíló, miðað við núverandi gengi.

Sjókvíar Fáskrúðsfirði, Fiskeldi Austfjarða, Ice Fish Farm
Sjókvíar Fáskrúðsfirði, Fiskeldi Austfjarða, Ice Fish Farm mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ef við berum nánar saman þessa gjaldtöku hér á landi og í Noregi sjáum við athyglisverða mynd birtast. Handhægt er að leggja til grundvallar hið nýja áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem heimilar um 100 þúsund tonna ársframleiðslu. Árlegt afgjald fiskeldis í Noregi af slíkri laxeldisframleiðslu væri um 600 milljónir króna. Á Íslandi gæti gjaldið farið upp í 2,7 milljarða króna, eða fjórum til fimm sinnum hærra en í Noregi.

Þá er ótalið gjald sem íslenskt laxeldi greiðir í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Nemur það 4 þúsund krónum á hvert tonn leyfis til laxeldis, óháð framleiðslunni sjálfri. Eins og kunnugt er líður jafnan langur tími frá því leyfi fæst og þar til tekjur verða til af framleiðslunni. Á þeim tíma þarf samt að greiða slíkt gjald. Ef við miðum enn við áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar þá mun það gjald nema um 400 milljónum á ári.

Útboðskerfi hefur verið innleitt í íslensk lög

Nú allra síðustu árin hefur verið boðið út lítið magn af nýjum fiskeldisleyfum í Noregi. Þar er um að ræða varanleg leyfi eins og almennt gilda um fiskeldi í Noregi, en ekki tímabundinn rétt, eins og gildir á Íslandi. Það magn sem hér um ræðir er agnarlítið brotabrot af árlegri heildarframleiðslu Norðmanna sem er um 1,4 milljónir tonna. Það gjald sem fyrirtækin greiða er því jaðarverð og endurspeglar því alls ekki markaðsverð leyfanna.

Með hinum endurskoðuðu lögum um fiskeldi hér á landi var kveðið á um að úthlutun eldissvæða skuli boðin út og úthlutað m.a. á grundvelli upphæðar tilboðs, en einnig m.a. fjárhagslegs styrks og umhverfissjónarmiða. Ljóst er að þessi leyfi verða í eðli sínu annars konar en í Noregi, þar sem þau eru varanleg. Hér eru og verða þau tímabundin og verð er ekki eini mælikvarðinn sem stuðst er við.

Skattaumhverfi fiskeldis hagstæðara í Noregi en á Íslandi

Af öllu þessu sést að þegar borin er saman gjaldtaka og skattheimta á fiskeldi í Noregi og Íslandi, blasir við að ekki er mikil innistæða fyrir umræðunni sem oft ríður röftum hér á landi um að Norðmenn séu að flýja ofurskattlagningu og flytja framleiðsluna til Íslands.

Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi, SFS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »