Kínversk yfirvöld vilja íslensk fiskiskip á skrá

Nýjar kröfur frá kínverskum stjórnvöldum vegn ainnflutning sjávarafurða fela í …
Nýjar kröfur frá kínverskum stjórnvöldum vegn ainnflutning sjávarafurða fela í sér að íslensk fiskiskip verði á skrá hjá kínverskum stjórnvöldum og að skjalfestar verði aðgerðir gegn kórónuveirusmitum. AFP

Yfirvöld í Kína hafa tilkynnt Matvælastofnun (MAST) að frá og með 1. janúar 2021 verði nýtt heilbrigðisvottorð tekið í notkun fyrir fiskafurðir sem fluttar eru til Kína. Felur þetta í sér að íslensk fiskiskip verði á skrá hjá kínverskum stjórnvöldum og að skjalfestar verði aðgerðir gegn kórónuveirusmitum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá MAST.

Þá hafa vottunarkröfur verið hertar og nýjum bætt við og er þetta hluti af aðgerðum kínverskra yfirvalda til að sporna gegn því að kórónuveiran, sem átti upptök sín í Wuhan í Kína, berist til Kína með innfluttum fiskafurðum. Kröfurnar eru gerðar gagnvart fleiri ríkjum.

„Yfirvöld í Kína hafa undanfarnar vikur tekið sýni til rannsókna á kórónaveirunni SARS-CoV-2 í fiskafurðum og umbúðum þeirra sem fluttar eru til Kína.  Markmiðið er að draga úr hættu á að veiran berist með innfluttum afurðum til Kína,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að fyrstu tvö skipti sem kórónuveira greinist við sýnatöku verður sett vikulangt innflutningsbann á viðkomandi framleiðenda. Á hvert jákvætt sýni eftir það verður sett á fjögurra vikna innflutningsbann. „Ekkert jákvætt sýni af íslenskum fiskafurðum hefur greinst við innflutningseftirlit í Kína,“ segir í tilkynningu MAST.

Vilja skrá öll skip hjá kínverskum stjórnvöldum

Fram kemur í tilkynningunni að MAST hafi átt í samráði við kínversk stjórnvöld að undanförnu vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar. Þá á að tilgreina í heilbrigðisvottorði öll veiðiskip og/eða vinnsluskip, vinnslustöðvar og sjálfstæðar frystigeymslur svo rekjanleiki afurðanna sé tryggður alla framleiðslu- og flutningslínuna.

Krafist er að öll veiðiskip, vinnsluskip, vinnslustöðvar og sjálfstæðar frystigeymslur þurfa að vera skráð á opinberan lista hjá yfirvöldum í Kína. Jafnframt eiga allar starfseiningar í framleiðsluferlinu að hafa innleitt aðgerðir til að fyrirbyggja kórónuveirusmit á öllum stigum í framleiðslu- og flutningslínunni byggðar á leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO)  og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Töluvert af fiski er flutt til Kína, en einnig þaðan …
Töluvert af fiski er flutt til Kína, en einnig þaðan til annarra ríkja. AFP

„Matvælastofnun vinnur að skráningu veiðiskipa á opinbera lista í Kína og er í viðræðum um heilbrigðisvottorðin. Útflytjendum mun tilkynnt um nýtt vottorð eins fljótt og unnt er. Allar aðgerðir miða að því að hafa alla þætti er snerta útflutning fiskafurða til Kína tilbúna fyrir 1. janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.

Ekki er leyfilegt að tilgreina einingar í heilbrigðisvottorðinu nema þær hafi birst á opinberum lista kínverskra yfirvalda enda verður frá áramótum ekki heimilt að flytja sjávarafurðir til Kína afurðir sem unnar eru úr afla skipa sem ekki eru skráð á opinberan lista í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,68 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,00 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 279,19 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,31 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,68 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,00 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 279,19 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,31 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »