Óþekktir auðmenn og magnað helvíti

Umfjöllun 200 mílna á árinu 2020 var fjölbreytt og var …
Umfjöllun 200 mílna á árinu 2020 var fjölbreytt og var meðal vinsælasta efnisins óánægður fiskikóngur, fyrsta fastráðna konan í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, Raggi togari í Eyjum og þrír mikið veikir sjómenn. Samsett mynd

Það verður ekki annað séð en að árið 2020 verði með þeim eftirminnilegustu í manna minnum. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldur hafi sett svip sinn á samfélagið allt var að finna fjölbreytt fréttaefni meðal vinsælustu frétta á 200 mílum á mbl.is á síðasta ári.

Það þykir því tilefni til að rifja upp tíu mest lesnu fréttirnar á 200 mílum á árinu sem leið.

1. „Þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó“

Gulbínói í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Gulbínói í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Furðufiskur sem veiddist níu mílur vestur af Surtsey vakti gríðarlega athygli á árinu. Um er að ræða albínóa fisk eða „gulbínóa“ sem kom í land í Vestmannaeyjum með afla Drangavík VE.

„Margt skrýtið hef ég séð um dagana en þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó sem fyrir augu mín hefur borið. Þarna virðast Eyjamenn hafa veitt eina gulleintakið í þorskstofninum!“ sagði dr. Gunnar Jónsson fiskifræðingur þegar hann sá myndir af fiskinum.

„Náttúran er afar „grimm“ í svona frávikum. Slíkir einstaklingar lenda í miklu einelti og eru yfirleitt drepnir af „félögunum“ á fyrstu þroskastigum. Þessi fiskur hefur einhverra hluta vegna náð að smjúga framhjá „afætum“ náttúrunnar og það er afar merkilegt.“

2. Ósáttur við að þurfa að taka fisk úr sölu

Fiskikóngurinn Kristján Berg, sem nú einnig er þekktur fyrir heita …
Fiskikóngurinn Kristján Berg, sem nú einnig er þekktur fyrir heita potta, kvaðst ekki sáttur við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fiskikóngurinn, Kristján Berg, tók til Facebook og lýsti óánægju með heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem hann sagði vera að „rífa úr sér hjartað og sálina á sama tíma“. Vildi Kristján meina að með athugasemdum sínum og kröfu um að taka matvæli úr sölu í kjölfar eftirlitsferðar í verslun hans hafi heilbrigðiseftirlitið vegið að íslenskri matarmenningu.

Sagði hann málið meðal annars snúa að því að þeir sem hann keypti ýmsan varning af, svo sem hnoðmör, hákarl og reyktan lunda, hafi ekki verið með framleiðsluleyfi frá Matvælastofnun.

Upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur leiddu í ljós að fundið var að ýmsu í verslun fiskikóngsins.

3. Óþekktir auðmenn sigla við landið

Lúxussnekkjan Ragnar vakti töluverða athygli. Ekkert er vitað hverjir dvöldu …
Lúxussnekkjan Ragnar vakti töluverða athygli. Ekkert er vitað hverjir dvöldu um borð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir mun minni ferðamannastraum í sumar en undanfarin ár virtust einhverjir erlendir gestir rata hingað til lands. Var lúxusskipið Ragnar við bryggju á Akureyri um miðjan júlí og vakti skipið mikinn áhuga heimamanna sem vildu ólmir skoða skipið og keyrðu niður á bryggju í þeim tilgangi.

Ljósmyndari mbl.is náði mynd af skipinu sem hafði verið á ferð um landið. Ekki var vitað hverjir dvöldu um borð, en það kostar um 73 milljónir króna á viku að leigja Ragnar.

4. Missti sig af hamingju þegar stúlkan fannst á lífi

Hallbjörg Erla Fjeldsted varðstjóri Landhelgisgæslunnar sagði frá gefandi starfi sínu.
Hallbjörg Erla Fjeldsted varðstjóri Landhelgisgæslunnar sagði frá gefandi starfi sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðtal við varðstjórann Hallbjörgu Erlu Fjeldsted var mikið lesið en hún er fyrsta fastráðna konan í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá stofnun hennar árið 1951. Rakti Hallbjörg Erla helsta hlutverk stjórnstöðvarinnar en hún sinnir skipulagningu leitar- og björgunarþjónustu fyrir sjófarendur og samhæfingu framkvæmdar leitar- og björgunaraðgerða.

„Eins áttum við í miklu samstarfi við varðskipið Þór þegar það stóð í ströngu fyrir norðan og á Vestfjörðum í óveðursbylgjunum sem gengu yfir í vetur. Ég var einmitt á vaktinni kvöldið sem snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súgandafirði. Fólk í þessu er mannlegt og ég allavega missti mig af hamingju að heyra í talstöðinni þegar björgunarsveitin fann stelpuna á lífi,“ var meðal þess sem Hallbjörg Erla sagði frá.

5. Þrír skipverjar mikið veikir

Heil­brigðis­starfs­menn um borð í tog­ar­an­um Hrafni Sveinbjarnarsyni er hann lá …
Heil­brigðis­starfs­menn um borð í tog­ar­an­um Hrafni Sveinbjarnarsyni er hann lá við bryggju í Vestmanneyjum. LJós­mynd/​Face­book

Alls voru 17 af 20 skipverjum úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 veikir og þrír mikið veikir þegar togarinn lagði að bryggju í Vestmannaeyjum að kvöldi nítjánda mars. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju en forgangsmál var að sinna sjúklingunum.

Sýni vegna gruns um kórónuveirusmit voru tekin úr sjö skipverjum. Fjórir voru færðir í land og var komið fyrir í farsóttarhúsi vegna veikinda. Aðrir skipverjar voru áfram um borð í biðkví. Sem betur fer reyndust allir 17 vera lausir við kórónuveirusmit.

6. „Þú átt einn séns annars ertu dauður“

Trillukarlinn Ragnar Þór Jóhannsson í Eyjum vakti töluverða athygli í …
Trillukarlinn Ragnar Þór Jóhannsson í Eyjum vakti töluverða athygli í aðdraganda jóla. mbl.is/Ómar Garðarsson

Raggi togari, einnig þekktur sem Ragnar Þór Jóhannsson, er trillusjómaður í Vestmanneyjum og veitti fréttaritara í Vestmannaeyjum hjartnæmt viðtal sem fyrst var birt í blaði 200 mílna 12. desember en var síðan birt á vefnum.

Hinn síkáti Ragnar sagði með einstakri einlægni frá því að hafa misst móður sína ungur, hvernig hann tók slaginn við Bakkus og hafði betur. Hann hefur oftar en einu sinni komist í hann krappan. Horfst í augu við dauðann og var nálægt því að drekkja sameiginlegri þjóðargersemi Íslands og Færeyja.

7. Malín Brand ekki á sjóinn með Þórði

Malín Brand festi kaup á bátnum sem sökk í Hofsóshöfn …
Malín Brand festi kaup á bátnum sem sökk í Hofsóshöfn ásamt unnusta sínum Þórði Bragasyni. Ljósmynd/Samsett

Það er ekki oft sem sagt frá því sem fólk hyggst ekki gera, en það var vel við hæfi í febrúar er fréttist að Þórður Bragason hafði ásamt unnustu sinni, Malínu Brand, fest kaup á bát sem sökk í höfninni á Hofsósi í óveðrinu í desember 2019.

„Ég veit ekki hvort hún verður með mér á sjónum,“ sagði Þórður sem kvaðst ætla að gera bátinn út frá Suðureyri með strandveiðar í huga. „Það væri nú gaman,“ svaraði Malín spurð hvort hún ætlaði að stunda sjómennsku. „En ég ætla að nýta tímann og skrifa bók sem tengist sjávarútvegi, útgerð á Suðureyri og þeirri merku sögu.“

8. Fitusýrur úr lýsi eyða kórónuveiru

Hægt var að sýna fram á að fríar fitusýrur sem …
Hægt var að sýna fram á að fríar fitusýrur sem er að finna í lýsi geta á tilraunastofu eytt kórónuveirum. Ljósmynd/Aðsend

Það þóttu töluverð tíðindi í byrjun desember að fríar fitusýrur sem eru að finna í þorskalýsinu gamla hafa þann eiginleika að geta eytt kórónuveirum, en þetta staðfestu tilraunir á rannsóknastofu í Bandaríkjunum.

Því miður er lítið af þessum fríu fitusýrum í lýsinu sem fæst út í búð, en Lýsi hf. ásamt samstarfsaðilum hefur þróað sérstaka vöru þar sem slíkum fitusýrum hefur verið bætt við. Varan læknar ekki sjúkdóminn sem veiran veldur en talið er að með inntöku vörunnar er hægt að draga úr hættu á veirusmiti í kok og efri gómi.

„Þessar niðurstöður segja okkur að virknin er töluvert mikil og þá er næsta skref að prófa virknina á fólki og það er að fara í gang núna,“ sagði Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., við tilefnið.

9. Loka líkamsræktarstöð og taka ekki þátt í sýningum

Marel greip til töluverðra aðgerða til að vernda fyrirtækið gegn …
Marel greip til töluverðra aðgerða til að vernda fyrirtækið gegn áhrifum hugsanlegra veirusmita. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það virtist ekki að fara framhjá neinum að tækni- og iðnaðarrisinn Marel ákvað í byrjun marsmánaðar að loka líkamsræktarstöð í starfsstöð fyrirtækisins í Garðabæ. En á þessum tíma voru fyrirtæki að grípa til fyrstu umfangsmiklu lokanirnar til þess að verja starfsemi sína í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar.

Auk lokunnar líkamsræktarstöðvarinnar tekið upp breytt fyrirkomulag hádegisverðar þannig að starfsmenn snæði ekki allir á sama tíma, árshátíð starfsmanna frestað og ákveðið að taka ekki þátt í ellefu alþjóðlegum sýningum, þar á meðal sjávarútvegssýningunni í Brussel. Sýningunni í Brussel var síðar aflýst.

10. Týndi sjómaðurinn er átján ára

Sjómanni sem féll fyrir borð á fiskiskipi í Vopnafirði var …
Sjómanni sem féll fyrir borð á fiskiskipi í Vopnafirði var leitað í viku í maí. Ljósmynd/Jón Helgason

Það voru döpur tíðindi sem bárust er skipverji á Erling KE-140 féll útbyrðis er fiskiskipið var rétt ókomið til hafnar á Vopnafirði 18. maí. Það var síðan 22. maí sem 200 mílur sagði frá því að skipverjinn hafi verið hinn átján ára Axel Jósefssyni Zarioh.

Umfangsmikil leit stóð yfir í viku og komu tæplega 140 einstaklingar að leitinni á einum degi er mest lét. Fjöldi björgunarsveita voru kallaðar út og flaug Landhelgisgæslan yfir leitarsvæðið. Einnig var stuðst við neðansjávardróna annan leitarbúnað.

Allt kom fyrir ekki og tilkynnti lögreglan á Austurlandi þann 25. að skipulagðri leit að sjómanninum var hætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »