Brautryðjandi sjávarútvegsskóli

Sjávarútvegsskólanum hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hann einnig …
Sjávarútvegsskólanum hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hann einnig vakið slíka athygli erlendis að verið er að þróa sambærilega skóla erlendis á grundvelli sömu hugmyndafræði. Ljósmynd/Sjávarútvegsskólinn

Sjávarútvegsskóli unga fólksins hófst sem leið fyrir Síldarvinnsluna að vekja áhuga ungra heimamanna á atvinnutækifærum í sjávarútvegi. Skólanum hefur vaxið fiskur um hrygg og er útrás hugmyndafræðinnar í bígerð.

Skólinn hefur stækkað mjög mikið og þá sérstaklega á síðasta ári. Árið 2018 vorum við með 157 nemendur en í fyrra um fjögur hundruð. Þannig að það var mjög ánægjuleg breyting milli ára sem kannski af einhverju leyti er vegna Covid, ég veit það ekki, en það getur verið að krakkarnir hafi ekki átt eins greiða leið í sumarvinnu eins og áður,“ segir Guðrún Arndís Jónsdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem rekur sjávarútvegsskólann. Hún segir tilgang skólans að kynna fyrir grunnskólanemendum atvinnu- og námsmöguleika í sjávarútvegi.

Guðrún Arndís Jónsdóttir.
Guðrún Arndís Jónsdóttir.

„Sjávarútvegsskólinn var stofnaður af Síldarvinnslunni hf. á Neskaupsstað árið 2013 og var fyrst eingöngu starfræktur á Austfjörðum með aðkomu Síldarvinnslunnar og fleiri fyrirtækja fyrir austan. En svo tekur Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri við skólanum árið 2017 og er hann þá útvíkkaður og náði þannig til sveitarfélaga í Eyjafirði og var einnig á Húsavík. Síðastliðið sumar taka Reykjavík, Sauðárkrókur og Vesturbyggð þátt í fyrsta sinn. Í Vesturbyggð var lögð sérstök áhersla lögð á fiskeldið samhliða fræðslu um almennan sjávarútveg,“ segir Guðrún Arndís.

Fjármagnað af sjávarútveginum

Hún útskýrir að skólinn sé starfræktur sem samvinnuverkefni með sveitarfélögum í gegnum vinnuskólana og fá krakkarnir laun vikuna sem þau eru í skólanum. Þá er skólinn alfarið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjávarútvegi sem bæði styrkja hann beint og standa straum af öllum kostnaði. „Frá því að Sjávarútvegsmiðstöðin koma að þessu hafa kennarar skólans verið útskrifaðir úr eða eru nemendur í sjávarútvegsfræðinni við Háskólann á Akureyri. Þannig að þetta hefur verið atvinnuskapandi fyrir þau líka,“ bætir Guðrún Arndís við.

Ljósmynd/Sjávarútvegsskólinn

Aðspurð kveðst hún ekki þekkja til sambærilegra skóla annar staðar í heiminum. „Þetta var bara frumkvöðlastarfsemi af hálfu Síldarvinnslunnar,“ segir hún.

Þá hefur skólinn vakið töluverða athygli erlendis, að sögn hennar og hefur verið hrint af stað þróun nýs skóla þar sem hugmyndafræði og skipulag Sjávarútvegsskóla unga fólksins verður lögð grundvallar nýs Fiskeldisskóla unga fólksins þar sem ungt fólk á aldrinum 14-20 ára verður frætt um atvinnu- og námsmöguleika í fiskeldi.

Lagt í útrás

„Háskólinn á Akureyri ásamt Fisktækniskólanum, Háskólanum á Hólum og Arnarlaxi eru núna að hefja samstarf við skóla í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi vegna náms tengt fiskeldi á framhaldsskóla- stigi. Það er hugmyndin um sjávarútvegsskólann sem verður til þess að við hjá Háskólanum á Akureyri erum með í því verkefni. Þá er hugsunin sú að koma á fiskeldisskóla unga fólksins með sjávarútvegsskólann að fyrirmynd. Við erum bara rétt að hefja þá vegferð,“ útskýrir Guðrún Arndís.

Hún leiðir þátttöku Háskólans á Akureyri og hefur skólinn hlotið um 40 milljóna króna Erasmus+ styrk sem samstarfsaðili í verkefninu „ Bridges“ en það snýr að þróun starfsmenntunar á sviði fiskeldis. Bridges var úthlutað fjórum milljónum evra í heild, um 600 milljónum íslenskra króna. „Þetta er og verður mjög spennandi og krefjandi verkefni,“ segir hún.

Hlutverk Háskólans á Akureyri í verkefninu verður meðal annars að hanna verkfæri til miðlunar kennsluefnis og þekkingar um nýsköpun í sjávarútvegi og innleiða hugmyndafræði Sjávarútvegs- og Fiskeldisskóla unga fólksins bæði á Íslandi og í samstarfslöndum. Þá mun skólinn einnig sjá um skipulag ráðstefna um nám í fiskeldi þar sem saman munu koma fræðsluaðilar og fyrirtæki í fiskeldi.

Víðtækt hlutverk

Starfsemi Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar nær einnig langt út fyrir samstarf við nágrannaríki Íslands og hafa nemendur í fyrrum Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, sem nú heitir GRÓ- ptf, Sjávarútvegsskóli UNESCO, sótt Háskólann á Akureyri heim. Hefur starfsmaður Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar aðstoðað nemendur meðan á dvöl þeirra stendur.

„Í fyrra fengum við um 30 nema víðsvegar að, Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, og kynntum fyrir þeim sjávarútveginn hér,“ segir Guðrún Arndís. „Það er líka mjög fræðandi fyrir okkur að vita hvað fólk í þróunarríkjunum er að gera og hvernig sjávarútvegur er þar. Þetta er í hag beggja aðila,“ útskýrir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »