Kaupa bát og kvóta fyrir 1,8 milljarða króna

FISK Seafood hyggst færa sig inn í krókaaflamarkskerfið og hefur …
FISK Seafood hyggst færa sig inn í krókaaflamarkskerfið og hefur gert samning um kaup á félaginu Ölduós ehf. og tilheyrandi aflaheimildir, auk þess fylgir báturinn Dögg SU. mbl.is/Björn Jóhann

FISK Seafood hefur gert samning um kaup á útgerðarfélaginu Ölduósi ehf. á Höfn í Hornafirði fyrir ríflega 1,8 milljarða króna með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupunum fylgir krókaaflamarksbáturinn Dögg SU 118 og um 700 þorskígildistonn í aflaheimildum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef FISK Seafood.

„Með kaupunum styrkir útgerð FISK Seafood rekstur sinn og hlutdeild í bolfiskvinnslu félagsins. Þorskveiðikvótinn eykst um tæplega 5% og gera má ráð fyrir að viðbótaraflinn samsvari tveggja til þriggja vikna afkastagetu landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki og Snæfellsnesi,“ segir í tilkynningunni.

Kemur tilkynningin í kjölfar frétta af stórfelldum áformum fyrirtækisins um frekari uppbyggingu á Sauðárkróki.

Færist til Skagafjarðar

Dögg hefur verið gerð út frá Stöðvarfirði og kemur fram í tilkynningunni að seljendur bátsins muni ljúka þessu fiskveiðiári með áhöfn sinni áður en afhending hins selda fer að fullu fram.

„Með þessum viðskiptum er FISK Seafood að fikra sig inn í smábátaútgerð á línu og skak og ef vel tekst til munum við halda áfram að byggja okkur upp á því sviði. Vertíðarbátarnir yrðu kærkomin viðbót við það aukna líf sem höfnin hér á Sauðárkróki hefur öðlast á undanförnum árum og þetta fyrsta skref með kaupunum á Dögg verður strax mikil styrking fyrir landvinnsluna og verðmætin sem hún er að skapa á hverjum degi,“ er haft eftir Friðbirni Ásbjörnssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Dögg SU, sem smíðuð var hjá Trefjum árið 2007, er tæplega 15 brúttótonn, 11,5 brúttórúmlestir og ríflega 11 metrar að lengd.

Vigfús Vigfússon hefur til þessa gert út bátinn Dögg SU …
Vigfús Vigfússon hefur til þessa gert út bátinn Dögg SU 118. mbl.is/Albert Eymundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,11 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 371,93 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 355,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 180 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 190 kg
25.11.24 Björgúlfur EA 312 Dragnót
Grálúða 1.017 kg
Samtals 1.017 kg
24.11.24 Huginn VE 55 Flotvarpa
Kolmunni 1.446.328 kg
Samtals 1.446.328 kg
24.11.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.036 kg
Ýsa 472 kg
Keila 357 kg
Hlýri 43 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.930 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,11 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 371,93 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 355,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 180 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 190 kg
25.11.24 Björgúlfur EA 312 Dragnót
Grálúða 1.017 kg
Samtals 1.017 kg
24.11.24 Huginn VE 55 Flotvarpa
Kolmunni 1.446.328 kg
Samtals 1.446.328 kg
24.11.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.036 kg
Ýsa 472 kg
Keila 357 kg
Hlýri 43 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.930 kg

Skoða allar landanir »