Vinnslustöðin kaupir útgerðarfélagið Hugin

Huginn VE að veiðum. Skipið fylgir kaupunum og ásamt aflaheimildum …
Huginn VE að veiðum. Skipið fylgir kaupunum og ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Vinnslustöðin hf. hefur fest kaup á útgerðarfélaginu Hugin ehf. í Vestmannaeyjum, en samningur þess efnis var undirritaður á föstudag. Kaupunum fylgir fjölveiðiskipið Huginn VE-55 ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl.

Þetta kemur fram í færslu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að kaupverðið sé trúnaðarmál kaupenda og seljenda, en fyrir átti Vinnslustöðin 48% hlut í Hugin en fer nú með alla hluti félagsins. Tekið er fram á vef fyrirtækisins að Huginn verður áfram starfræktur í óbreyttri mynd.

Samkvæmt tölum Fiskistofu fékk félagið á núverandi fiskveiðiári úthlutaðar 634 lestir eða 2,22% af aflamarki í síld, 266 lestir eða 1,4% af aflamarki í loðnu, 7.742 lestir eða 4,21% af aflamarki í kolmunna og 5.182 lestir eða 4,65% af aflamarki í norsk-íslenskri síld.

Huginn VE-55 var smíðaður árið 2001 og er vinnslu- og fjölveiðiskip sem veiðir uppsjávarfisk í nót eða flottroll.

Þriðja kynslóð skipstjóra

Það eru þrír synir og dóttir hjónanna Guðmundar Inga Guðmundssonar og Kristínar Pálsdóttur sem eru seljendur Hugins ehf. Fjölskyldan eignaðist allt félagið árið 1968 og var meirihlutaeigandi þess þar til nú. Bræðurnir eru skipstjórnarmenntaðir, tveir þeirra skipstjórar á Hugin VE en sá þriðji framkvæmdastjóri félagsins, Páll Þór Guðmundsson.

Að lokinni undirskrift kaupsamnings. Frá vinstri: Páll Þór Guðmundsson, Gylfi …
Að lokinni undirskrift kaupsamnings. Frá vinstri: Páll Þór Guðmundsson, Gylfi Viðar Guðmundsson, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og Guðmundur Huginn Guðmundsson. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Ákveðið hefur verið að Guðmundur Ingi Guðmundsson verði skipstjóri á Hugin á móti föður sínum, Guðmundi Hugin Guðmundssyni, og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Guðmundur Ingi verður þar með þriðji ættliður skipstjórnarmanna á Hugin VE-55.

Sagt er frá því í færslunni að „útgerðarfélagið Huginn var frumkvöðull að makrílveiðum við Ísland og fór að þreifa fyrir sér í þeim efnum á árunum 2002 til 2006 en með misjöfnum árangri. Það var svo sumarið 2007 að áhöfn Hugins VE náði alls um 3.000 tonnum, þar af um 2.500 tonnum í íslenskri lögsögu og 500 tonnum í þeirri færeysku. Þar með hófust beinar makrílveiðar í lögsögu Íslands.“

Áfram í Eyjum

„Það var ekki sjálfgefið að kaupandi meirihluta Hugins væri félag í Eyjum en systkinin eru trú og trygg byggðarlaginu sínu og lögðu áherslu á að félagið, skipið og aflaheimildirnar yrðu hér áfram. Við erum afar ánægð með þá afstöðu þeirra,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

„Vinnslustöðin hefur byggt upp uppsjávarhluta starfsemi sinnar á undanförnum árum. Samrekstur félaganna mun skila aukinni hagræðingu og leiða til betri nýtingar skipa og verksmiðja samstæðunnar,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »