Litla loðnu að finna á grunninu norðvestanverðu

Hákon EA 148 að koma í land eftir snarpa loðnuleit.
Hákon EA 148 að koma í land eftir snarpa loðnuleit. mbl.is/Þorgeir

„Árni Friðriksson og Bjarni Sæm eru ennþá úti að mæla, svo að mælingin er ekki búin. Heilt yfir hefur gengið vel, við náðum að dekka svæðið sem við ætluðum okkur. Átta skip hafa verið bæði í mælingu og leit,“ segir Birkir Bárðarson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun í samtali við mbl.is í dag. 

Ásgrímur Halldórsson SU, Bjarni Ólafsson AK, Árni Friðriksson HF, Hákon EA, Bjarni Sæmundsson HF, Aðalsteinn Jónsson SU, Jóna Eðvalds SF og Börkur NK hafa öll tekið þátt í loðnuleit og loðnurannsókn undanfarið.
Hákon að leggjast að Akureyrarhöfn í dag.
Hákon að leggjast að Akureyrarhöfn í dag. mbl.is/Þorgeir

Hákon EA kom til hafnar í dag eftir snarpa loðnuleit á grunnsvæði fyrir Norðvesturlandi.

„Hákon notuðum við sem leitarskip á landgrunninu fyrir Norðvesturlandi og á því svæði var lítið að sjá eins og er.“ 

Birkir segir nokkuð af ungloðnu hafa fundist á vesturhluta leitarsvæðisins, við Grænlandssund, sem þá verður uppistaðan í næstu vertíð. 

„Það má segja að vestan við Kolbeinseyjarhrygginn hafi verið svolítið af ungloðnunni, meira eftir því sem vestan dregur.

Heilt á litið vorum við að klára núna þessa yfirferð frá Litla dýpi fyrir Austurlandi og fyrir öllu Norðurlandi og allt vestur að Víkurál úti fyrir Vestfjörðum. Þessa mælingu skoðum við síðan í samhengi við okkar fyrri mælingar og fáum þannig heildarstofn sem við gefum svo ráðgjöf út frá.“

Staða loðnuleitar og rannsóknar í dag.
Staða loðnuleitar og rannsóknar í dag. Skjáskot af síðu Hafró
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 231,96 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg
14.11.24 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 16.351 kg
Samtals 16.351 kg
14.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 389 kg
Ýsa 176 kg
Keila 59 kg
Samtals 624 kg
14.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 2.152 kg
Ýsa 501 kg
Keila 219 kg
Karfi 48 kg
Hlýri 30 kg
Samtals 2.950 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 231,96 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg
14.11.24 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 16.351 kg
Samtals 16.351 kg
14.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 389 kg
Ýsa 176 kg
Keila 59 kg
Samtals 624 kg
14.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 2.152 kg
Ýsa 501 kg
Keila 219 kg
Karfi 48 kg
Hlýri 30 kg
Samtals 2.950 kg

Skoða allar landanir »