Væri ekki óskastaða að skipta yfir í lax

Gísli Jón Kristjánsson rekur fiskeldisfyrirtækið ÍS 47 og hefur mikla …
Gísli Jón Kristjánsson rekur fiskeldisfyrirtækið ÍS 47 og hefur mikla trú á regnbogasilungi en lokun Rússlandsmarkaðar olli verðlækkun og öflug markaðssetning hefur hækkað verð á eldislaxi.

Rekja má rætur fiskeldisfyrirtækisins ÍS 47 aftur til ársins 1984 þegar Gísli Jón Kristjánsson hóf útgerð í samvinnu við tvo félaga sína. Fimm árum síðar stofnaði hann eigin útgerð í félagi við konu sína Friðgerði Ómarsdóttur og rak á eigin kennitölu fyrstu fjórtán árin en sem ÍS 47 ehf. frá árinu 2003.

Það var einn örlagaríkan dag árið 2002 að Gísli fékk símtal þar sem hann var beðinn um að veiða þorsk til áframeldis: „Það var aldrei sest niður og verkefnið sett upp í Excel, og hefði ég þá kannski aldrei farið út í þetta,“ segir Gísli kíminn.

„En ég man vel þegar ég var staddur á rækjuveiðum í Kolluál þegar Einar Valur Kristjánsson hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hringir í mig og spyr hvort ég hafi áhuga á að veiða fyrir þá þorsk í dragnót til að nýta til áframeldis. Það var fyrsta hænuskrefið og svo fylgdu þau hvert af öðru,“ útskýrir hann, spurður um hvernig fyrirtækið tók á sig núverandi mynd.

Undirbýr fimmföldun

Að veiða þorsk til áframeldis var hægara sagt en gert en með tímanum náði Gísli ágætis tökum á að meðhöndla fiskinn rétt svo að honum yrði ekki meint af og gæti haldið áfram að vaxa og dafna í kvíum Gunnvarar. Stundaði hann þessar veiðar í hartnær áratug og þegar best gekk skaffaði hann um 200 tonn af þorski í eldið ár hvert, eða samtals yfir 1.200 tonn af lifandi fiski.

Stefnt er að ver
Stefnt er að ver

Eitt leiddi af öðru og fór Gísli að huga að möguleikum í fiskeldi á svæðinu. Eftir samtöl við góða menn og með það veganesti sem veiðarnar fyrir Gunnvöru höfðu veitt honum hóf Gísli fiskeldi í Skutulsfirði 2011 og færði sig ári síðar yfir í Önundarfjörð. Fyrst stundaði hann áframeldi á þorski en hóf eldi á regnbogasilungi 2013 og hefur haldið sig við þá fisktegund síðan.

Yfirbyggingin er smá og sér Gísli sjálfur um að sækja fiskinn í kvíar, slátra honum og slægja og er regnbogasilungurinn seldur heill til kaupenda, s.s. veitingastaða og reykhúsa. Starfsmenn eru í dag frá tveimur og upp í fimm eftir árstímum og álagi og uppskeran hefur verið 20 til 150 tonn árlega. Væntanlegt er leyfi til ÍS 47 til að stækka eldið upp að allt að 1.000 tonna lífmassa sem þýðir að umsvifin geta allt að fimmfaldast frá því sem nú er.

Gott fóður og vönduð vinnubrögð

ÍS 47 er annað tveggja fiskeldisfyrirtækja á Íslandi sem framleiða regnbogasilung í sjó og segir Gísli að tegundin hafi orðið fyrir valinu bæði vegna þess að verðið var gott á sínum tíma og regnbogasilungurinn á ýmsa vegu þægilegri við að eiga en laxinn. Á móti kemur að regnbogasilungurinn vex hægar og undanfarin ár hefur markaðurinn þróast þannig að hærra verð fæst fyrir eldislax.

Regnbogasilungur er á margan hátt þægilegri en lax þegar eldi …
Regnbogasilungur er á margan hátt þægilegri en lax þegar eldi er annars vegar, að sögn Gísla. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Að sögn Gísla munaði ekki síst um lokun Rússlandsmarkaðar á sínum tíma sem olli verðfalli á regnbogasilungi. Þá hafi markaðssetningu á eldislaxi verði sinnt af miklum krafti, með Norðmenn í broddi fylkingar, en Gísli stendur fast á því að regnbogasilungur sé mun betra hráefni hvort heldur fyrir reykingu eða matseld af ýmsu tagi.

„Við gætum þess vandlega að fóðra ekki fiskinn í hálfan mánuð til þrjár vikur fyrir slátrun sem þýðir að hann verður þéttari í sér, fær betra bragð og minni olía er í holdinu. Þá er regnbogasilungurinn litsterkari en annar bleikur fiskur og það má greina það á bragðgæðunum hvað fiskurinn okkar er alinn á góðu fóðri frá Laxá.“

Regnbogasilungurinn getur ekki spillt laxveiðiám

Stækkun fiskeldisins í Önundarfirði býður upp á verulega aukningu í umsvifum ÍS 47 og væntir Gísli þess að störfum hjá fyrirtækinu fjölgi í hlutfalli við fiskinn í kvíunum. Hann reiknar með að lífmassinn í fiskeldinu aukist hratt og sótti fyrirtækið nýlega um leyfi til enn frekari stækkunar en burðarþol Önundarfjarðar er áætlað 2.500 tonn og ekkert annað fyrirtæki nýtir fjörðinn. Samkvæmt útreikningum Byggðastofnunar má reikna með að tíu ný störf verði til fyrir hver þúsund tonn í fiskeldi.

Gísli segir ekki útilokað að skipta úr regnbogasilungi yfir í lax enda verði fyrirtækið að fylgja merkjum markaðarins eins og aðrir. „Það væri þó ekki óskastaða, en á móti kemur að það væru eflaust fleiri í regnbogasilungseldinu ef það væri arðbærara.“

Greiðlega gekk að fá leyfi til að stækka eldið en Gísli segir vert að skoða hvort fyrirtæki sem þegar eru með rekstur í fjörðum eigi að njóta forgangs ef þau vilja auka umsvif sín. Eins sé vert að athuga hvort liðka megi fyrir eldi á regnbogasilungi í sjókvíum á þeim svæðum þar sem hagsmunaaðilar hafa áhyggjur af að óhöpp við eldi á laxi geti spillt laxveiðiám.

„Þau seiði sem við kaupum hafa verið meðhöndluð þannig að regnbogasilungurinn getur ekki fjölgað sér og gæti því ekki valdið usla í lífríkinu. Gerðar hafa verið tilraunir með eldi á ófrjóum laxi en þær eru ekki komnar jafn langt. Á meðan svo er gæti það sætt ólíka hagsmuni að rækta regnbogasilung í stað lax á viðkvæmum svæðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 568,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 436,82 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 367,12 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,67 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 9.894 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 65.631 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 568,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 436,82 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 367,12 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,67 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 9.894 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 65.631 kg

Skoða allar landanir »