Íslendingar fá meira fyrir þorskinn en Norðmenn

Íslendingar viriðast fá mun meira fyrir hvert kíló af útfluttum …
Íslendingar viriðast fá mun meira fyrir hvert kíló af útfluttum þorskafurðum en Norðmenn eða 24,3% meira. Skýringin er líklega sú að mun stærra hlutfall af lönduðum afla er unnið í vinnslum hér á landi en í Noregi þar sem miklu magni af heilum frystum og ferskum þorski er selt úr landi. Ljósmynd/Valka

Sterkar vísbendingar eru um að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki búi til töluvert meiri verðmæti úr hverju lönduðu kílói af þorski en Norðmenn áður en afurðin er flutt úr landi. Þetta má meðal annars rekja til þess að meiri vinnsla á sér stað hér á landi auk þess sem meiri fjölbreytni er að finna í framleiðslu afurða, að því er fram kemur í greiningum sem Sea Data Center hefur birt að undanförnu.

Meðal þess sem fram kemur er að útflutningsverðmæti þorskafurða frá Íslandi á tímabilinu janúar til ágúst á þessu ári var um 564 milljónir evra, jafnvirði um 91,6 milljarða íslenskra króna, sem er svipað og á sama tímabili í fyrra en 12% meira en meðaltal síðustu þriggja ára.

Þá segir að útflutningsverðmæti Norðmanna á sama tímabili hafi verið 651 milljón evra, sem er um 10% minna en á sama tímabili í fyrra og 9% minna en meðaltal síðustu þriggja ára. Aðeins munar um 15% á heildarútflutningsverðmætum þorskafurða milli Íslands og Noregs.

Fjölbreyttari framleiðsla

Hins vegar var á þessu tímabili útflutningsmagn þorskafurða frá Íslandi 92 þúsund tonn en 138 þúsund tonn frá Noregi eða um 50% meira. Útflutningsverðmæti hverra þúsund tonna frá Íslandi var því um 6,13 milljónir evra á meðan hver þúsund norsk tonn skiluðu Norðmönnum aðeins 4,72 milljónum evra. Íslensk fyrirtæki fengu þannig 30% meira fyrir hvert útflutt tonn.

Þessi munur kann að eiga sér margar skýringar en greinendur Sea Data Center telja augljóst að nýting afurðarinnar er mismunandi milli ríkjanna og þegar rýnt er í gögnin má sjá að á fyrstu sjö mánuðum ársins var stærsta útflutningsvaran frá Noregi (meðal þorskafurða) heilfrystur þorskur, næst á eftir var það saltfiskur og síðan heill ferskur þorskur. Á sama tímabili voru þrjár helstu útflutningsvörur íslenskra fyrirtækja á þessu sviði ferskir skammtar, frosin flök og frosnir skammtar.

Þá stóðu þrjár helstu útflutningsvörur Norðmanna fyrir um 61% af útflutningsverðmæti norskra þorskafurða, en á sama tíma stóðu þrjár helstu útflutningsvörur Íslendinga fyrir 40 % heildarverðmæti útfluttra þorskafurða. „Þetta sýnir fjölbreyttari framleiðslu á Íslandi en í Noregi,“ segir í einni greiningu fyrirtækisins.

Önnur aðferð skilar sömu niðurstöðu

Málið virðist hins vegar ekki klippt og skorið og gerir fyrirtækið fyrirvara við útreikninga þar sem ýmsar breytur geta haft það í för með sér að útreikningar skekkjast. Bent er á að útflutningstölur er varða magn geta verið á grundvelli mismunandi staðla þar sem vöruframboðið kann að vera mismunandi sem um sinn getur ýtt undir frávik við útreikninga og valdið misskilningi.

Íslenskar fiskvinnslur verða sífellt tæknivæddari.
Íslenskar fiskvinnslur verða sífellt tæknivæddari. Ljósmynd/Marel

„Önnur leið er að bera saman heildarafla og heildarútflutningsverðmæti,“ segir í einu nýlegu fréttabréfi Sea Data Center. Þar er greint frá því að landaður þorskafli í Noregi hafi á árinu 2019 verið 426 þúsund tonn, en 284 þúsund tonn á Íslandi. Heildarverðmæti útfluttra þorskafurða frá Noregi var í fyrra 1.057 milljónir evra, en 857 milljónir evra í tilfelli íslenskra þorskafurða.

Samkvæmt þessu eru Norðmenn að fá að meðaltali 2,43 evrur fyrir hvert kíló, jafnvirði 394 íslenskra króna. Það er töluvert minna en í tilfelli Íslendinga sem fá að meðaltali 3,02 evrur á kíló, jafnvirði 490 íslenskra króna. Hvert landað kíló af þorski skilar því Íslendingum 24,3% meira í útflutningstekjur en Norðmönnum.

Nýta ódýrt vinnuafl erlendis

Það er hins vegar ekki hægt að álykta á grundvelli fyrrnefndra gagna að íslenskur sjávarútvegur sé að skila meiri hagnaði þar sem flóknar virðiskeðjur skipta verulegu máli. Eins og nefnt hefur verið er útflutningur á heilum þorski frá Noregi fyrirferðamikill hluti af útfluttu magni þorskafurða þaðan. Þorskurinn er því ekki unninn í heimahögum í eins miklum mæli og tíðkast hér á landi. Þessir samkeppnisaðilar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja nýta sér hins vegar ódýrt vinnuafl erlendis við vinnslu hráefnisins.

Franska sjónvarpsstöðin France 5 birti fyrr á þessu ári heimildarmynd þar sem sýnt var hvernig norskur þorskur er sendur í heilu lagi til Kína þar sem hann er unninn og sprautaður með rotvarnarefnum áður en hann er sendur aftur til Evrópu.

Fram kom í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK um málið að umræddur þorskur, sem hefur verið unninn í Kína og með ríflega 15 þúsund kílómetra siglingu að baki, er merktur með MSC-umhverfisvottuninni í sænskum dagvöruverslunum. Merkið vottar sjálfbærni veiðanna en nær ekki til þeirrar losunar sem á sér stað við flutninga.

Þessi tilhögun Norðmanna er ekki einsdæmi og var sagt frá því í janúar síðastliðnum að í breskum dagvöruverslunum er að finna breskan þorsk sem hefur verið unninn í Kína af verkafólki með um 320 íslenskar krónur í dagslaun.

Það ber auga leið að hvorki Ísland né Noregur geta keppt við láglaunamarkaði launalega séð og er því tæknivæðing fiskvinnslu hér á landi líklega ein fárra leiða til að tryggja áframhaldandi vinnslu á Íslandi. Það kallar hins vegar á verulegar fjárfestingar í búnaði. Tæknin skilar jafnframt einfaldari leið til að mæta fjölbreyttri eftirspurn og auknum gæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.338 kg
Ýsa 1.527 kg
Steinbítur 1.271 kg
Langa 1.187 kg
Keila 1.041 kg
Hlýri 643 kg
Karfi 177 kg
Ufsi 87 kg
Skarkoli 27 kg
Samtals 13.298 kg
21.7.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 4.682 kg
Skarkoli 1.871 kg
Ýsa 607 kg
Þorskur 128 kg
Samtals 7.288 kg
21.7.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Ýsa 2.167 kg
Þorskur 1.780 kg
Steinbítur 72 kg
Samtals 4.019 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.338 kg
Ýsa 1.527 kg
Steinbítur 1.271 kg
Langa 1.187 kg
Keila 1.041 kg
Hlýri 643 kg
Karfi 177 kg
Ufsi 87 kg
Skarkoli 27 kg
Samtals 13.298 kg
21.7.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 4.682 kg
Skarkoli 1.871 kg
Ýsa 607 kg
Þorskur 128 kg
Samtals 7.288 kg
21.7.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Ýsa 2.167 kg
Þorskur 1.780 kg
Steinbítur 72 kg
Samtals 4.019 kg

Skoða allar landanir »