Rangt að segja að veiðigjöld hafi verið lækkuð

„Það er því beinlínis rangt að tala um að sú …
„Það er því beinlínis rangt að tala um að sú ríkisstjórn sem nú situr hafi með samþykkt nýrra laga stuðlað að lækkun veiðigjalds,“ skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er rangt að fullyrða að ríkisstjórnin sem nú situr hafi lækkað veiðigjöld, heldur er áætlað að þau lækki í krónum talið þar sem þau eru afkomutengd og hefur árið 2020 verið heldur slakt fyrir útgerðirnar. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Útskýrir hún hvernig álagning veiðigjalda er tengd afkomu og segir gjöldin árið 2021 eru áætluð 7,5 milljarða króna þar sem afkoma greinarinnar var góð árið 2019. Vegna samdráttar 2018 er hins vegar áætlað að sjávarútvegurinn greiði 4,8 milljarða árið 2020.

Heiðrún Lind skrifar:

„Veiðigjald ársins 2021 er áætlað um 7,5 milljarðar króna. Gjaldið er reiknað út frá afkomu fiskveiða árið 2019, en það var gott ár í sjávarútvegi. Nú þegar árið 2020 er að baki er áætlað að veiðigjald þess árs hafi verið 4,8 milljarðar króna, en það byggðist á afkomu ársins 2018. Hækkun gjaldsins milli áranna 2020 og 2021 endurspeglar einfaldlega bætta afkomu í fiskveiðum á milli áranna 2018 og 2019.

Samkvæmt lögum um veiðigjald er það 33% af afkomu fiskveiða. Í því felst að gjaldið er þriðjungur af verðmæti aflans að frádregnum kostnaði. Þannig fær þjóðin þriðjung af afkomunni. Tveir þriðju fara meðal annars í fjármagnskostnað, afskriftir, greiðslu arðs til þeirra sem lagt hafa fjármagn til rekstursins, fjárfestingar í nýjum skipum og búnaði og viðhalds á eldri skipum. Í þessu samhengi skal áréttað að greiðsla arðs til hluthafa í sjávarútvegi hefur að meðaltali verið hlutfallslega lægri en í fyrirtækjum í viðskiptahagkerfinu á tímabilinu 2010 til 2018. Tölur fyrir árið 2019 liggja ekki fyrir. Þá hafa fjárfestingar verið miklar undangengin fimm ár – þær mestu frá því lög um stjórn fiskveiða tóku gildi árið 1990. Sú þróun er afar jákvæð enda eru tækniframfarir örar og fjárfesting í sjávarútvegi forsenda framfara og samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Jafnframt er fjárfesting nauðsynleg svo sjávarútvegur geti haldið áfram á þeirri jákvæðu vegferð sem hann hefur verið í umhverfismálum og dregið enn frekar úr olíunotkun og minnkað sótsporið. Síst má gera minna úr þessum samfélagslega ávinningi en þeim sem felst í greiðslu veiðigjalds.

Togarar í höfn.
Togarar í höfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árið 2018 greiddi sjávarútvegur 11,3 milljarða króna í veiðigjald og árið 2019 voru 6,6 milljarðar króna greiddir í veiðigjald. Þegar ljóst var að veiðigjald ársins 2020 yrði 4,8 milljarðar króna mátti heyra fullyrðingar þess efnis að sú ríkisstjórn sem nú situr hafi átt einhvern þátt í þessari lækkun. Slíkar staðhæfingar voru varla settar fram í góðri trú, enda mætti þá með sömu rökum halda því fram að sama ríkisstjórn hafi átt þátt í að hækka gjaldið á ný á þessu ári upp í áðurnefnda 7,5 milljarða króna.

Ný lög um veiðigjald voru sett í lok árs 2018 og var gjaldið í fyrsta sinn innheimt eftir reiknireglum þeirra laga á liðnu ári, það er árið 2020. Veiðigjald var frádráttarbært sem kostnaður samkvæmt eldri lögum, en er það ekki samkvæmt þeim nýju. Þá er í nýju lögunum lagt 10% álag á tekjur uppsjávarveiðiskipa, það er þeirra skipa sem veiða tegundir á borð við makríl, síld, kolmunna og loðnu. Gjaldstofninn var þannig breikkaður, sem þýðir hærra veiðigjald. Það er því beinlínis rangt að tala um að sú ríkisstjórn sem nú situr hafi með samþykkt nýrra laga stuðlað að lækkun veiðigjalds. Þeir sem það gera tala gegn betri vitund. Til frekari staðfestingar má benda á að veiðigjald ársins 2021 er um 50% hærra en það hefði verið samkvæmt eldri lögum. Sitt sýnist vafalaust hverjum um þá þróun, en ljóst má vera að hún er síst til þess fallin að leggja mikilvægum útflutningsatvinnuvegi lið í samkeppni við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða.

Afkoma Íslendinga af sjávarauðlindinni er að miklu leyti háð duttlungum náttúru og manna. Vistkerfi hafsins tekur sífelldum og ófyrirsjáanlegum breytingum og markaðir geta brugðist; átök á Krímskaga, efnahagslægð í Nígeríu vegna verðlækkunar á olíu og alltumlykjandi kórónuveira eru aðeins fáein dæmi. Þau verðmæti sem við náum að gera úr auðlindinni frá einu ári til annars geta því sveiflast. Í umræðu um greiðslu fyrir nýtingu á auðlindinni er mikilvægt að þessar ytri aðstæður séu hafðar í huga. Veiðigjald mun bæði hækka og lækka án þess að nokkur stjórnmálamaður hafi þar sérstaklega hönd í bagga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »