Vill girða fyrir meiri samþjöppun

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta gæti verið lítið skref í átt að því að stuðla að meiri sátt í sam­fé­lag­inu um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið,“ seg­ir Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, um frum­varp sem snýr að breyt­ingu á lög­um um stjórn­un fisk­veiða. Páll stend­ur að baki frum­varp­inu en það var tekið til skrán­ing­ar á Alþingi í gær. Mark­miðið með frum­varp­inu er að kveða af­drátt­ar­laust á um að þegar ein­stak­ur aðili kaup­ir hlut í öðru út­gerðarfyr­ir­tæki sem á fiski­skip með afla­hlut­deild, hvort sem keypt­ur er minni hluti eða meiri hluti, legg­ist það hlut­fall afla­heim­ilda sem því fylg­ir, við það sem fyr­ir var í eigu kaup­anda.

Í nú­gild­andi lög­um miðast há­mark afla­heim­ilda við 12%. Kaupi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hins veg­ar í öðru fé­lagi, sem sömu­leiðis á afla­heim­ild­ir, bæt­ist það ekki við afla­hlut­deild­ina. Aðspurður seg­ist Páll vilja skerpa á þessu í lög­um.„Eins og lög­in eru núna þá gæti eitt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fræðilega keypt 49% hlut í öll­um hinum fyr­ir­tækj­un­um. Þar sem þetta er ekki meiri­hluti telst hlut­deild þeirra fyr­ir­tækja ekki með í afla­heim­ild­um kaup­and­ans. Fyr­ir­tækið væri jafn­framt að vinna í sam­ræmi við nú­gild­andi lög.

Páll segir markmið frumvarpsins vera að stuðla að meiri sátt …
Páll seg­ir mark­mið frum­varps­ins vera að stuðla að meiri sátt í sam­fé­lag­inu um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið. mbl.is/​​Hari

Ég ákvað því að leggja frum­varpið fram og tryggja þannig með af­drátt­ar­laus­um hætti að þetta 12% þak haldi,“ seg­ir Páll og bæt­ir við að með þessu sé ekki verið að ganga lengra en í nú­gild­andi lög­um. „Mín sann­fær­ing er sú að við eig­um ekki að ganga lengra í samþjöpp­un afla­heim­ilda en 12% regla fisk­veiðistjórn­un­ar­laga kveður á um. Ég lít á þetta sem gloppu sem þarf að laga.“

Stuðlar að meiri sátt

Skipt­ing afla­heim­ilda og stjórn­un fisk­veiða hef­ur verið þrætu­epli stjórn­mála­flokka í mörg ár. Páll seg­ist vilja stuðla að auk­inni sátt um mála­flokk­inn. „Það get­ur verið að þetta stuðli að auk­inni sátt. Með þessu erum við að sýna að póli­tík­in er á vakt­inni gagn­vart samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi, eða alla vega meiri samþjöpp­un en lög­in gera ráð fyr­ir. Mér finnst það bara vera gloppa að þú get­ir eign­ast 49% í fé­lag­inu án þess að nokkuð af afla­heim­ild­um þess telj­ist til þinna. Að mínu mati á þetta bara að vera hlut­falls­legt,“ seg­ir Páll og bæt­ir við að hann von­ist til að frum­varpið njóti stuðnings. „Ég veit að all­marg­ir þing­menn flokks­ins styðja efn­is­atriði máls­ins. Ég kaus hins veg­ar að leggja þetta frum­varp fram einn og var ekki að reyna að safna öðrum þing­mönn­um inn á það. Það verður síðan bara að koma í ljós hvaða hljóm­grunn það fær, en ég hef mikla sann­fær­ingu fyr­ir því að þetta sé brýn bót á fisk­veiðistjórn­un­ar­lög­un­um.“

Spurður hvort til greina komi að leggja fram fleiri til­lög­ur um breyt­ingu á fisk­veiðistjórn­un­ar­lög­un­um seg­ir Páll það koma til greina. Þó sé hann í öll­um meg­in­drátt­um sátt­ur við nú­ver­andi kerfi. „Ég hef verið í sókn og vörn fyr­ir fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið lengi. Ég tel, í öll­um aðal­atriðum, að við séum með besta og arðsam­asta sjáv­ar­út­veg í heimi. Þetta frum­varp gæti hins veg­ar stuðlað að frek­ari sátt um kerfið í heild.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »