Stærsta einstaka fjármögnunarverkefni í sögu Landsbjargar hefur verið hrint af stað og hefur félagið auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum, að því er segir í fréttatilkynningu. Þar segir að útboðið nær til alls EES-svæðisins og að gert sé ráð fyrir að smíði fyrsta skipsins geti hafist fyrir haust og að skipin verði komin í notkun fyrir árslok 2023.
Er útboðið liður í endurnýjun skipaflota félagsins en félagið býr yfir þrettán skipum og var elsta björgunarskipið smíðað árið 1978. „Björgunarskip Landsbjargar eru mikilvægur hlekkur í þéttu öryggisneti björgunarsveitanna. Þau eru mönnuð sjálfboðaliðum og sinna að jafnaði á bilinu 70 til 110 útköllum árlega,“ segir í tilkynningunni.
Útboðið fer fram á grundvelli samkomulags við dómsmálaráðuneytið um að ríkið fjármagni hluta verkefnisins og undirrituðu þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, auk Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, nýlega viljayfirlýsingu um endurnýjun flotans næstu tíu árin.
Þá segir að „undirbúningur útboðsins hefur staðið yfir frá miðju síðasta ári. Landsbjörg hefur með dyggri aðstoð Ríkiskaupa og vinnuhóps ráðuneyta sniðið útboðslýsinguna að hlutverki skipanna. Að verkinu hefur einnig komið nýsmíðanefnd björgunarskipa frá Landsbjörgu en í henni eiga sæti reynslumiklir sjálfboðaliðar úr áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |