Vinnslustöðin kaupir útgerðarfélagið Hugin

Huginn VE að veiðum. Skipið fylgir kaupunum og ásamt aflaheimildum …
Huginn VE að veiðum. Skipið fylgir kaupunum og ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Vinnslu­stöðin hf. hef­ur fest kaup á út­gerðarfé­lag­inu Hug­in ehf. í Vest­manna­eyj­um, en samn­ing­ur þess efn­is var und­ir­ritaður á föstu­dag. Kaup­un­um fylg­ir fjölveiðiskipið Hug­inn VE-55 ásamt afla­heim­ild­um í síld, loðnu, kol­munna og mak­ríl.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Þar seg­ir að kaup­verðið sé trúnaðar­mál kaup­enda og selj­enda, en fyr­ir átti Vinnslu­stöðin 48% hlut í Hug­in en fer nú með alla hluti fé­lags­ins. Tekið er fram á vef fyr­ir­tæk­is­ins að Hug­inn verður áfram starf­rækt­ur í óbreyttri mynd.

Sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu fékk fé­lagið á nú­ver­andi fisk­veiðiári út­hlutaðar 634 lest­ir eða 2,22% af afla­marki í síld, 266 lest­ir eða 1,4% af afla­marki í loðnu, 7.742 lest­ir eða 4,21% af afla­marki í kol­munna og 5.182 lest­ir eða 4,65% af afla­marki í norsk-ís­lenskri síld.

Hug­inn VE-55 var smíðaður árið 2001 og er vinnslu- og fjölveiðiskip sem veiðir upp­sjáv­ar­fisk í nót eða flottroll.

Þriðja kyn­slóð skip­stjóra

Það eru þrír syn­ir og dótt­ir hjón­anna Guðmund­ar Inga Guðmunds­son­ar og Krist­ín­ar Páls­dótt­ur sem eru selj­end­ur Hug­ins ehf. Fjöl­skyld­an eignaðist allt fé­lagið árið 1968 og var meiri­hluta­eig­andi þess þar til nú. Bræðurn­ir eru skip­stjórn­ar­menntaðir, tveir þeirra skip­stjór­ar á Hug­in VE en sá þriðji fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, Páll Þór Guðmunds­son.

Að lokinni undirskrift kaupsamnings. Frá vinstri: Páll Þór Guðmundsson, Gylfi …
Að lok­inni und­ir­skrift kaup­samn­ings. Frá vinstri: Páll Þór Guðmunds­son, Gylfi Viðar Guðmunds­son, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son og Guðmund­ur Hug­inn Guðmunds­son. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Ákveðið hef­ur verið að Guðmund­ur Ingi Guðmunds­son verði skip­stjóri á Hug­in á móti föður sín­um, Guðmundi Hug­in Guðmunds­syni, og föður­bróður, Gylfa Viðari Guðmunds­syni. Guðmund­ur Ingi verður þar með þriðji ættliður skip­stjórn­ar­manna á Hug­in VE-55.

Sagt er frá því í færsl­unni að „út­gerðarfé­lagið Hug­inn var frum­kvöðull að mak­ríl­veiðum við Ísland og fór að þreifa fyr­ir sér í þeim efn­um á ár­un­um 2002 til 2006 en með mis­jöfn­um ár­angri. Það var svo sum­arið 2007 að áhöfn Hug­ins VE náði alls um 3.000 tonn­um, þar af um 2.500 tonn­um í ís­lenskri lög­sögu og 500 tonn­um í þeirri fær­eysku. Þar með hóf­ust bein­ar mak­ríl­veiðar í lög­sögu Íslands.“

Áfram í Eyj­um

„Það var ekki sjálf­gefið að kaup­andi meiri­hluta Hug­ins væri fé­lag í Eyj­um en systkin­in eru trú og trygg byggðarlag­inu sínu og lögðu áherslu á að fé­lagið, skipið og afla­heim­ild­irn­ar yrðu hér áfram. Við erum afar ánægð með þá af­stöðu þeirra,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

„Vinnslu­stöðin hef­ur byggt upp upp­sjáv­ar­hluta starf­semi sinn­ar á und­an­förn­um árum. Sam­rekst­ur fé­lag­anna mun skila auk­inni hagræðingu og leiða til betri nýt­ing­ar skipa og verk­smiðja sam­stæðunn­ar,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg
27.3.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Skarkoli 4.064 kg
Samtals 4.064 kg
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
27.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 37.877 kg
Samtals 37.877 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg
27.3.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Skarkoli 4.064 kg
Samtals 4.064 kg
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
27.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 37.877 kg
Samtals 37.877 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »