Hart deilt um kvóta á aðalfundi LS

Landssamband smábátaeigenda hefur enn ekki kosið nýjan formann. Miklar umræður …
Landssamband smábátaeigenda hefur enn ekki kosið nýjan formann. Miklar umræður um tilhögun grásleppuveiða töfðu framhaldsfundinn sem haldinn var á föstudag. mbl.is/Alfons Finsson

Enn hefur ekki verið hægt að kjósa nýjan formann Landssamband smábátaeigenda (LS) þrátt fyrir að tveir mánuðir eru frá því að aðalfundarstörf hófust. Tafir hafa orðið meðal annars vegna mikilla deilna milli félagsmanna um ágæti kvótasetningu grásleppuveiða.

Fyrsti hluti aðalfundar félagsins var haldinn 15. október en þá var ákveðið var að fresta fundi vegna kórónuveirufaraldursins. Starfi málefnanefnda var þó haldið áfram í millitíðinni. Framhald aðalfundarins fór fram föstudaginn 11. desember og stóð til að afgreiða ályktanir og formannskjör, en Þorlákur Halldórsson sem gengt hefur embætti formanns hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri.

Þá sækjast tveir eftir embætti formanns LS, Arth­ur Boga­son og Gunn­ar Ingi­berg Guðmunds­son.

Ekki tókst að láta formannskjörið fara fram þar sem umræður um kvótasetningu grásleppuveiða drógust á langinn. Fram kemur á vef sambandsins að hart hafi verið deilt um málið, en á endanum hafi meirihlutinn ákveðið að samþykkja ályktunina sem borin var undir fundinn og kveður hún á um að sambandið hafni „öllum hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu“.

Atkvæðin féllu þannig að 26 greiddu atkvæði með tillögunni, 16 gegn og 3 sátu hjá.

Vert er að nefna að nýverið fékk Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afhenta stuðningsyfirlýsingu frá meirihluta grásleppuveiðileyfishafa vegna frumvarps um kvótasetningu veiðanna. Það er því ekki einhugur um málið þrátt fyrir að meirihluti atkvæða á fundi LS hafi verið greidd gegn kvótasetningu.

Leggja til breytingar

Þá samþykkti meirihlutinn að betra væri að gera umbætur á gildandi fyrirkomulagi grásleppuveiða og í því felst meðal annars að heimila veiðar frá 20 mars, grásleppuleyfi hvers báts gildi að lágmarki í 25 veiðidaga, veiðidagur telst vera hver dagur sem net hjá viðkomandi báts eru í sjó, heimila sameiningu leyfa og að veiðidagar sem fluttir eru frá bát skulu að hámarki vera tólf.

Jafnframt telur aðalfundur LS að tillaga Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla verði að liggja fyrir eigi siðar en 1. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 380,22 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 557 kg
Ýsa 261 kg
Hlýri 205 kg
Keila 152 kg
Karfi 102 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 1.291 kg
15.1.25 Sólrún EA 151 Lína
Þorskur 9.831 kg
Ýsa 1.287 kg
Karfi 638 kg
Hlýri 237 kg
Keila 150 kg
Grálúða 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.153 kg
15.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 22.047 kg
Þorskur 1.378 kg
Samtals 23.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 380,22 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 557 kg
Ýsa 261 kg
Hlýri 205 kg
Keila 152 kg
Karfi 102 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 1.291 kg
15.1.25 Sólrún EA 151 Lína
Þorskur 9.831 kg
Ýsa 1.287 kg
Karfi 638 kg
Hlýri 237 kg
Keila 150 kg
Grálúða 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.153 kg
15.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 22.047 kg
Þorskur 1.378 kg
Samtals 23.425 kg

Skoða allar landanir »