Brautryðjandi sjávarútvegsskóli

Sjávarútvegsskólanum hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hann einnig …
Sjávarútvegsskólanum hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hann einnig vakið slíka athygli erlendis að verið er að þróa sambærilega skóla erlendis á grundvelli sömu hugmyndafræði. Ljósmynd/Sjávarútvegsskólinn

Sjáv­ar­út­vegs­skóli unga fólks­ins hófst sem leið fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una að vekja áhuga ungra heima­manna á at­vinnu­tæki­fær­um í sjáv­ar­út­vegi. Skól­an­um hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg og er út­rás hug­mynda­fræðinn­ar í bíg­erð.

Skól­inn hef­ur stækkað mjög mikið og þá sér­stak­lega á síðasta ári. Árið 2018 vor­um við með 157 nem­end­ur en í fyrra um fjög­ur hundruð. Þannig að það var mjög ánægju­leg breyt­ing milli ára sem kannski af ein­hverju leyti er vegna Covid, ég veit það ekki, en það get­ur verið að krakk­arn­ir hafi ekki átt eins greiða leið í sum­ar­vinnu eins og áður,“ seg­ir Guðrún Arn­dís Jóns­dótt­ir, for­stöðumaður Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri sem rek­ur sjáv­ar­út­vegs­skól­ann. Hún seg­ir til­gang skól­ans að kynna fyr­ir grunn­skóla­nem­end­um at­vinnu- og náms­mögu­leika í sjáv­ar­út­vegi.

Guðrún Arndís Jónsdóttir.
Guðrún Arn­dís Jóns­dótt­ir.

„Sjáv­ar­út­vegs­skól­inn var stofnaður af Síld­ar­vinnsl­unni hf. á Nes­kaupsstað árið 2013 og var fyrst ein­göngu starf­rækt­ur á Aust­fjörðum með aðkomu Síld­ar­vinnsl­unn­ar og fleiri fyr­ir­tækja fyr­ir aust­an. En svo tek­ur Sjáv­ar­út­vegs­miðstöð Há­skól­ans á Ak­ur­eyri við skól­an­um árið 2017 og er hann þá út­víkkaður og náði þannig til sveit­ar­fé­laga í Eyjaf­irði og var einnig á Húsa­vík. Síðastliðið sum­ar taka Reykja­vík, Sauðár­krók­ur og Vest­ur­byggð þátt í fyrsta sinn. Í Vest­ur­byggð var lögð sér­stök áhersla lögð á fisk­eldið sam­hliða fræðslu um al­menn­an sjáv­ar­út­veg,“ seg­ir Guðrún Arn­dís.

Fjár­magnað af sjáv­ar­út­veg­in­um

Hún út­skýr­ir að skól­inn sé starf­rækt­ur sem sam­vinnu­verk­efni með sveit­ar­fé­lög­um í gegn­um vinnu­skól­ana og fá krakk­arn­ir laun vik­una sem þau eru í skól­an­um. Þá er skól­inn al­farið fjár­magnaður af fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi sem bæði styrkja hann beint og standa straum af öll­um kostnaði. „Frá því að Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðin koma að þessu hafa kenn­ar­ar skól­ans verið út­skrifaðir úr eða eru nem­end­ur í sjáv­ar­út­vegs­fræðinni við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. Þannig að þetta hef­ur verið at­vinnu­skap­andi fyr­ir þau líka,“ bæt­ir Guðrún Arn­dís við.

Ljós­mynd/​Sjáv­ar­út­vegs­skól­inn

Aðspurð kveðst hún ekki þekkja til sam­bæri­legra skóla ann­ar staðar í heim­in­um. „Þetta var bara frum­kvöðla­starf­semi af hálfu Síld­ar­vinnsl­unn­ar,“ seg­ir hún.

Þá hef­ur skól­inn vakið tölu­verða at­hygli er­lend­is, að sögn henn­ar og hef­ur verið hrint af stað þróun nýs skóla þar sem hug­mynda­fræði og skipu­lag Sjáv­ar­út­vegs­skóla unga fólks­ins verður lögð grund­vall­ar nýs Fisk­eld­is­skóla unga fólks­ins þar sem ungt fólk á aldr­in­um 14-20 ára verður frætt um at­vinnu- og náms­mögu­leika í fisk­eldi.

Lagt í út­rás

„Há­skól­inn á Ak­ur­eyri ásamt Fisk­tækni­skól­an­um, Há­skól­an­um á Hól­um og Arn­ar­laxi eru núna að hefja sam­starf við skóla í Nor­egi, Svíþjóð og Finn­landi vegna náms tengt fisk­eldi á fram­halds­skóla- stigi. Það er hug­mynd­in um sjáv­ar­út­vegs­skól­ann sem verður til þess að við hjá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri erum með í því verk­efni. Þá er hugs­un­in sú að koma á fisk­eld­is­skóla unga fólks­ins með sjáv­ar­út­vegs­skól­ann að fyr­ir­mynd. Við erum bara rétt að hefja þá veg­ferð,“ út­skýr­ir Guðrún Arn­dís.

Hún leiðir þátt­töku Há­skól­ans á Ak­ur­eyri og hef­ur skól­inn hlotið um 40 millj­óna króna Era­smus+ styrk sem sam­starfsaðili í verk­efn­inu „ Bridges“ en það snýr að þróun starfs­mennt­un­ar á sviði fisk­eld­is. Bridges var út­hlutað fjór­um millj­ón­um evra í heild, um 600 millj­ón­um ís­lenskra króna. „Þetta er og verður mjög spenn­andi og krefj­andi verk­efni,“ seg­ir hún.

Hlut­verk Há­skól­ans á Ak­ur­eyri í verk­efn­inu verður meðal ann­ars að hanna verk­færi til miðlun­ar kennslu­efn­is og þekk­ing­ar um ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi og inn­leiða hug­mynda­fræði Sjáv­ar­út­vegs- og Fisk­eld­is­skóla unga fólks­ins bæði á Íslandi og í sam­starfslönd­um. Þá mun skól­inn einnig sjá um skipu­lag ráðstefna um nám í fisk­eldi þar sem sam­an munu koma fræðsluaðilar og fyr­ir­tæki í fisk­eldi.

Víðtækt hlut­verk

Starf­semi Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar­inn­ar nær einnig langt út fyr­ir sam­starf við ná­granna­ríki Íslands og hafa nem­end­ur í fyrr­um Sjáv­ar­út­vegs­skóla Sam­einuðu þjóðanna, sem nú heit­ir GRÓ- ptf, Sjáv­ar­út­vegs­skóli UNESCO, sótt Há­skól­ann á Ak­ur­eyri heim. Hef­ur starfsmaður Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar­inn­ar aðstoðað nem­end­ur meðan á dvöl þeirra stend­ur.

„Í fyrra feng­um við um 30 nema víðsveg­ar að, Afr­íku, Asíu og Suður-Am­er­íku, og kynnt­um fyr­ir þeim sjáv­ar­út­veg­inn hér,“ seg­ir Guðrún Arn­dís. „Það er líka mjög fræðandi fyr­ir okk­ur að vita hvað fólk í þró­un­ar­ríkj­un­um er að gera og hvernig sjáv­ar­út­veg­ur er þar. Þetta er í hag beggja aðila,“ út­skýr­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »