Yfir 300 þúsund stórhveli í N-Atlantshafi

Steypireyður blæs við hlið hvalaskoðunarbátsins Falds á Skjálfandaflóa. Mikil fjöldi …
Steypireyður blæs við hlið hvalaskoðunarbátsins Falds á Skjálfandaflóa. Mikil fjöldi stórhvela er sagður vera í norðanverðu Atlantshafi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Áætla má að alls séu yfir 300 þúsund stór­hveli í norðan­verðu Atlants­hafi. Langreyðar eru tald­ar vera um 47 þúsund og hnúfu­bak­ar ná­lægt 20 þúsund­um, svo dæmi séu tek­in. Byggt er á niður­stöðum ný­legr­ar taln­inga Norðmanna og töl­um frá Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um frá 2015. Ein­hver skör­un get­ur verið á milli svæða.

Á hafsvæði frá strönd­um Nor­egs, vest­ur fyr­ir Jan Mayen, langt norður í Bar­ents­haf og að strönd­um Græn­lands norðan Íslands telja Norðmenn vera um 600 þúsund hvali af mörg­um teg­und­um og stærðum. Af þess­um fjölda eru um 150 þúsund stór­hveli, en 450 þúsund minni dýr. Á því svæði sem Íslend­ing­ar telja, síðast 2015, má áætla að hafi verið um 160 þúsund stór­hveli.

Áætlað að um 20 þúsund hnúfubakar séu í norðanverðu Atlantshafi.
Áætlað að um 20 þúsund hnúfu­bak­ar séu í norðan­verðu Atlants­hafi. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Taln­inga­svæði Norðmanna er stórt og er því skipt í sex minni ein­ing­ar og þeir ná að fara yfir það á 5-6 árum, en birta ár­lega vinnu­skýrsl­ur af ein­stök­um svæðum. Niður­stöður liggja nú fyr­ir á hvala­taln­ing­um ár­anna 2014-18 og sam­kvæmt þeim hef­ur fjöldi hvala ekki breyst mikið í heild­ina í nokk­urn tíma.

Um 140 þúsund hrefn­ur

Alls voru tald­ar um 100 þúsund hrefn­ur á norska svæðinu og var þær að finna vítt og breitt á svæðinu, meðal ann­ars við Jan Mayen. Norðmenn leggja mikla áherslu á taln­ingu á hrefnu m.a. með hags­muni veiðimanna í huga.

Gísli Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að í þess­um taln­ing­um Norðmanna hafi verið staðfest það sem áður kom fram í ís­lenskri taln­ingu 2015 og 2016 að út­breiðsla hrefnu hafi að tals­verðu leyti færst af ís­lenska land­grunn­inu og yfir á Jan Mayen-svæðið. Hann áætl­ar að hrefnu­fjöld­inn í N-Atlants­hafi, aust­an suðurodda Græn­lands og norðan Skot­lands, geti verið um 140 þúsund dýr, og ekki hafi orðið mark­tæk breyt­ing á heild­ar­svæðinu.

Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.
Gísli Vík­ings­son, sjáv­ar­líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Í sam­an­tekt á heimasíðu norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar kem­ur fram að tal­in hafi verið um átta þúsund svín­hveli (and­ar­nefja og fleiri teg­und­ir) og þau hafi einkum fund­ist á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Sval­b­arða. Hnúfu­bak­ar halda sig oft í stór­um flokk­um og var þá m.a. að finna við Bjarn­areyj­ar og Hopen við Sval­b­arða þar sem þeir sækja m.a. í dýra­svif og loðnu. Alls voru tald­ir um tíu þúsund hnúfu­bak­ar, að því er seg­ir í sam­an­tekt­inni. Af öðrum stór­hvel­um má nefna að Norðmenn töldu tíu þúsund langreyðar og fimm þúsund búr­hvali.

Um 15 þúsund há­hyrn­ing­ar eru tald­ir vera á taln­ing­ar­svæðinu, m.a. meðfram strönd­um Nor­egs og í Nor­egs­hafi, þar sem þeir sækja í upp­sjáv­ar­fisk. Þá er talið að 250 þúsund hnís­ur hafi verið á norska svæðinu og 200 þúsund höfr­ung­ar.

Talið er að um 15 þúsund háhyrningar séu á talningasvæðinu.
Talið er að um 15 þúsund há­hyrn­ing­ar séu á taln­inga­svæðinu. mbl.is/Þ​órir

Gísli seg­ir að þegar komi að hvala­taln­ing­um sé talað um svæði Norðmanna í Atlants­haf­inu sem norðaust­ur-svæðið. Íslenska svæðið er hins veg­ar kennt við Mið-Norður-Atlants­haf og nær frá suðurodda Græn­lands um Ísland, Fær­eyj­ar og til Jan Mayen í austri, en eyj­an til­heyr­ir þó norska taln­ing­ar­svæðinu. Hval­ir eru einnig tald­ir við Fær­eyj­ar og Græn­land og þá í sam­vinnu við Íslend­inga.

Hann seg­ir að stór hvala­taln­ing hafi farið fram hér við land 2015, en vegna aðstæðna hafi hrefn­ur verið tald­ar á land­grunni Íslands ári síðar. Nú sé fyr­ir­hugað að fara næst í stóra hvala­taln­ingu hér við land 2023. Það sé í efri mörk­um reglna Alþjóðahval­veiðiráðsins um hvala­taln­ing­ar, því fari taln­ing­ar ekki fram inn­an átta ára gæti það leitt til skerðinga á veiðikvóta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.2.25 510,51 kr/kg
Þorskur, slægður 2.3.25 727,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.2.25 328,91 kr/kg
Ýsa, slægð 2.3.25 379,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.2.25 42,19 kr/kg
Ufsi, slægður 2.3.25 302,11 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 2.3.25 183,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.131 kg
Ýsa 423 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 82 kg
Hlýri 21 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.884 kg
1.3.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.501 kg
Samtals 1.501 kg
1.3.25 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 670 kg
Samtals 670 kg
28.2.25 Beitir NK 123 Flotvarpa
Kolmunni 2.407.945 kg
Samtals 2.407.945 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.2.25 510,51 kr/kg
Þorskur, slægður 2.3.25 727,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.2.25 328,91 kr/kg
Ýsa, slægð 2.3.25 379,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.2.25 42,19 kr/kg
Ufsi, slægður 2.3.25 302,11 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 2.3.25 183,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.131 kg
Ýsa 423 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 82 kg
Hlýri 21 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.884 kg
1.3.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.501 kg
Samtals 1.501 kg
1.3.25 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 670 kg
Samtals 670 kg
28.2.25 Beitir NK 123 Flotvarpa
Kolmunni 2.407.945 kg
Samtals 2.407.945 kg

Skoða allar landanir »