„Við fundum strax loðnu. Hún var dálítið blönduð fyrst en fljótlega var einungis um að ræða stóra kynþroska loðnu,“ segir Geir Zoëga skipstjóri á Polar Amaroq á vef Síldarvinnslunnar, en grænlenska uppsjávarskipið hélt til loðnuleitar á föstudag.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa fyrir leiðangrinum sem er farinn í samráði við Hafrannsóknastofnun og mun hann taka um viku.
„Það hefur semsagt verið loðna á 180 sjómílna belti sem við höfum nú farið yfir og inn á milli hafa verið góðar torfur. Loðnan kemur að norðan og virðist vera að ganga upp að landinu í verulegu magni. Þetta ætti ekki að koma á óvart og er í góðum takti við haustmælinguna 2019. Ég hef verið bjartsýnn á loðnuvertíð í vetur og nú hef ég góð rök fyrir bjartsýninni. Þetta lítur bara afskaplega vel út,“ segir Geir.
Skömmu fyrir hádegi í dag var verið að taka sýni norðaustur af Kolbeinsey. „Þessi leiðangur er farinn í nánu samráði við Hafrannsóknastofnun en þó er enginn fulltrúi frá stofnuninni um borð. Við tökum sýni og könnum þau og frystum einnig sýni fyrir stofnunina. Hafrannsóknastofnun fær öll gögn leiðangursins þannig að allt er gert eins og um hefðbundna vetrarmælingu sé að ræða.“
„Við hófum leitina norðvestur af Straumnesi en síðan eru farnir ákveðnir leggir austur með kantinum. Það var full ástæða til að leita núna enda hafa borist heilmiklar loðnufréttir frá togurum sem hafa verið að veiðum á svæðinu,“ útskýrir skipstjórinn.
Tvísýnt hefur verið með loðnuvertíð vegna síðustu mælinga Hafrannsóknastofnunar og hefur verið talið að verulegir ágallar séu með mælingar hennar vegna aðstæðna þegar mælingar voru framkvæmdar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.2.25 | 630,73 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.2.25 | 568,55 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.2.25 | 436,82 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.2.25 | 344,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.2.25 | 288,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.2.25 | 367,12 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.2.25 | 465,86 kr/kg |
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Keila | 11 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 43 kg |
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 74.380 kg |
Karfi | 18.982 kg |
Ufsi | 7.923 kg |
Ýsa | 6.514 kg |
Samtals | 107.799 kg |
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 52.647 kg |
Ýsa | 9.894 kg |
Ufsi | 1.797 kg |
Karfi | 491 kg |
Langa | 311 kg |
Hlýri | 230 kg |
Steinbítur | 203 kg |
Keila | 23 kg |
Þykkvalúra | 16 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 65.631 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.2.25 | 630,73 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.2.25 | 568,55 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.2.25 | 436,82 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.2.25 | 344,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.2.25 | 288,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.2.25 | 367,12 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.2.25 | 465,86 kr/kg |
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Keila | 11 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 43 kg |
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 74.380 kg |
Karfi | 18.982 kg |
Ufsi | 7.923 kg |
Ýsa | 6.514 kg |
Samtals | 107.799 kg |
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 52.647 kg |
Ýsa | 9.894 kg |
Ufsi | 1.797 kg |
Karfi | 491 kg |
Langa | 311 kg |
Hlýri | 230 kg |
Steinbítur | 203 kg |
Keila | 23 kg |
Þykkvalúra | 16 kg |
Skarkoli | 11 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 65.631 kg |