Baldvin tekur við útgerð Samherja í Evrópu

Baldvin Þorsteinsson mun taka við forystuhlutverki í Evrópuútgerð Samherja, þar …
Baldvin Þorsteinsson mun taka við forystuhlutverki í Evrópuútgerð Samherja, þar á meðal stöðu framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi. Ljósmynd/Samherji

Ákveðið hef­ur verið að Bald­vin Þor­steins­son leiði út­gerðar­starf­semi Sam­herja í Evr­ópu. Hann tek­ur við af Har­aldi Grét­ars­syni sem hef­ur starfað fyr­ir Sam­herja og tengd fé­lög í tæp­lega þrjá ára­tugi.

Har­ald­ur mun láta af stjórn­un­ar­starfi sínu hjá Evr­ópu­út­gerð Sam­herja Hold­ing ehf. í byrj­un apríl en hann hef­ur starfað hjá Sam­herja og tengd­um fé­lög­um frá 1992, að því er fram kem­ur á vef Sam­herja.

Þar seg­ir að Bald­vin taki við starfi Har­ald­ar og mun hann vera með aðset­ur í Hollandi. „Sam­hliða þessu verða gerðar eðli­leg­ar skipu­lags­breyt­ing­ar á næstu miss­er­um.“ Bald­vin er einn aðal­eig­enda Sam­herja Íslands ehf. og son­ur stofn­enda sam­steyp­unn­ar og for­stjóra henn­ar, Þor­steins Más Bald­vins­son­ar.

Har­ald­ur, sem hef­ur gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra Deutsche Fischfang Uni­on (DFFU) í Cuxhaven og setið í stjórn­um ým­issa fé­laga, mun til árs­loka veita fé­lög­um Sam­herja ráðgjöf.

Hann hef­ur verið einn af burðarás­um í rekstri Sam­herja Hold­ing um langt skeið, að sögn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar. Har­ald­ur hafi borið ábyrgð á Evr­ópu­út­gerð fé­lags­ins og um leið því flókna reglu­verki og þeim viðamiklu sam­skipt­um sem fylgja sjáv­ar­út­veg­in­um í Evr­ópu.

Haraldur Grétarsson ásamt eiginkonu sinni Hörpu Ágústsdóttur.
Har­ald­ur Grét­ars­son ásamt eig­in­konu sinni Hörpu Ágústs­dótt­ur. Ljós­mynd/​Sam­herji

„Þegar við flutt­um til Skot­lands í lok síðustu ald­ar og hóf­um að starfa fyr­ir Onw­ard Fis­hing í Aber­deen þá óraði okk­ur ekki fyr­ir hvaða ferðalag við átt­um fyr­ir hönd­um. Á þessu ferðalagi höf­um við kynnst mörgu góðu fólki og mjög öfl­ug­um sam­starfs­mönn­um sem hafa í sam­ein­ingu stuðlað að þeim frá­bæra ár­angri sem náðst hef­ur á þess­um tíma. Fyr­ir það vilj­um við þakka og óska sam­starfs­fólki okk­ar alls hins besta um ókomna framtíð,“ er haft eft­ir Har­aldi á vef Sam­herja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »