Andstaða við hagræðingu gerði útslagið

Örvar Marteinsson hefur sagt skilið við Landssamband smábátaeigenda (LS) og …
Örvar Marteinsson hefur sagt skilið við Landssamband smábátaeigenda (LS) og er nú formaður Samtaka smærri útgerða. Hann segir mikla andstöðu hafa verið innan LS við breytingar sem gætu greitt leið stækkunar og hagræðingar í stéttinni. mbl.is/Árni Sæberg

Árið 2013 tóku nokkrir útgerðarmenn sig saman og stofnuðu Samtök smærri útgerða um leið og þeir sögðu skilið við Landssamband smábátaeigenda. „Um það bil 25 bátar eru skráðir í samtökin og félagið því tiltölulega lítið, en þetta eru bátar sem eru í rekstri allt árið og köllum við þetta oft félagsskap atvinnumannanna í krókaaflamarkskerfinu,“ segir Örvar Marteinsson, formaður samtakanna og einn af eigendum Sverrisútgerðarinnar ehf. í Ólafsvík.

Klofningurinn varð vegna skiptra skoðana innan LS um hvort hvetja ætti stjórnvöld til að breyta skilgreiningu smábáta til að ná yfir báta allt að 15 metrum að lengd og eins að gera ýmsar lagfæringar á fyrirkomulagi veiða. Örvar segir það hafa valdið miklum breytingum innan LS þegar strandveiðikerfið var tekið upp fljótlega eftir bankahrun en þá fjölgaði mjög í stétt smábátaútgerðarmanna og hópurinn varð ekki jafn einsleitur og áður því nýliðarnir í greininni eru aðeins starfandi á sjó hluta úr ári.

„Gríðarlegur fjöldi af nýjum atkvæðum kom inn í Landssambandið og áhrif þeirra sem stunda veiðar árið um kring þynntust út sem því nam. Fljótlega kom í ljós, þegar reynt var að beina stefnu sambandsins í tiltekna átt, að á meðal félagsmanna var mikil andstaða við hvers kyns breytingar sem gætu greitt leið stækkunar og hagræðingar í stéttinni.“

Kvóti kæmi í stað veiðidaga

Að sögn Örvars eru mjög skiptar skoðanir um hvernig smábátaveiðum skuli háttað en opinber umræða gefi ranglega þá mynd að þeir sem starfi við smábátaútgerð séu einhuga. Meðal deilumála er hvort leyfa eigi smábátum aukið veiðarfærafrelsi til að auka afköst og hagkvæmni umfram það sem hægt er með handfæra- og línuveiðum. „Er rétt að undirstrika að slíkar breytingar myndu ekki taka neitt af strandveiðimönnum þó aðrir mættu hagræða.“

Örvar minnist þeirra viðtaka sem hann fékk á fundi LS, skömmu áður en hann kvaddi Landssambandið, í þá veru að grásleppuveiðum yrði stýrt með kvóta frekar en með veiðidagakerfi. „Hafrannsóknastofnun kemur með tillögu um það hversu marga daga hver grásleppubátur má vera að veiðum og ráðherra gefur út reglugerð í samræmi. Fyrir mörgum árum var svigrúmið töluvert og gátu smábátaútgerðir vænst þess að fá 80 til 90 veiðidga en upp á síðkastið hefur niðurstaðan verið 25 til 40 dagar.“

Ekki eru allir á einu máli í sambandi við tilhögun …
Ekki eru allir á einu máli í sambandi við tilhögun grásleppuveiða. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Bendir Örvar á að fyrir vikið sé mun erfiðara fyrir sjómenn að skipuleggja veiðarnar, sem fara aðallega fram yfir sumarmánuðina. „Grásleppuveiðar geta hafist 1. mars og enginn veit fyrr en reglugerðin kemur út hversu margir veiðidagarnir verða. Gerist það jafnvel stundum að reglurnar eru ekki birtar fyrr en eftir að veiðar hafa hafist. Þetta veldur því að mjög snúið er að gera hvers kyns áætlanir um reksturinn og illmögulegt að fá mannskap til að taka þátt í veiðunum ef þær vara bara hluta úr sumrinu. Enginn er að fara að ráða sig á grásleppubát ef hann veit ekki hvort hann hefur vinnu í 25, 30 eða 40 daga.“

Segir Örvar að sumir smábátaútgerðarmenn hafi leyst vandann með því að hafa tvo eða þrjá báta til umráða og geta þannig veitt samfleytt næstum allt sumarið. „En þetta er álíka hagkvæmt og ef leigubílstjóri mætti bara taka farþega í einn tiltekinn bíl einn mánuðinn og þyrfti að skipta yfir í annan bíl í næsta mánuði.“

Minni sveigjanleiki en sömu gjöld

Örvar bendir á margt fleira sem mætti gera til að stuðla að meiri hagræðingu í smábátaveiðum, auka verðmætasköpun og bæta rekstrarforsendur. Hann segir smábátaútgerðir búa við óþarfa hömlur sem t.d. torveldi sjómönnum að stunda veiðar þegar von er á besta verðinu á markaði.

„Það er einfaldlega þjóðhagslega óhagkvæmt að geta ekki stillt veiðarnar betur í samræmi við aðstæður og eftirspurn, og það þegar greinin er að auki bundin við mjög kostnaðarsöm veiðarfæri. Þrátt fyrir allar þær takmarkanir sem smábátaútgerðir verða að búa við þurfum við samt að borga sömu veiðigjöldin og aðrir sem veitt geta með mun hagkvæmari hætti og stýrt veiðunum þannig að þeir fá margfalt hærra verð fyrir aflann,“ segir hann. „Ég tel að sömu veiðgjöld, en mun strangari takmarkanir, séu að öllum líkindum á skjön við stjórnarskrárvarin réttindi. Sem dæmi má nefna að veiðigjöld á steinbít eru ca. 10% af brúttóaflaverðmæti fyrir okkur, en örugglega a.m.k. helmingi minni fyrir togarana.“

Glíma við mikla neikvæðni

Þrátt fyrir að hafa kvatt Landssamband smábátaeigenda segir Örvar að það væri óskandi ef smábátaútgerðir gætu snúið bökum saman til að vinna að bættum hag allra. Ekki veiti af samstöðu í greininni þó það væri bara til að bæta þjóðfélagsumræðuna sem er allt of oft neikvæð í garð sjávarútvegsins.

Örvar segir umræðuna um greinaina verða fyrir of neikvæðri umræðu.
Örvar segir umræðuna um greinaina verða fyrir of neikvæðri umræðu. mbl.is/Alfons Finsson

„Mér finnst það furðulegt að þessi undirstaða þjóðarefnahagsins skuli endalaust verða fyrir barðinu á neikvæðri umræðu og stöðugt deilt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Var það þó þetta kerfi sem varð hvatinn að þeirri hagræðingu sem íslenskur sjávarútvegur þurfti á að halda svo að afkomunni varð snúið úr mínus í plús og auður skapaður fyrir alla þjóðina. Ekki nóg með það heldur spratt upp úr þessu kerfi svakaleg nýsköpun í matvælaiðnaði og hátækni,“ rekur Örvar.

„Þrátt fyrir allt þetta er neikvæðnin svo mikil að maður þorir varla að færa það í tal á mannamótum að maður starfi við fiskveiðar. Er það líka merkilegt að eins og stjórnmálamenn virðast reiðubúnir að greiða götu flestra atvinnugreina þá eru þeir svakalega fljótir að leggja steina í götu okkar sem vinnum í sjávarútveginum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 380,22 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 557 kg
Ýsa 261 kg
Hlýri 205 kg
Keila 152 kg
Karfi 102 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 1.291 kg
15.1.25 Sólrún EA 151 Lína
Þorskur 9.831 kg
Ýsa 1.287 kg
Karfi 638 kg
Hlýri 237 kg
Keila 150 kg
Grálúða 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.153 kg
15.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 22.047 kg
Þorskur 1.378 kg
Samtals 23.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 380,22 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 557 kg
Ýsa 261 kg
Hlýri 205 kg
Keila 152 kg
Karfi 102 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 1.291 kg
15.1.25 Sólrún EA 151 Lína
Þorskur 9.831 kg
Ýsa 1.287 kg
Karfi 638 kg
Hlýri 237 kg
Keila 150 kg
Grálúða 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.153 kg
15.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 22.047 kg
Þorskur 1.378 kg
Samtals 23.425 kg

Skoða allar landanir »