„Takmarkanir á veiðar fullkomin ofstjórnunarárátta“

„Ég lít svo á að það sé grundvallaratriði í sambandi …
„Ég lít svo á að það sé grundvallaratriði í sambandi við smábátaflotann og smábátaveiðar að tryggja sem mestum veiðirétti þeim til handa,“ segir Arthur Bogason, nýkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda. Ljósmynd/Landssamband smábátaeigenda

„Mér finnst þetta nú sjálfum pínulítið skrýtið allt saman, en ég var orðinn leiður á því að hanga uppi í stúku og vildi bara endilega komast inná og ákvað þess vegna að athuga hvort það væri einhver leið,“ segir Arthur Bogason, nýr formaður Landssamband smábátaeigenda, spurður um framboð sitt.

Hann er nefnilega enginn nýgræðingur á þessu sviði en hann gegndi formennsku sambandsins í tæplega þrjátíu ár eða frá 1985 til 2013. „Ég verð að viðurkenna það að eftir að vera hættur í sjö ár þá varð ég alveg steinhissa á því hvað ég fékk mikinn stuðning.“

Arthur var kjörinn á aðalfundi sambandsins á föstudag en aðalfundarstörfum hafði verið frestað í tvígang, fyrst vegna faraldurs og síðar var kosningunni frestað vegna deilna um tilhögun grásleppuveiða.

Formaðurinn kveðst ekkert unglamb lengur enda orðinn 65 ára. „Ég er svolítið þreyttur á því að fólk sem er komið á minn aldur sé dæmt úr leik vegna þess að maður sé orðinn eitthvað hrumur. Það vantar mikið upp á það að toppstykkið á mér hafi ólagast mikið. Það kannski batnar ekki með árunum en ég er ekki orðinn einhver æringi. Ég vona bara að ég sé hvatning fyrir fólk á mínum aldri um að það geti átt „come-back“ og að það eigi séns.“

Ofstjórnunarárátta

Hinn nýi formaður smábátaeigenda segir margt hafa breyst í umgjörð smábátaveiða en að grundvallaratriðin séu ávallt þau sömu. „Ég lít svo á að það sé grundvallaratriði í sambandi við smábátaflotann og smábátaveiðar að tryggja sem mestum veiðirétti þeim til handa og berjast fyrir sem mestu frjálsræði í þeirra veiðiskap,“ útskýrir hann.

„Ég er algjörlega sannfærður um það að þessar óhemju ströngu takmarkanir t.d. á handfærum og línuveiðum sé fullkomin ofstjórnunarárátta og hefur ekkert að gera með verndun eða einhverja stjórnun á stærð fiskistofna. Það getur vel verið að við höfum einhver áhrif á stærð fiskistofna en að ímynda sér það að trillubátar séu þar einhver merkjanleg stærð er als ekki í lagi af mínu viti.“

Arthur lét af störfum sem formaður eftir 28 ár í …
Arthur lét af störfum sem formaður eftir 28 ár í embætti. Nú er hann mættur aftur og telur grundvallaratriðin í smábátaveiðum þau sömu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þá skjóti það skökku við að þrengja sífellt að veiðum sem hann segir vera þeir umhverfisvænustu í ljósi mikillar umræðu um umhverfismálin, auk skapa þessar veiðar mesta atvinnu miðað við dreginn afla úr sjó, að sögn Arthurs. „Það þarf enga kjarnorkueðlisfræðinga til þess að sjá að smábátarnir með sín léttu og veigalitlu veiðarfæri er sá útgerðarflokkur sem veldur sem minnstri röskun á lífríkinu í hafinu, hvers vegna eru þeir þá ekki með forgang í veiðum – það er mér algjörlega óskiljanlegt.“

Vill beita sér fyrir sáttum

Hart hefur verið deilt um grásleppuveiðar innan félagsins og vill stór hluti félagsmanna að veiðarnar verði settar í kvóta, eins og meirihluti þeirra sem stunda veiðarnar vilja, á meðan meirihluti félagsmanna landssambandsins hafa viljað gera umbætur á núverandi kerfi.

Spurður hvort hann telji hægt að skapa sátt meðal félagsmanna um tilhögun grásleppuveiða, svarar hann að það sé tvísýnt. „Ég held að það getur alveg brugðist til beggja vona með það. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að finna leið til að ná einhverri sátt, en ég ætlast ekki til þess að menn smalist í hólf eftir því sem ég skipa fyrir. Ég mun bara höfða til þess að það er samstaða sem hefur skilað okkur árangri en sundrung skilað ófarnaði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Lilja SH 16 Lína
Ýsa 1.651 kg
Þorskur 789 kg
Langa 156 kg
Steinbítur 56 kg
Keila 33 kg
Sandkoli 5 kg
Samtals 2.690 kg
22.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 2.575 kg
Þorskur 153 kg
Steinbítur 58 kg
Langa 47 kg
Keila 10 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 2.845 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Lilja SH 16 Lína
Ýsa 1.651 kg
Þorskur 789 kg
Langa 156 kg
Steinbítur 56 kg
Keila 33 kg
Sandkoli 5 kg
Samtals 2.690 kg
22.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 2.575 kg
Þorskur 153 kg
Steinbítur 58 kg
Langa 47 kg
Keila 10 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 2.845 kg

Skoða allar landanir »

Loka