Grásleppufrumvarp til Alþingis

Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um upptöku kvótakerfis í grásleppuveiðum hefur …
Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um upptöku kvótakerfis í grásleppuveiðum hefur verið dreift á Alþingi. mbl.is/Sigurður Ægisson

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu grásleppuveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpinu fylgir einnig kvótasetning veiða á sandkola og sæbjúgum.

Nái frumvarpið fram að ganga verða grásleppuveiðar skipulagðar með sama hætti og veiðar annarra tegunda í gegnum kvótakerfi en veiðarnar hafa til þessa hefur verið stjórnað með útgefnum veiðidögum. Þá er gert ráð fyrir að hver grásleppuveiðileyfishafi fái útgefinn kvóta á grundveilli veiða undanfarinna ára.

Þá er gert ráð fyrir í frumvarpinu að sett verður hámarks aflahlutdeild í tegundinni og mun hún nema 2% af heildaraflamarki.

Miklar deilur hafa verið um kvótasetningu meðal smábátaútgerðarmanna, en meirihluti þeirra sem stunda grásleppuveiðar eru hlynntir kvótasetningu á meðan aðrar smábátaútgerðir, svo sem strandveiðisjómenn, eru mótfallnir þessum hugmyndum. Hart var tekist á um málið á aðalfundi Landssamband Smábátaeigenda.

Einnig sandkoli og hryggleysingjar

Samhliða kvótasetningu grásleppuveiða leggur ríkisstjórnin einnig til í frumvarpi sínu að útgefið verður aflamark fyrir sandkola. Þá segir í greinargerð að um langt skeið hafi Hafrannsóknastofnun hafi aðeins lagt til aflamark á afmörkuðu svæði „þar sem beinar veiðar á sandkola voru ekki stundaðar utan þess. Frá árinu 2016 hefur ráðgjöfin gilt fyrir Íslandsmið.“

Jafnframt leggur ríkisstjórnin til að kvótasetning verði komið á vegna veiða á hryggleysingjum og er í greinargerð bent á aukinn áhuga á ígulkerum og sæbjúgum. Þá hafi sóknin verið slík að heildarafli sæbjúgna hafi verið umfram veiðiráðgjöf undanfarin fiskveiðiár og að veiðar hafa verið stöðvaðar áður en veiðitímabili lýkur.

Áhuginn á sæbjúgum hefur aukist mikið undanfarin ár.
Áhuginn á sæbjúgum hefur aukist mikið undanfarin ár. mbl.is/Albert Kemp

„Vegna endurskoðunar ráðgjafar er útlit fyrir að afli á næsta fiskveiðiári verði allt að 60% minni en fyrir tveimur árum. Þetta er óheppilegt, leiðir til kapphlaups um veiðarnar, verri umgengni um afla og skaðar verðmætasköpun í vinnslu og markaðsstarfi. Léleg afkoma mun vera af veiðunum. Hefur þetta raunar leitt útgerðir skipa á þessum veiðum til að leita gagnkvæmra samninga sín á milli um skiptingu veiðimagns,“ segir í greinargerðinni.

Þá sé ljóst að þurfi almenna heimild í lögum til úthlutunar svæðisbundinna aflaheimilda fyrir stofna hryggleysingja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »