244 grásleppusjómenn styðja kvótasetningu ráðherra

Fulltrúar undirskriftasöfnunarinnar, þeir Ólafur Örn Ásmundsson, Einar Sigurðsson og Stefán …
Fulltrúar undirskriftasöfnunarinnar, þeir Ólafur Örn Ásmundsson, Einar Sigurðsson og Stefán Guðmundsson, afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu meirihluta handhafa grásleppuveiðileyfa við kvótasetningu grásleppuveiða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristjáni Þór Júlíussyni, landbúnaðar- og sávarútvegsráðherra, var í dag afhent stuðningsyfirlýsing við frumvarp ráðherrans um kvótasetningu grásleppuveiða frá 244 handhöfum grásleppuveiðileyfa, það er um 54% allra leyfishafa á landinu.

Mikið var deilt um tilhögun veiðanna í ár þar sem margir grásleppusjómenn náðu varla að nýta veiðidagana sem gert var ráð fyrir.

Þá segir í yfirlýsingunni að með kvótasetningu mun „allur fyrirsjáanleiki og áætlanagerð þeirra sem málið varðar, batnar til muna frá því sem verið hefur. Má þar nefna margra mánaða undirbúning veiðarfæra, báta, mannaráðninga, vinnsluferla, samningsferla kaupenda og seljenda innanlands sem erlendis, áætlanagerð í sölu og markaðsmálum.“

„Við undirritaðir fulltrúar grásleppuútgerða og handhafar grásleppuleyfa lýsum yfir fullum stuðningi við frumvarp ráðherra um að grásleppa lúti veiðistjórnun með aflamarki,“ segir í yfirlýsingunni. „Öruggt má telja að aflamarks stýring leiði af sér minna sóknarálag þeirra er sækja verðmætin í greipar Ægis í viðsjárverðum aðstæðum þegar allra veðra er von . Öfugt við keppni í takmörkuðum fjölda veiðidaga.“

Óskað er eftir því að kvótasetningu verði komið á sem fyrst þannig að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna vertíðarinnar á næsta ári.

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, tekur við undirskriftunum og …
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, tekur við undirskriftunum og stuðningsyfirlýsingu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðeins 24% sögðu nei

Hópur innan og utan Landssambands smábátaeigenda hafði frumkvæði að undirskriftasöfnuninni og stóð hún í tíu daga og segja skipuleggjendur tilganginn hafi fyrst og fremst verið að kanna stuðning við frumvarpið meðal grásleppusjómanna.

Það eru 449 grásleppuleyfishafar á landinu og var haft samband við 321 eða 71% þeirra, af þeim sögðust aðeins 77 eða 24% ekki vilja taka þátt í yfirlýsingunni. Telja þeir sem að söfnuninni standa að þetta staðfesti að „einhliða málflutningur andstæðinga aflamarks stýringar í þessu tiltekna máli nýtur minna fylgis en vænta mátti.“

Um nokkurt skeið verið deilt innan Landssambands smábátaveiða um hvernig sé best að haga veiðunum og hafa meðal annars deilur gerst opinberar í pistlum á vef sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 395,19 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 428,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,35 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 347,02 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Glaumur NS 101 Handfæri
Þorskur 803 kg
Samtals 803 kg
17.7.24 Sæunn SF 155 Handfæri
Þorskur 785 kg
Ýsa 20 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 811 kg
17.7.24 Örn II SF 70 Handfæri
Þorskur 809 kg
Samtals 809 kg
17.7.24 Elli SF 71 Handfæri
Þorskur 846 kg
Samtals 846 kg
17.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Steinbítur 231 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 395,19 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 428,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,35 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 347,02 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Glaumur NS 101 Handfæri
Þorskur 803 kg
Samtals 803 kg
17.7.24 Sæunn SF 155 Handfæri
Þorskur 785 kg
Ýsa 20 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 811 kg
17.7.24 Örn II SF 70 Handfæri
Þorskur 809 kg
Samtals 809 kg
17.7.24 Elli SF 71 Handfæri
Þorskur 846 kg
Samtals 846 kg
17.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Steinbítur 231 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 284 kg

Skoða allar landanir »