Helgi Bjarnason
Gildi-lífeyrissjóður er orðinn næststærsti hluthafi Icelandic Salmon AS, hins norska eignarhaldsfélags Arnarlax, eftir útboð á nýjum hlutum, eins og búist var við. Aðrir íslenskir lífeyrissjóðir eru ekki á lista yfir 14 stærstu hluthafa en vitað er að einhverjir þeirra keyptu hluti sem nú eru í vörslu hjá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá eiga íslenskir fjárfestar, væntanlega eru lífeyrissjóðir þar á meðal, í verðbréfasjóðum Stefnis, sjóðastýringarfyrirtækis Arion banka, sem tók þátt í útboði Icelandic Salmon.
Viðskipti hófust með hlutabréf Icelandic Salmon á Merkur-markaði kauphallarinnar í Osló í fyrradag og hringdi forstjóri kauphallarinnar bjöllu til merkis um það. Upphafsverðið var 105 krónur norskar á hlut, sem svarar til 1.600 íslenskra króna. Verðið hækkaði í 110 krónur fyrsta daginn í töluverðum viðskiptum en lækkaði snarlega aftur í gær og stóð í réttum 100 krónum við lok viðskipta. Flestar tölur í viðskiptum kauphallarinnar voru rauðar þennan daginn og fiskeldisfyrirtækin ekki undanþegin því.
Eftir útboðið eru um 370 hluthafar í eignarhaldsfélagi Arnarlax en voru 84 fyrir útboðið. Hluthafarnir eru því fjórfalt fleiri en var fyrir helgi.
Norska fiskeldisfyrirtækið SalMar á áfram meirihluta, 51,02%, en hlutur þess minnkaði um átta prósentustig vegna þess að það keypti ekki nýja hluti í útboðinu. Gildi er með 5,49% hlut og Gyða ehf., félag Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax, á 3,23% og er þriðji stærsti hluthafinn. Stefnir er í áttunda sæti með 2,2% hlut. Aðrir hluthafar í hópi 14 stærstu eru norskir eða alþjóðlegir fjárfestar. Félög Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, ná ekki inn á lista 14 stærstu en eitt þeirra var í 12. sæti fyrir útboðið.
Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið hér á landi.
Stefnir keypti hlut í Ice Fish Farm AS, norsku eignarhaldsfélagi Fiskeldis Austfjarða, í júní í tengslum við skráningu félagsins á Merkur-markað norsku kauphallarinnar og eiga sjóðir félagsins því hlut í tveimur stórum fiskeldisfyrirtækjum hér á landi sem bæði eru með skráð hlutabréf í kauphöll.
„Mér finnst laxeldið hafa tekið út gríðarlegan þroska á undanförnum fimm árum. Þetta er grein þar sem menn eru að vanda sig og er umhugað um að vinna í sátt við umhverfið og samfélagið,“ segir Jóhann Georg Möller, framkvæmdastjóri Stefnis.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.1.25 | 502,38 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.1.25 | 728,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.1.25 | 365,12 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.1.25 | 236,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.1.25 | 280,21 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.1.25 | 286,29 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.1.25 | 242,11 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Þorskur | 497 kg |
Ýsa | 69 kg |
Hlýri | 10 kg |
Langa | 7 kg |
Samtals | 583 kg |
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.235 kg |
Þorskur | 394 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 41 kg |
Hlýri | 20 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 1.855 kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.1.25 | 502,38 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.1.25 | 728,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.1.25 | 365,12 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.1.25 | 236,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.1.25 | 280,21 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.1.25 | 286,29 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.1.25 | 242,11 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Þorskur | 497 kg |
Ýsa | 69 kg |
Hlýri | 10 kg |
Langa | 7 kg |
Samtals | 583 kg |
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.235 kg |
Þorskur | 394 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 41 kg |
Hlýri | 20 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 1.855 kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |