Brexit sveif yfir fundum

Útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu um ára­mót hef­ur haft mik­il áhrif á strand­ríkja­fund­um hausts­ins um stjórn­un veiða úr deili­stofn­um, en þar hafa Bret­ar tekið sæti sem sjálf­stætt strand­ríki. Niðurstaða náðist ekki á fundi um mak­ríl og verður fundað á ný ekki síðar en 25. nóv­em­ber. Varðandi norsk-ís­lenska síld var ákveðið að setj­ast niður í janú­ar til að ræða stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins og hvort skil­greina eigi sam­bandið sem strand­ríki eða veiðiríki í síld. Ekk­ert heild­ar­sam­komu­lag hef­ur verið í gildi síðustu ár um veiðar á deili­stofn­um í Norðaust­ur-Atlants­hafi.

„Á fund­in­um um norsk-ís­lenska síld fór nokk­ur umræða fram um strand­rík­is­stöðu ein­stakra aðila en eft­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu er ljóst að Evr­ópu­sam­bandið, sem fékk viður­kennd­an strand­rík­is­hlut í samn­ing­um strand­ríkj­anna frá 1996 og síðan aft­ur árið 2007, telst ekki leng­ur vera strand­ríki. Þetta mál var ekki út­kljáð á fund­in­um en Nor­eg­ur, sem boðandi þessa fund­ar, mun kalla til sér­staks auka­fund­ar í janú­ar þar sem þetta mál verður út­kljáð,“ sagði í frétt á heimasíðu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins í lok októ­ber.

Veiði um­fram ráðgjöf

Kristján Freyr Helga­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar í viðræðum um deili­stofna, seg­ir að til að telj­ast strand­ríki þurfi fisk­ur­inn, ung­ur eða gam­all, að vera á ein­hverj­um tíma­punkti í lög­sögu þess. Hann seg­ir að hlut­deild ESB í veiðum á norsk-ís­lenskri síld hafi verið 6,51% sam­kvæmt samn­ingi frá 2007, en síld­in hafi lítið sem ekk­ert veiðst í lög­sögu ESB síðustu ár. Á sama tíma geri bæði Fær­ey­ing­ar og Norðmenn kröfu um auk­inn hlut.

Frá ár­inu 2015 hafa stofn­ar kol­munna og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar verið veidd­ir án heild­ar­sam­komu­lags um skipt­ingu og hef­ur ár­leg veiði því verið um 20-30% um­fram ráðgjöf, seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins. Líkt og fyrri ár skiluðu fund­irn­ir í ár eng­um ár­angri öðrum en þeim að aðilar samþykktu að við setn­ingu ein­hliða kvóta skuli miða við heild­arafla í sam­ræmi við gild­andi afla­regl­ur og ráðgjöf ICES.

Auk­in óvissa í mak­ríl við út­göngu Breta

Sam­komu­lag Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Fær­eyja frá ár­inu 2014 um stjórn­un mak­ríl­veiða renn­ur út í árs­lok og tók Bret­land nú þátt í mak­rílviðræðum í fyrsta sinn sem sjálf­stætt strand­ríki. Norðmenn hafa í ár veitt 90% af mak­rílafla sín­um í haust á bresku hafsvæði og 70-80% síðustu ár. Þeir vita ekki frek­ar en aðrir hvernig samn­ing­ar verða á milli ESB og Bret­lands við út­göngu Breta um ára­mót.

Í mak­ríln­um er því mik­il óvissa um þróun mála vegna Brex­it og ekk­ert ligg­ur fyr­ir um hvort þriggja ríkja sam­komu­lagið verður fram­lengt eða hvort Bret­ar verða aðilar að því. Sam­kvæmt því sam­komu­lagi skiptu ESB, Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar á milli sín 84,6% af ráðgjöf ICES, en skildu 15,6% eft­ir fyr­ir Ísland, Græn­land og Rúss­land.

Frétt­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 7. nóv­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 547,05 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 304,68 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,49 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 547,05 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 304,68 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,49 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »