Kostnaður Hafrannsóknastofnunar við rannsóknir á hvölum hefur gjarnan verið á bilinu 70 til rúmlega 100 milljónir á ári síðustu 15 ár. Undantekningar eru þau ár þegar stórar hvalatalningar hafa farið fram og þannig var kostnaðurinn 231 milljón árið 2015 og 174 milljónir 2007.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland á Alþingi. Í svarinu samantekt um verkefni kemur fram að mikill fjöldi sjávarspendýra og sjófugla drepist árlega í veiðarfærum og hafi þetta vandamál hlotið vaxandi athygli víða um heim.
„Hér við land virðist vandamálið alvarlegast hvað varðar seli og hnísu í netaveiðum. Lögskylt er að skrá allan meðafla við veiðar og er unnið að því að bæta þá skráningu. Hafrannsóknastofnun hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að meta raunverulegan meðafla í samvinnu við Fiskistofu og erlendar vísindastofnanir, svo sem Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES),“ segir í svari ráðherra.
Þar kemur einnig fram að hnúfubak hefur fjölgað mikið við Ísland og víða um heim undanfarna áratugi. Þótt talið sé að meiri hluti stofnsins haldi sig á suðlægari slóðum yfir veturinn, sé ljóst að talsverður hluti hans sé hér á veturna og virðist það tengjast loðnugöngum að einhverju leyti segir í svarinu. aij@mbl.is
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.1.25 | 502,38 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.1.25 | 728,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.1.25 | 365,12 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.1.25 | 236,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.1.25 | 280,21 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.1.25 | 286,29 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.1.25 | 242,11 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Þorskur | 497 kg |
Ýsa | 69 kg |
Hlýri | 10 kg |
Langa | 7 kg |
Samtals | 583 kg |
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.235 kg |
Þorskur | 394 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 41 kg |
Hlýri | 20 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 1.855 kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.1.25 | 502,38 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.1.25 | 728,59 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.1.25 | 365,12 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.1.25 | 236,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.1.25 | 280,21 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.1.25 | 286,29 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.1.25 | 242,11 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Þorskur | 497 kg |
Ýsa | 69 kg |
Hlýri | 10 kg |
Langa | 7 kg |
Samtals | 583 kg |
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.235 kg |
Þorskur | 394 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 41 kg |
Hlýri | 20 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 1.855 kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |