Verðmætustu afurðirnar fara til Frakklands

Frakkar kaupa verðmætasta Íslandsfiskinn.
Frakkar kaupa verðmætasta Íslandsfiskinn.

Þrátt fyr­ir kór­ónu­veikifar­ald­ur hef­ur orðið aukn­ing á út­flutn­ingi þorskaf­urða til Frakk­lands fyrstu níu mánuði árs­ins miðað við sama tíma í fyrra. Hvað verðmæti áhrær­ir hef­ur Frakk­land verið á toppn­um frá ár­inu 2017 þegar franski markaður­inn tók fram úr þeim breska, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

Staðan á út­flutn­ingi þorskaf­urða til Bret­lands er nán­ast óbreytt í ár miðað við 2019. Sam­drátt­ur hef­ur orðið á út­flutn­ingi til Spán­ar og Banda­ríkj­anna, en nefna má að áfanga­stöðum fyr­ir flug frá Íslandi hef­ur fækkað í Banda­ríkj­un­um sam­fara kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Aukn­ing hef­ur orðið á út­flutn­ingi til Portú­gals. Fyrr­nefnd fimm lönd kaupa mest af þorskaf­urðum héðan eða yfir 70% miðað við verðmæti. Bret­ar hafa verið stærsta viðskiptaþjóð Íslend­inga með fryst­ar afurðir, Frakk­ar með fersk­ar og Spán­verj­ar og Portú­gal­ar með saltaðar. Banda­ríski markaður­inn er næst­stærsti markaður Íslend­inga með fersk­ar afurðir.

Á fyrstu níu mánuðum árs­ins er út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða komið í 196 millj­arða króna sam­an­borið við um 192 millj­arða á sama tíma í fyrra. Það er rétt rúm­lega 2% aukn­ing í krón­um talið, en sú hækk­un skrif­ast á lækk­un á gengi krón­unn­ar. Rúm­lega 7% sam­drátt­ur mæl­ist í út­flutn­ings­verðmæt­um sjáv­ar­af­urða á tíma­bil­inu í er­lendri mynt, að því er fram kom í frétta­bréfi SFS í vik­unni.

Útflutn­ings­verðmæti þorskaf­urða var komið í tæpa 98 millj­arða á fyrstu níu mánuðum árs­ins. Það er um 4% aukn­ing frá sama tíma­bili í fyrra, mælt í er­lendri mynt. Verðmæti þorskaf­urða er þar með 50% af heild­ar­verðmæt­um út­fluttra sjáv­ar­af­urða í ár, en nefna má að loðna hef­ur ekki verið veidd síðustu tvo vet­ur, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Loka