Hækka loðnuráðgjöf eftir að villa fannst

Á loðnumiðum.
Á loðnumiðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hafrannsóknastofnun hefur leiðrétt loðnuráðgjöf sína eftir endurútreikninga þar sem villa kom í ljós. Er ráðgjöf stofnunarinnar nú 61 þúsund tonn í stað 54 þúsund tonna sem greint var frá fyrir helgi, en þar á undan hafði ráðgjöfin verið upp á 22 þúsund tonn.

Í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar kemur fram að við endurútreikninga loðnumælinga samkvæmt gæðaferlum hafi komið í ljós villa við úrvinnslu á bergmálsmælingum á stærð hrygningarstofns loðnu. Niðurstaða þeirrar mælingar hækkaði um 19 þúsund tonn, eða upp í 338 þúsund tonn. Þýðir þetta að leiðrétt loðnuráðgjöf fyrir vertíðina 2020/21 er nú 61 þúsund tonn.

Grunnur ráðgjafarinnar byggir á mati á stærð hrygningarstofns loðnu sem byggir á meðaltali tveggja mælinga. Annars vegar á niðurstöðum bergmálsleiðangurs í desember og hins vegar á samanlöðum niðurstöðum tveggja bergmálsleiðangra í janúar.

Fyrri mælingin í janúar, upp á samtals 144 þúsund tonn, var takmörkuð að því leyti að engar mælingar voru gerðar í Grænlandssundi sökum hafíss, segir á vef stofnunarinnar. Enn fremur var magn loðnu á austurhluta svæðisins langt undir því sem mældist í desember. Seinni mælingin í janúar var á afmörkuðu svæði úti fyrir Austfjörðum og þar mældust um 338 þúsund tonn.

Fram kemur að yfirgnæfandi líkur séu á að loðnan fyrir austan land hafi ekki verið hluti af mælingunni fyrr í mánuðinum og því eru þessar tvær mælingar teknar saman og gefur það mat upp á 482 þúsund tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.547 kg
Ýsa 1.316 kg
Ufsi 640 kg
Langa 548 kg
Steinbítur 469 kg
Hlýri 134 kg
Keila 109 kg
Karfi 38 kg
Skarkoli 25 kg
Samtals 10.826 kg
27.8.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 404 kg
Ýsa 156 kg
Þorskur 131 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 744 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.547 kg
Ýsa 1.316 kg
Ufsi 640 kg
Langa 548 kg
Steinbítur 469 kg
Hlýri 134 kg
Keila 109 kg
Karfi 38 kg
Skarkoli 25 kg
Samtals 10.826 kg
27.8.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 404 kg
Ýsa 156 kg
Þorskur 131 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 744 kg

Skoða allar landanir »