Vísbendingar um að fækkun starfa sé óhjákvæmileg

Margt bendir til þess að fiskvinnslustörfum fækki ört á komandi …
Margt bendir til þess að fiskvinnslustörfum fækki ört á komandi árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa í miklum mæli fjárfest í aukinni sjálfvirknivæðingu vinnslna undanfarin misseri, andstætt keppinautum í Noregi og víðar um Evrópu sem hafa úthýst fiskvinnslu í umfangsmiklum mæli til annarra ríkja, einkum svæða þar sem laun eru lægri. Töluvert magn af fiski er jafnvel flutt heilfrosið alla leið til Kína þar sem fiskurinn er þíddur, unninn, endurfrystur og síðan fluttur til baka til Evrópu.

Þessi munur í áherslum sést bersýnilega þegar skoðuð eru útflutningsverðmæti afurðanna og gátu 200 mílur sagt frá því í síðasta mánuði að samkvæmt talnagögnum Sea Data Center skilaði útflutt kíló af þorski á þessu ári (janúar til ágúst) Íslendingum 6,13 evrum í útflutningsverðmæti. Á sama tíma skilaði hvert útflutt kíló Norðmönnum aðeins 4,72 evrum.

Óunninn fiskur

Meðal OECD-ríkjanna er Ísland með næsthæstu meðallaun, aðeins Lúxemborg er með hærri meðallaun. Það er því ljóst að hvert starf kostar fyrirtæki sem hyggja á rekstur hér á landi töluvert meira en samkeppnisaðila sem færa vinnslur sínar úr heimalöndum til ódýrari markaða. Það er þó ekki aðeins launastigið sem er hærra hér á landi heldur eru skattar og gjöld meiri hérlendis, til að mynda launatengd gjöld.

Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa því eðlilega leitað leiða til þess að hámarka afköst í þeim tilgangi að tryggja hagkvæmni reksturs hér á landi og hefur það hvatt til ýmissa tækniframfara sem hafa skapað grundvöll fyrir aukin gæði, en það eru einmitt þau sem um sinn gera fyrirtækjum kleift að ná sem hæstu verði fyrir afurðina sem getur þar með greitt þessa kostnaðarliði sem eru minni eða jafnvel ekki til staðar víða erlendis.

Fram kom í skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um útflutning á óunnum fiski í gámum, sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið, að útflutningur fisks sem keyptur er á fiskmörkuðum hefur aukist töluvert. Þá er mest flutt út af óunnum þorski, ýsu, karfa og ufsa. Þetta staðfestir þau orð sem heyrast sífellt oftar í greininni að eina leiðin til þess að innlendar vinnslur geti keppt við ódýrara vinnuafl erlendis er að fjárfesta í tækninni.

Skapa sér rými

Umfangsmiklar fjárfestingar verða hins vegar að byggjast á öruggum tekjugrunni. „Ef allur fiskur yrði settur á markað myndi það hafa neikvæð áhrif á nýsköpun en mikilvæg forsenda hennar er talin vera órofin virðiskeðja. Ef hún rofnar skapast óstöðugleiki sem yrði neikvætt fyrir nýsköpun. Mesta nýsköpunin hér á landi er að mati viðmælenda hjá stærri vinnslum sem ráða yfir allri virðiskeðjunni. Ef allur fiskur yrði settur á markað yrði hráefni ótryggt og að öllum líkindum dýrara en nú er,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.

Það virðist því óráðið hvernig fiskvinnslur án veiðiheimilda hyggjast standast samkeppnina, ekki bara við erlenda kaupendur heldur einnig innlenda. Eftir því sem fyrirtæki sem bæði fara með aflaheimildir og vinnslu tæknivæða vinnslulínur sínar skapa þau rými til að yfirbjóða erlenda og innlenda aðila á fiskmörkuðunum.

Ekki verður annað séð en að eina tækið sem hægt er að beita í þeim tilgangi að halda verðmætasköpun fiskvinnslunnar hér á landi sé einmitt tækið sem mun fækka störfum í greininni. Fækkun fiskvinnslufyrirtækja hér á landi kann því að vera óhjákvæmilegt hvort sem það magn sem unnið er hér á landi er mikið eða lítið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,68 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,00 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 279,19 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,31 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,68 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,00 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 279,19 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,31 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »