„Einsdæmi að stéttarfélag kæri eigin félagsmann“

Skipstjórnarmenn sem starfa fyrir Samherja telja að Félag skipstjórnarmanna hafi …
Skipstjórnarmenn sem starfa fyrir Samherja telja að Félag skipstjórnarmanna hafi gert þá stéttarfélagslausa þegar félagið ákvað að taka þátt í kæru á hendur skipstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sautján skipstjórnarmenn sem starfa hjá Samherja segjast vera nú án stéttarfélags í kjölfar þess að Félag skipstjórnarmanna tók ákvörðun um að kæra eigin félagsmann til lögreglu í kjölfar hópsmits um borð í Júlíusi Geirmundssyni í október. Þá telja þeir að umræðan um málið hafi skaðað ímynd sjómannastéttarinnar.

Kveðjast þeir í yfirlýsingu, sem birt var á vef Samherja í dag, ekki ætla að leggja mat á mál skipstjórans á Júlíusi Geirmundssyni enda mun er „málið í sínum rétta farvegi – í Sjóprófum.“

Hins vegar hafi það verið „afleitt að okkar eigið félag, Félag skipstjórnarmanna, lagðist svo lágt að kæra eigin félagsmann til lögreglu vegna framagreinds máls og er því beinn aðili að því. Fyrir vikið erum við skipstjórnarmenn án málsvara og stéttarfélags um þessar mundir um allt það er varðar aðbúnað og vinnulag um borð í fiskiskipum. Félagið okkar hefur dæmt sig úr leik í þeirri umræðu.“

„Það hlýtur að vera einsdæmi að stéttarfélag fari þá leið að kæra eigin félagsmann og einungis einn eða tveir menn hjá félaginu komi að þeirri ákvörðun. Öllum er ljóst að mál Júlíusar Geirmundssonar hefði alltaf farið þá leið sem það fór, þ.e. til lögreglu og svo í Sjópróf. Stéttarfélög annarra í áhöfninni hefðu örugglega farið þá leið til að leita réttar skjólstæðinga sinna.“

Gefi ranga mynd

Skipstjórnarmennirnir telja þá mynd sem teiknuð hefur verið upp í fjölmiðlum af sjómennsku og vinnu um borð fiskiskipa sé röng. „Skipstjóri eða stýrimaður rekur engan til vinnu ef viðkomandi treystir sér ekki til þess. Það er hin gullna regla sem er í hávegum höfð til sjós.“

Þá hafi verið varpað fram þeirri mynd „að hreinlega sé farið illa með menn til sjós og að þeir séu réttlitlir eða réttlausir um borð. Slíkar rangfærslur er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við, því ekkert er fjær sanni.“ Bent er á að betri líðan starfsmanna til sjós stuðli að „betri móral, betri umgengni, aukna vellíðan, minni veikindi og færri slys.“

„Okkur er mjög umhugað um heill og heilbrigði allra í áhöfninni. Áhöfnin er ein órofa liðsheild. Hótanir og hervald koma þar hvergi við sögu,“ segja þeir að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »