Aflaverðmæti Brims hækkaði um 525 milljónir

Samanlagt aflaverðmæti skipa Brims nam 18 milljörðum króna í fyrra …
Samanlagt aflaverðmæti skipa Brims nam 18 milljörðum króna í fyrra og var uppsjávarskipið Venus með 42 þúsund tonna afla. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Heildarafli fiskiskipa Brims hf. nam 128 þúsund tonnum á árinu 2020 og er það 11 þúsund tonnum minna en árið á undan, að því er segir á vef útgerðarfélagsins. Þar segir jafnframt að samanlagt aflaverðmæti skipanna hafi verið 18 milljarðar króna en var 17,5 milljarðar árið 2019.

Afli uppsjávarskipa var rúmlega 60% að heildarafla flota Brims en hann dróst saman um 7 þúsund tonn milli ára og nam 81 þúsund tonnum í fyrra, munaði þar mestu um minn afla í kolmunna en árið áður. Aflamesta uppsjávarskip félagsins var Venus NS með 42.001 tonn og fylgdi Víkingur AK á eftir með 39.581 tonn.

Sjómenn að störfum á Vigra RE.
Sjómenn að störfum á Vigra RE. mbl.is/Árni Sæberg

Afli frystitogara var um svipaður árið 2020 og 2019. Aflamest var Vigri RE með 9.481 tonn, var Höfrungur III AK í öðru sæti með 9.010 tonn og í þriðja Örfirisey ER með 8.778 tonn.

Samdráttur við lokun

Þá nam heildarafli ísfisktogaranna 19.710 tonnum árið 2020 sem er 3 þúsund tonnum minni afli en árið á undan. Samdrátturinn er sagður hafa komið til vegna þriggja mánaða lokunar fiskiðjuversins við Norðurgarð á meðan unnið var að uppfærslu vinnslubúnaðar og annarra breytinga.

Meðal ísfisktogara félagsins var það Viðey RE sem kom með mestan afla til hafnar í fyrra eða 6.740 tonn. Akurey AK var með 6.064 tonn í fyrra, Helga María AK með 5.264 tonn og Kristján HF með 1.643 tonn, en línuskipið Kristján bættist við flota Brims þegar félagið festi kaup á Kambi hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 231,96 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 389 kg
Ýsa 176 kg
Keila 59 kg
Samtals 624 kg
14.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 2.152 kg
Ýsa 501 kg
Keila 219 kg
Karfi 48 kg
Hlýri 30 kg
Samtals 2.950 kg
14.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 2.054 kg
Samtals 2.054 kg
14.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 9.598 kg
Ýsa 917 kg
Keila 286 kg
Hlýri 31 kg
Karfi 15 kg
Samtals 10.847 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 231,96 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 389 kg
Ýsa 176 kg
Keila 59 kg
Samtals 624 kg
14.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 2.152 kg
Ýsa 501 kg
Keila 219 kg
Karfi 48 kg
Hlýri 30 kg
Samtals 2.950 kg
14.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 2.054 kg
Samtals 2.054 kg
14.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 9.598 kg
Ýsa 917 kg
Keila 286 kg
Hlýri 31 kg
Karfi 15 kg
Samtals 10.847 kg

Skoða allar landanir »