Helgi Bjarnason
Norska fiskeldisfyrirtækið Måsøval gerir ráð fyrir að leitað verði leiða til að efla samstarf austfirsku fiskeldisfyrirtækjanna Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða. Norska félagið á meirihluta hlutafjár í Löxum og hefur nú eignast meirihlutann í Fiskeldi Austfjarða.
„Ég tel að þetta sé gríðarlega jákvætt skref fyrir greinina í heild og okkur hér fyrir austan. Måsøval hefur verið kjölfestufjárfestir Laxa fiskeldis og stutt vel við bakið á okkur,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, spurður um áhrif kaupa norska félagsins á Fiskeldi Austfjarða.
Midt-Norsk Havbruk, dótturfyrirtæki fiskeldissamstæðunnar NTS, hefur átt meirihluta hlutafjár í Fiskeldi Austfjarða og Måsøval Eiendom AS á meirihlutann í Löxum fiskeldi. Måsøval átti hlutabréf í Norway Royal Salmon, NRS, og Havbruksinvest AS og skiptu fyrirtækin á þeim hlutabréfum og eignarhlutnum í Fiskeldi Austfjarða. Þetta eru viðskipti upp á hátt í 20 milljarða íslenskra króna. Þegar þau verða gengin í gegn mun Måsøval eiga 55,6% hlut í Ice Fish Farm sem er norsk eignarhaldsfélag um Fiskeldi Austfjarða og er skráð á Merkur-markaðnum í kauphöllinni í Osló og Midt-Norsk Havbruk fer út úr félaginu.
„Måsøval sá fram á tækifæri til að kaupa þennan hlut í Ice Fish Farm AS, það var tækifæri til þess að styrkja rekstur okkar og fjárfestingar á Íslandi með slíkum hætti að við gátum ekki hafnað því,“ segir í fréttatilkynningu sem Måsøval sendi frá sér í gærmorgun. Vísað er til fiskeldisleyfa og umsókna Fiskeldis Austfjarða.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Þorskur | 497 kg |
Ýsa | 69 kg |
Hlýri | 10 kg |
Langa | 7 kg |
Samtals | 583 kg |
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.235 kg |
Þorskur | 394 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 41 kg |
Hlýri | 20 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 1.855 kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Þorskur | 497 kg |
Ýsa | 69 kg |
Hlýri | 10 kg |
Langa | 7 kg |
Samtals | 583 kg |
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.235 kg |
Þorskur | 394 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 41 kg |
Hlýri | 20 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 1.855 kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |