Fiskeldi sneri hnignun í sókn

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir töluverðan fjölda starfa hafa orðið …
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir töluverðan fjölda starfa hafa orðið til í sveitarfélaginu við tilkomu fiskeldisins, bæði bein störf og afleidd störf og vísar til þess að nú þegar eru um 120 bein störf í fiskeldi í Vesturbyggð auk 30 starfa hjá Kalþörungafélaginu. mbl.is/Sigurður Bogi

Fisk­eldi hef­ur haft veru­lega já­kvæð áhrif á Vest­ur­byggð. Ekki bara hef­ur langvar­andi hnign­un­ar­skeið verið stöðvað held­ur bend­ir allt til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar og horf­ir sveit­ar­fé­lagið fram á skort á íbúðar­hús­næði. Bæj­ar­stjór­inn Re­bekka Hilm­ars­dótt­ir lít­ur framtíðina björt­um aug­um.

„Við erum að sjá ákveðin merki meðal ann­ars í íbúaþró­un­inni. Þegar maður teng­ir þessa íbúaþróun við at­b­urði sem hafa verið að eiga sér stað frá því var haf­ist handa við að koma þessu fisk­eldi á kopp­inn, þá sér maður að íbúa­fjöld­inn sem var í frjálsu falli frá 1998 fer að breyt­ast og íbú­um fer að fjölga því at­vinnu­tæki­fær­in eru fleiri. Það er ekki hægt að full­yrða að hægt sé að rekja alla breyt­ing­una til fisk­eld­is­ins en það er ljóst að fisk­eldið setti af stað ákveðinn snjó­bolta sem gerði það að verk­um að íbúa­fjöld­inn jókst og er stöðugt að aukast. Við sjá­um mjög stór­ar breyt­ing­ar bara á þessu ári sem er ótrú­lega skemmti­legt,“ seg­ir Re­bekka.

Unnið við pökkun á laxi á Bíldudal, en eldið hefur …
Unnið við pökk­un á laxi á Bíldu­dal, en eldið hef­ur skapað mörg störf. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Hún seg­ir tölu­verðan fjölda starfa hafa orðið til í sveit­ar­fé­lag­inu við til­komu fisk­eld­is­ins, bæði bein störf og af­leidd störf og vís­ar til þess að nú þegar eru um 120 bein störf í fisk­eldi í Vest­ur­byggð auk 30 starfa hjá Kalþör­unga­fé­lag­inu. „Ekki síst verða til fjöl­breytt­ari at­vinnu­tæki­færi. Þetta er þannig at­vinnu­grein að það þarf fólk með mis­mun­andi bak­grunn. Það eru fleiri sem flytja hingað og setj­ast að og skap­ast grund­völl­ur fyr­ir ým­iss kon­ar þjón­ustu.“

Þá hef­ur ald­urs­sam­setn­ing íbú­anna breyst mikið enda er yngra fólk að setj­ast að í Vest­ur­byggð í sí­aukn­um mæli, en því fylgja hæg­lega áskor­an­ir að sögn bæj­ar­stjór­ans. „Ungu fólki fylgja oft mörg börn sem er mjög ánægju­legt, en það hef­ur verið áskor­un fyr­ir sveit­ar­fé­lagið að taka við börn­um í leik­skóla og grunn­skóla. Þetta eru samt allt mjög já­kvæð verk­efni að leysa úr.“

Kall­ar á fjár­fest­ing­ar

Spurð hvort viðsnún­ing­ur­inn hafi ekki haft já­kvæð áhrif á tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins svar­ar Re­bekka því ját­andi. „Jú, við sjá­um kannski ýkt­ustu breyt­ing­una á hafn­ar­sjóði sem var í ára­tugi rek­inn með tapi.“ Þá hef­ur af­koma hafn­ar­sjóðs und­an­far­in ár verið með ágæt­um en hún bend­ir á að tekju­sam­drátt­ur hef­ur orðið vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins enda komu reglu­lega skemmti­ferðaskip til Vest­ur­byggðar. Fisk­eldið held­ur þó að mestu áfram að skila sínu.

„Svo höf­um við séð aukn­ar út­svar­s­tekj­ur, en þær hafa ekki ekki auk­ist í takt við íbúaþró­un­ina. Það er atriði sem við erum að vakta vel í þeim til­gangi að átta okk­ur bet­ur á því hvað er um að vera þar. Við erum ekki með neina skýr­ingu á þessu,“ seg­ir hún.

Arctic Fish er með laxeldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða.
Arctic Fish er með lax­eldi í nokkr­um fjörðum Vest­fjarða. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

At­vinnu­upp­bygg­ing og íbúa­fjölg­un kall­ar óneit­an­lega á aukna fjár­fest­ingu í innviði sveit­ar­fé­lags­ins út­skýr­ir bæj­ar­stjór­inn. „Við fór­um í það með Eflu-verk­fræðistofu að vinna innviðagrein­ingu fyr­ir sveit­ar­fé­lagið og var hún unn­in í sam­vinnu við hafsæk­in fyr­ir­tæki á svæðinu. Þá var ekki bara verið að skoða hafn­araðstöðu held­ur einnig svæði fyr­ir íbúa­byggð, vegi, öll kerfi eins og frá­veitu­kerfi, raf­magn og fleira. Þetta gagn nýt­ist okk­ur gríðarlega vel í því að setja upp áætlan­ir fyr­ir sveit­ar­fé­lagið þannig að eðli­leg þróun [fisk­eld­is]fyr­ir­tækj­anna geti gengið sem best, en auðvitað er fyr­ir lítið sveit­ar­fé­lag mjög flókið og erfitt að fara í kostnaðarsam­ar og um­fangs­mikl­ar fjár­fest­ing­ar. Þetta reyn­ir oft á for­gangs­röðun­ina.“

Hús­næðis­skort­ur

Fram kom í grein­ing­unni að miðað við framtíðaráfrom fyr­ir­tækja í sveit­ar­fé­lag­inu verða eng­ar laus­ar lóðir á hafn­ar­svæðinu á Pat­reks­firði og Bíldu­dal, en á Bíldu­dal stefn­ir einnig í skort á leguplássi og al­mennu at­hafna­svæði. Lagt er meðal ann­ars til að haf­in verði vinna við að end­ur­skipu­leggja hafn­ar­svæðið á Pat­reks­firði og að sett verði í gang vinna við land­fyll­ingu á hafn­ar­svæðinu á Bíldu­dal. Þá er einnig tal­in þörf á að auka fram­boð lóða und­ir at­hafna­svæði og skil­greina stærri iðnaðarsvæði nærri byggðakjörn­un­um.

Fram­boð lóða und­ir íbúðar­hús­næði er talið nægi­legt hins veg­ar er skort­ur á íbúðar­hús­næði sem kall­ar á bygg­ingu fjöl­breyttra íbúða inn­an byggðakjarn­anna, jafn­framt er tal­in þörf á að flýta þurfi upp­bygg­ingu of­an­flóðamann­virkja í sveit­ar­fé­lag­inu þar sem svæði sem kunna að nýt­ast sem lóðir und­ir íbúðahús­næði eru að hluta til á hættu­svæðum.

Einn af fóðurprömmum Arctic Fish við sjókvíar á Patreksfirði, skammt …
Einn af fóður­prömm­um Arctic Fish við sjókví­ar á Pat­reks­firði, skammt frá þorp­inu.

Það er hins veg­ar ekki ein­falt mál að skyndi­lega ætla að hefjast handa, seg­ir Re­bekka. „Fyr­ir sveit­ar­fé­lög eins og okk­ar þar sem var áður langvar­andi niður­sveifla, skapaðist veru­leg upp­söfnuð viðhaldsþörf á mörg­um stöðum. Það þarf grett­i­stak að kom­ast áfram en það hef­ur tek­ist vel til þessa í sam­starfi við fyr­ir­tæk­in.“

Svo reyn­ir auðvitað á innviði sem er á for­ræði rík­is­ins seg­ir bæj­ar­stjór­inn og vís­ar til sam­göngu­mál­anna. Við erum með eina slát­ur­húsið fyr­ir eld­is­fisk á Bíldu­dal og afurðirn­ar þurfa að kom­ast af svæðinu á markað. Við erum kannski í ágætri stöðu með til­liti til þess að við erum með ferj­una yfir Breiðafjörð til þess að aðstoða okk­ur sér­stak­lega yfir vetr­ar­tím­ann þegar færð get­ur spillst mjög hratt, það er mikið af fjall­veg­um á svæðinu. En ástand veg­anna er mjög bág­borið og þrátt fyr­ir ýms­ar fram­kvæmd­ir sem standa yfir þá þarf meira að koma til.“

Lög­gjöf­in ekki í takt

„Það eru ýms­ar áskor­an­ir í lagaum­hverf­inu sem sett hef­ur verið upp fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in og fisk­eldið. Mikið af þeim ákvæðum sem sveit­ar­fé­lög­um er gert að starfa eft­ir, eins og í hafn­ar­lög­um, eru sam­in fyr­ir sjáv­ar­út­veg og fisk­eldi er allt ann­ars eðlis. Þetta er eitt­hvað sem þarf að lag­færa, því fisk­eldið er komið til að vera,“ seg­ir Re­bekka sem tel­ur fulla ástæðu til þess að fara í heild­ræna skoðun á lagaum­hverfi sveit­ar­fé­laga með til­liti til áhrifa hafsæk­inn­ar starf­semi sem ekki er hefðbund­inn sjáv­ar­út­veg­ur. Þá sé það einnig í hag fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­anna að lag­aramm­inn sé skýr, að sögn bæj­ar­stjór­ans.

„Ég hef líka talað fyr­ir því að það yrði horft heild­stætt á grein­ina þegar um er að ræða gjald­töku, hvort sem það er af hálfu sveit­ar­fé­laga eða ríks­ins, þannig að um­hverfi fyr­ir­tækj­anna væri þannig að þetta myndi ganga upp. Það vant­ar heild­ar­sýn og von­andi verður farið mark­visst í að laga þessa þætti,“ seg­ir hún og svar­ar því ját­andi er hún er spurð hvort sveit­ar­fé­lög þar sem fisk­eldi fer fram ættu að fá aukna hlut­deild í gjald­tök­unni.

„Við töluðum fyr­ir því þegar frum­varpið um fisk­eldið var til um­fjöll­un­ar og hug­mynd­ir um fisk­eld­is­sjóð lá fyr­ir þing­inu. Vest­ur­byggð gagn­rýndi þetta tölu­vert á þeim tíma. Þá vor­um við að fást við gríðarlega kostnaðar­söm fjár­fest­inga­verk­efni og bent­um á að fyr­ir­komu­lagið í Nor­egi er öðru­vísi þar sem meiri­hluti tekna af þess­ari starf­semi renn­ur í aukn­um mæli til svæðanna þar sem fisk­eldið er, meðal ann­ars í þeim til­gangi að standa und­ir kostnaði sem fylg­ir upp­bygg­ingu.

Þetta endaði þannig að komið var á fisk­eld­is­sjóði þar sem sveit­ar­fé­lagið mitt þarf að berj­ast við önn­ur sveit­ar­fé­lög um að fá ein­hverja fjár­muni í upp­bygg­ingu. Það hef­ur ekki komið reynsla á þetta og óvitað hversu mikl­ir fjár­mun­ir er um að ræða, en við hefðum held­ur kosið að sjá þetta gert með öðrum hætti,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

Re­bekka seg­ir heilt á litið hef­ur fisk­eldið haft já­kvæð áhrif á Vest­ur­byggð. „Þessi mikla at­vinnu­upp­bygg­ing hef­ur haft mik­il og já­kvæð áhrif á íbúaþróun og kraft­ur­inn sem þessu öfl­uga fólki fylg­ir er gríðarleg­ur. Lífið í fisk­eld­isþorp­un­um er gott, þar er allt í botni!“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »