„Við eigum að geta gert betur“

Arnar Atlason, formaður SFÚ, segir núverandi kerfi hvetja til útflutnings …
Arnar Atlason, formaður SFÚ, segir núverandi kerfi hvetja til útflutnings á óunnum fiski og þá hjálpi heldur ekki að lægra verð er sett á flutning á óunnum fiski en unnum. Haraldur Jónasson/Hari

Það er slæmt að horfa upp á að mikið magn af óunnum fiski fari úr landi í gámum, segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda og framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. „Við búum hér við gríðarlegt atvinnuleysi um þessar mundir og mikinn halla á ríkissjóði og nú sem aldrei fyrr hlýtur að vera æskilegt að sporna eitthvað gegn þessu,“ segir hann

Fjallað hefur verið um mikla aukningu í útflutningi á heilum ferskum þorski á síðasta ári en 14,65 þúsund tonn af heilum ferskum þorski voru flutt úr landi frá janúar til október 2020. Það er um 58% aukning frá sama tímabili 2019 er flutt voru út 9,23 þúsund tonn. Þá hefur aukningin verið 297% frá árinu 2012.

Í fyrra kynnti Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri skýrslu um útflutning á óunnum fiski sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Fram kom að mikil aukning hefði átt sér stað í útflutningi óunnins fisks sem keyptur er á fiskmörkuðum. Arnar segir hins vegar margt ábótavant í þeirri skýrslu. „Helsti vandinn er að þarna er lagt að jöfnu tekjur fyrir þjóðarbúið að flytja út fisk óunninn og unninn. Fimmtíu þúsund tonn af fiski er svona gróft reiknað um þúsund störf,“ segir hann.

Ójafn leikur

„Í dag er staðan sú að nánast hver sem er getur farið inn á fiskmarkaðina og í gegnum þá fara um 100 þúsund tonn af fiski. Sá sem er að flytja út fiskinn óunninn hann þarf ekki vinnsluleyfi. Þetta er stórt atriði sem skekkir samkeppnisstöðuna strax gagnvart vinnslum hér innanlands. Fiskurinn fer eiginlega alveg hömlulaust út úr landi án þess að nokkur komi að því, engin úttektaraðili kemur frá Matvælastofnun eða frá heilbrigðiseftirlitinu. Þú getur nánast gert þetta í bílskúrnum heima hjá þér,“ útskýrir Arnar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann gefur lítið fyrir rök um að það megi ekki setja hömlur á grein í alþjóðlegri samkeppni þar sem staðan nú sé sú að hömlurnar séu settar á þá sem reka vinnslu en engar á þá sem flytja út og þannig er verið að skapa óeðlilegan hvata til útflutnings.

Þá ýtir verðlagning fraktflutninga með skipafélögunum einnig undir þessa skekkju í samkeppninni, að sögn Arnars. „Það virðist vera að flutningsgjöld undir óunninn fisk hafi verið lægri en gjöld á unna vöru.“

Skaðar ímyndina

Skaðsemi útflutnings á óunnu hráefni í gámum hefur einnig neikvæð áhrif á ímynd íslenskra sjávarafurða, staðhæfir Arnar. Vísar hann máli sínu til stuðnings í að fiskur sem er fluttur út heill getur verið staflað í 200 til 300 kílóa hrúgu af fiski og ís í fiskikar sem hann telur ekki gefa til kynna að um gæðavöru sé að ræða eða að aflameðferðin sé góð.

„Við erum með þessa gríðarlegu verðmæti í hafinu og það er ekkert verið að huga að ímyndinni. […] Þetta ýtir ekki undir uppbyggingu Íslands sem vörumerkis.“

„Við höfum í okkar framsetningu viljað leggja áherslu á þetta [góða meðferð afla og gæði] í okkar sölu. Við höfum borið þetta saman við Norðmenn sem hafa skákað öllum í sölu í fiskmeti þegar kemur að laxi. Það er bara sátt um það í Noregi að lax er ekki fluttur úr landi í fiskikörum. Það er bara langt fyrir neðan þeirra gæðavitund að láta sér detta það í hug, en við gerum það Íslendingar í tugþúsunda tonna tali,“ útskýrir formaðurinn og bætir við að mikilvægt er að skapa samstöðu innan greinarinnar allrar um að tryggja ímynd íslenskra sjávarafurða. „Við eigum að geta gert betur.“

2021 litað af faraldri

Spurður um framtíðarhorfurnar hjá fiskvinnslufyrirtækjunum nú svarar Arnar: „Greinin er mjög mótuð af ytri aðstæðum. Það er birgðasöfnun sér maður og það er gjörbreytt landslag í Bretlandi sem hefur verið mjög sterkur markaður, maður sér ekkert fyrir endann á því þó það sé farið að bólusetja. Árið 2021 litast greinilega allt af kórónuveirufaraldrinum. Við sjáum hér í vinnslunni hjá okkur að það er meiri eftirspurn eftir frystri og ódýrari vöru.“

Hann kveðst þó sannfærður um að staðan batni fljótt þegar sóttvarnatakmarkanir verða afléttar í Evrópu, en spurningin er bara hvenær það mun verða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.24 409,00 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.24 485,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.24 415,58 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.24 435,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.24 161,52 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 2.7.24 320,63 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 867 kg
Ufsi 15 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 890 kg
2.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 306 kg
Samtals 306 kg
2.7.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ufsi 4 kg
Ýsa 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 633 kg
2.7.24 Fagra Fríða AK 44 Handfæri
Þorskur 213 kg
Samtals 213 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.24 409,00 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.24 485,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.24 415,58 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.24 435,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.24 161,52 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 2.7.24 320,63 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 867 kg
Ufsi 15 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 890 kg
2.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 306 kg
Samtals 306 kg
2.7.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ufsi 4 kg
Ýsa 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 633 kg
2.7.24 Fagra Fríða AK 44 Handfæri
Þorskur 213 kg
Samtals 213 kg

Skoða allar landanir »