Mesta verðlækkun sjávarafurða í áratug

Verðvísitala sjávarafurða var 7,5% lægri í október þessa árs en …
Verðvísitala sjávarafurða var 7,5% lægri í október þessa árs en í sama mánuði í fyrra. Það er meiri lækkun en hefur átt sér stað í rúman áratug. mbl.is/Þorgeir

Lækkun verðvísitölu í erlendri mynt hefur ekki verið meiri en í áratug eða frá árslokum 2009. Var hún 7,5% minni í október þessa árs en í sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur í greiningu sem birt hefur verið á Radarnum. Þar segir jafnframt að verð á sjávarafurðum lækkaði um rúm 1,4% í erlendri mynt í október frá því í september.

Þá segir að tölurnar gefi til kynna verulegan viðsnúning frá þeirri þróun sem var vel á veg fyrir tilkomu kórónuveirufaraldursins. „Verðlækkanir hafa jafnframt heldur verið að færast í aukana eftir því sem liðið hefur á árið, enda hefur faraldurinn farið aftur á flug og sóttvarnaraðgerðir samhliða því,“ segir í greiningunni.

Skjáskot/Radarinn

Hins vegar er bent á að þróun afurðaverðs sé talsvert mismunandi eftir einstaka afurðaflokkum og tegundum og er meðal annars vísað til þróun verðvísitölu botnfiskafurða frá ársbyrjun 2019. Þar sést að í október höfðu ferskar botnfiskafurðir lækkað minnst í verði en skreið mest.

Þá segir að „í heild hafa botnfiskaafurðir þó lækkað talsvert minna í verði en aðrir tegundahópar miðað við verðvísitölur Hagstofunnar. Þannig hafði verð á botnfiskaafurðum lækkað um tæp 5% á milli ára í október á sama tíma og verð á skelfiski hefur lækkað um rúm 13% og á uppsjávarafurðum um 17%.“

Talið er að þessar tölur styðji við þá ályktun að samdráttur í útflutningsverðmætum sem átti sér stað í október hafi verið drifinn af afurðaverði. „Það mun koma betur í ljós þegar Hagstofan birtir tölur um vöruviðskipti fyrir janúar til október, en þá mun liggja fyrir sundurliðun á því hvernig útflutningsverðmæti sjávarafurða í október skiptist niður og hvert útflutt magn var.“ Hagstofan hefur tilkynnt um að birting þeirra gagna verði flýtt.

Skjáskot/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »